Í kvöldfréttum Stöðvar 2 er rætt við utanríkisráðherra sem segir þróunarsamstarf ekki alltaf auðvelt, sérstaklega þegar mannréttindi eru ekki virt.
Þá heyrum við í ungum íslenskum leikstjóra sem var að snúa aftur af kvikmyndahátíðinni í Cannes. Stuttmynd hans er þar á aðaldagskrá og hlaut jafnframt sérstaka viðurkenningu.
Auk þess verðum við í beinni frá Hörpu þar sem söfnunar- og neyðartónleikarnir Vaknaðu verða haldnir í kvöld. Tónleikarnir eru haldnir til að vekja athygli á og safna fjármagni vegna ópíóðafaraldursins sem nú geisar hér á landi.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.