Jakob Snær: Vonandi byrjunin á því sem við ætlum að sýna í sumar Árni Gísli Magnússon skrifar 29. maí 2023 19:01 Jakob Snær Árnason var hetja KA þegar hann skoraði tvö mörk í blálokin gegn Fram. Vísir/Hulda Margrét Jakob Snær Árnason, leikmaður KA, kom inn á sem varamaður í 4-2 sigri gegn Fram á Greifavellinum á Akureyri í dag. Staðan var 2-2 á 85. mínútu en þá skoraði Jakob þegar boltinn fór af honum og í markið eftir skot frá Þorra Mar Þórissyni. Hann innsiglaði svo sigur KA með marki í uppbótartíma eftir skyndisókn. „Fyrst og fremst jákvætt að koma okkar aftur á sigurbraut. Það er búið að vera pínu þungt yfir okkur þannig það vantaði einhvern smá neista sem ég vona að við höfum kveikt hérna í dag. Gott að komast aftur á sigurbraut bara.” Fyrir leikinn í dag hafði KA tapað þremur síðustu leikjum sínum gegn Val, Breiðablik og Víkingi með markatölunni 10-0. Hefur verið þungt yfir hópnum eða hafa menn reynt að horfa á það jákvæða? „Að sjálfsögðu reynum við að horfa á þetta með jákvæðum augum, þetta eru sterk lið sem við erum að mæta en við við viljum að sjálfsögðu vinna þau líka. Gekk ekki alveg núna en það er bara annað hvort að leggjast niður og grenja eða standa í lappirnar og koma út með kassann í næsta leik. Þó þetta hafi ekki verið besta frammistaðan heilt á litið þá fannst mér vera smá neisti í að vinna fyrir hvorn annan og við komum svona sterkir til baka.” Jakob kom heldur betur inn á með krafti og tryggði KA sigurinn með tveimur mörkum seint í leiknum. „Þegar maður er með góða liðsfélaga sem að gefa manni mörk þá tekur maður þau, ég tek öllum mörkum, og bara gaman að geta klárað þetta fyrir okkur en fyrst og fremst held ég að það hafi verið mikilvægt fyrir okkur að komast á sigurbraut, hitt var bónus. Það má samt ekki staldra of lengi við þetta því við vitum að það er stutt í hinn endann líka þannig þetta er bara vonandi byrjunin á því sem við ætlum að sýna í sumar.” Fyrra markið hjá Jakobi kemur eftir að Þorri Mar á fast skot í átt að marki sem breytir um stefnu af Jakobi. Var hann að reyna stýra boltanum eða kom hann óvænt utan í hann? „Ég er að hlaupa inn og boltinn kemur svona, mig grunar að markmaðurinn sé svona pínu að lesa skotið. Þannig ég er svona að reyna aðeins að setja löppina í þetta en það má ekki vera mikið og mátti alls ekki vera meira því þá hefði hann farið fram hjá en bara sætt að sjá hann inni,” sagði Jakob Snær að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sjá meira
„Fyrst og fremst jákvætt að koma okkar aftur á sigurbraut. Það er búið að vera pínu þungt yfir okkur þannig það vantaði einhvern smá neista sem ég vona að við höfum kveikt hérna í dag. Gott að komast aftur á sigurbraut bara.” Fyrir leikinn í dag hafði KA tapað þremur síðustu leikjum sínum gegn Val, Breiðablik og Víkingi með markatölunni 10-0. Hefur verið þungt yfir hópnum eða hafa menn reynt að horfa á það jákvæða? „Að sjálfsögðu reynum við að horfa á þetta með jákvæðum augum, þetta eru sterk lið sem við erum að mæta en við við viljum að sjálfsögðu vinna þau líka. Gekk ekki alveg núna en það er bara annað hvort að leggjast niður og grenja eða standa í lappirnar og koma út með kassann í næsta leik. Þó þetta hafi ekki verið besta frammistaðan heilt á litið þá fannst mér vera smá neisti í að vinna fyrir hvorn annan og við komum svona sterkir til baka.” Jakob kom heldur betur inn á með krafti og tryggði KA sigurinn með tveimur mörkum seint í leiknum. „Þegar maður er með góða liðsfélaga sem að gefa manni mörk þá tekur maður þau, ég tek öllum mörkum, og bara gaman að geta klárað þetta fyrir okkur en fyrst og fremst held ég að það hafi verið mikilvægt fyrir okkur að komast á sigurbraut, hitt var bónus. Það má samt ekki staldra of lengi við þetta því við vitum að það er stutt í hinn endann líka þannig þetta er bara vonandi byrjunin á því sem við ætlum að sýna í sumar.” Fyrra markið hjá Jakobi kemur eftir að Þorri Mar á fast skot í átt að marki sem breytir um stefnu af Jakobi. Var hann að reyna stýra boltanum eða kom hann óvænt utan í hann? „Ég er að hlaupa inn og boltinn kemur svona, mig grunar að markmaðurinn sé svona pínu að lesa skotið. Þannig ég er svona að reyna aðeins að setja löppina í þetta en það má ekki vera mikið og mátti alls ekki vera meira því þá hefði hann farið fram hjá en bara sætt að sjá hann inni,” sagði Jakob Snær að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sjá meira