Ian Wright: Þetta myndi aldrei gerast í karlaboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2023 09:00 Alex Morgan kyssir HM-bikarinn eftir sigur bandaríska landsliðsins á HM 2019. Getty/Jose Breton Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur hótað því að Evrópubúar fái ekki að sjá heimsmeistaramót kvenna í fótbolta í sjónvarpinu í sumar. Ástæðuna segir hann vera nísku sjónvarpsstöðvanna sem vilja ekki borga alvöru upphæðir fyrir réttinn. Það hefur verið mikil pressa á FIFA að hækka verðlaunafé á HM sem hefur verið smá aurar í samanburði við milljónirnar sem fara til karlanna. Nú vill sambandið setja sömu kröfur á sjónvarpsstöðvarnar sem hafa fengið réttinn á kvennamótunum ódýrt. Infantino er þarna að tala um stóru markaðssvæðin eins og Bretland, Spán, Ítalíu, Þýskaland og Frakkland en eina leiðin til að HM fari í sjónvarpið þar er ef þau koma með mun betra tilboð í sjónvarpsréttinn. Infantino sagði þau tilboð sem komu inn hafi verið sannkallaður kinnhestur fyrir knattspyrnukonur heimsins. Arsenal-goðsögnin Ian Wright er hneykslaður á stöðunni sem er komin upp nú þegar aðeins eru sex vikur í heimsmeistaramót kvenna í fótbolta. Wright ræddi þetta mál í hlaðvarpsþætti sínum Wrighty’s House. Ensku stelpurnar eru ríkjandi Evrópumeistarar frá því í fyrra.Getty/Thor Wegner „Hvað sem er eiginlega í gangi hjá sjónvarpsstöðvunum og FIFA þá þarf fólk að setjast niður, ræða málið og finna lausn,“ sagði Ian Wright. „Hvernig getur HM kvenna í fótbolta ekki verið sýnt í Evrópu? Þetta myndi aldrei gerast hjá karlaboltanum. Nú eru bara sex vikur í þetta og við vitum ekki enn hver sé aðalútsendingaraðilinn,“ sagði Wright. „Við erum að reyna að redda þessu hér í Englandi, en þetta er líka í Þýskalandi, á Spáni og á Ítalíu. Sjáið tækifærin sem þessar stelpur hafa misst af þegar kemur að auglýsingasamningum. Það eru engin auglýsingaskilti sjáanleg og engar auglýsingar um mótið,“ sagði Wright. „Þetta lítur ekki vel út. Sex vikur í að konurnar fá að spila á sínu stærsta sviði. Þú gengur um göturnar og fólk hefur ekki hugmynd um þetta,“ sagði Wright en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Ian Wright (@wrightyofficial) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Sjá meira
Það hefur verið mikil pressa á FIFA að hækka verðlaunafé á HM sem hefur verið smá aurar í samanburði við milljónirnar sem fara til karlanna. Nú vill sambandið setja sömu kröfur á sjónvarpsstöðvarnar sem hafa fengið réttinn á kvennamótunum ódýrt. Infantino er þarna að tala um stóru markaðssvæðin eins og Bretland, Spán, Ítalíu, Þýskaland og Frakkland en eina leiðin til að HM fari í sjónvarpið þar er ef þau koma með mun betra tilboð í sjónvarpsréttinn. Infantino sagði þau tilboð sem komu inn hafi verið sannkallaður kinnhestur fyrir knattspyrnukonur heimsins. Arsenal-goðsögnin Ian Wright er hneykslaður á stöðunni sem er komin upp nú þegar aðeins eru sex vikur í heimsmeistaramót kvenna í fótbolta. Wright ræddi þetta mál í hlaðvarpsþætti sínum Wrighty’s House. Ensku stelpurnar eru ríkjandi Evrópumeistarar frá því í fyrra.Getty/Thor Wegner „Hvað sem er eiginlega í gangi hjá sjónvarpsstöðvunum og FIFA þá þarf fólk að setjast niður, ræða málið og finna lausn,“ sagði Ian Wright. „Hvernig getur HM kvenna í fótbolta ekki verið sýnt í Evrópu? Þetta myndi aldrei gerast hjá karlaboltanum. Nú eru bara sex vikur í þetta og við vitum ekki enn hver sé aðalútsendingaraðilinn,“ sagði Wright. „Við erum að reyna að redda þessu hér í Englandi, en þetta er líka í Þýskalandi, á Spáni og á Ítalíu. Sjáið tækifærin sem þessar stelpur hafa misst af þegar kemur að auglýsingasamningum. Það eru engin auglýsingaskilti sjáanleg og engar auglýsingar um mótið,“ sagði Wright. „Þetta lítur ekki vel út. Sex vikur í að konurnar fá að spila á sínu stærsta sviði. Þú gengur um göturnar og fólk hefur ekki hugmynd um þetta,“ sagði Wright en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Ian Wright (@wrightyofficial)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Sjá meira