Mun minni hækkun fasteignamats en í fyrra Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. maí 2023 11:34 Heiða Björg Hilmisdóttir gagnrýndi stjórnvöld fyrir að styðja ekki nægilega við húsnæðismarkaðinn í ríkisfjármálaáætlun. Vísir/Vilhelm Fasteignamat á Íslandi hækkar að jafnaði um 11,7 prósent milli ára, þar af hækkar mat íbúðarhúsnæðis um 13,7 prósent. Í Vesturbyggð hækkar fasteignamatið um meira en fjórðung. Þetta kemur fram í nýju fasteignamati sem Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) kynnti í morgun á fundi í Borgartúni og unnið er úr rauntölum á fasteignamarkaði. Stofnunin tók við verkefni fasteignaskrár fyrir tæpu ári síðan af Þjóðskrá og er þetta fyrsta matið sem hún reiknar út. Hægt er að fletta upp fasteignamati í fasteignaskrá á vef HMS . Fasteignamatið í ár fyrir um 22 þúsund byggingar hækkar úr 12,6 billjónum króna í 14,4. Þetta er umtalsvert minni hækkun en á síðasta ári þegar heildarmat hækkaði um 19,9 prósent og íbúðamatið um 23,6 prósent. Mest hækkun á Seltjarnarnesi Samkvæmt HMS hækkar fasteignamat íbúða á höfuðborgarsvæðinu um 13 prósent en rúmlega 16,1 á landsbyggðinni. Fasteignamat íbúða í Reykjavík hækkar um 13,4 prósent.Vísir/Vilhelm Á höfuðborgarsvæðinu hækkar mat íbúða mest á Seltjarnarnesi, um 17,5 prósent. Hækkunin í Reykjavík er 13,4 prósent, Hafnarfirði og Mosfellsbæ 12,9, Kópavogi 11,9 en minnst í Garðabæ, 11,4 prósent. Atvinnueignir hækkuðu langmest í Mosfellsbæ og Hafnarfirði, það er um 13,8 og 10,8 prósent. En hækkunin í öðrum sveitarfélögum var um og undir 5 prósentum. Þriðjungshækkun í Vesturbyggð Í þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni er hækkun fasteignamats íbúða mest í Vesturbyggð, 33,6 prósent, en þar eru tveir þéttbýliskjarnar, Patreksfjörður og Bíldudalur, þar sem fiskeldi hefur verið umtalsvert. Heilt yfir er hækkunin mest á Vestfjörðum og Austfjörðum. Íbúðahúsnæði hækkar um þriðjung í Vesturbyggð.Vísir/Vilhelm Í Múlaþingi er hækkunin 24,2 prósent, og er mikið til knúin áfram a hækkun á Seyðisfirði. Vekur það athygli í ljósi þess að fyrir tveimur og hálfu ári síðan féllu stórar aurskriður á bæinn og eyðilögðu nokkur hús. Lækkun á Grundarfirði Af öðrum stærri bæjum á landsbyggðinni má nefna að fasteignamat íbúða hækkar um 22,2 prósent í Vestmannaeyjum, 22 í Grindavík, 20,8 í Fjarðabyggð, 19,2 í Borgarbyggð, 17,5 í Reykjanesbæ, 17 á Akranesi, 16,7 í Skagafirði, 16,6 á Akureyri, 16,3 á Ísafirði, 9 í Árborg, 8,5 í Hveragerði og 3,3 á Stykkishólmi. Mesta hækkunin var í Skagabyggð, 43,9 prósent, en aðeins í einu sveitarfélagi rýrnaði fasteignamat íbúða, á Grundarfirði um 0,9 prósent. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar mun minna en íbúðarhúsnæðis, eða um 4,8 prósent. Metur HMS þetta þannig að raunverð atvinnuhúsnæðis sé að lækka. Mat sumarhúsa hækkar um 12,7 prósent. Aðrar eignir hækka um 6,9 prósent. Sviptingar „Við erum að horfa á tímabil mikilla sviptinga,“ sagði Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs HMS á Akureyri á fundinum. Benti hann á að fólksfjölgun hefði verið mikil á árinu og íbúðauppbygging ekki haldið í við það. Þá hafi vextir hækkað hratt. Raunvirðislækkun atvinnueigna skipti sveitarfélögin miklu máli, því að gjöld á þær eru mun hærri en á íbúðir. Rýrnar því sá tekjustofn sveitarfélaganna á árinu. Happadrætti Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði að sveitarfélögin yrðu að vinna með þessar upplýsingar til þess að mæta breytingu á tekjustofnum. Frá fundinum í húsnæði HMS í Borgartúni í morgun.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að finna leiðir til að draga úr þessum sveiflum, þessu happadrætti,“ sagði Heiða. „Við þurfum að tryggja að framboð íbúða verði stöðugra.“ Væri það ekki síst fyrir þá tekjulágu hópa sem eru viðkvæmastir á húsnæðismarkaði. Staðan hjá mörgum væri grafalvarleg í ljósi vaxtahækkana. Gagnrýndi hún ríkisstjórnina fyrir að þau stofnframlög sem ætluð eru í húsnæðisstuðning í ríkisfjármálaáætlun séu aðeins 20 milljarðar en þyrftu að vera rúmlega tvöfalt hærri, það er 44 milljarðar. Hærri þröskuldur Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, sagði að eftirspurnin væri til staðar, verið væri að byggja íbúðir og lána fyrir þeim. Hins vegar hefði sölutími lengst úr einum mánuði í sex. „Það þarf hærri laun til að fá greiðslumat og hærri útborgun. Því er erfiðara að komast inn á húsnæðismarkaðinn,“ sagði Lilja. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans sagði að finna þyrfti leiðir til að koma fólki í gegnum stökkbreytingu greiðslubyrði.Vísir/Vilhelm Eitt helsta verkefnið sé líka að finna leiðir fyrir fólk með óverðtryggð lán sem sjá fram á stökkbreytingu í greiðslubyrði að komast í gegnum þennan skafl. Kynnti hún endurfjármögnun út frá uppfærðu fasteignamati hjá Landsbankanum, sem hefur um þriðjung húsnæðislána. Húsnæðismál Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Bein útsending: Fasteignamat 2024 kynnt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mun kynna nýtt fasteignamat á opnum fundi sem hefst klukkan 10:30. Farið verður yfir verðþróun, framboð fasteigna og húsnæðisþörf. 31. maí 2023 09:45 Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár. 31. maí 2022 13:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýju fasteignamati sem Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) kynnti í morgun á fundi í Borgartúni og unnið er úr rauntölum á fasteignamarkaði. Stofnunin tók við verkefni fasteignaskrár fyrir tæpu ári síðan af Þjóðskrá og er þetta fyrsta matið sem hún reiknar út. Hægt er að fletta upp fasteignamati í fasteignaskrá á vef HMS . Fasteignamatið í ár fyrir um 22 þúsund byggingar hækkar úr 12,6 billjónum króna í 14,4. Þetta er umtalsvert minni hækkun en á síðasta ári þegar heildarmat hækkaði um 19,9 prósent og íbúðamatið um 23,6 prósent. Mest hækkun á Seltjarnarnesi Samkvæmt HMS hækkar fasteignamat íbúða á höfuðborgarsvæðinu um 13 prósent en rúmlega 16,1 á landsbyggðinni. Fasteignamat íbúða í Reykjavík hækkar um 13,4 prósent.Vísir/Vilhelm Á höfuðborgarsvæðinu hækkar mat íbúða mest á Seltjarnarnesi, um 17,5 prósent. Hækkunin í Reykjavík er 13,4 prósent, Hafnarfirði og Mosfellsbæ 12,9, Kópavogi 11,9 en minnst í Garðabæ, 11,4 prósent. Atvinnueignir hækkuðu langmest í Mosfellsbæ og Hafnarfirði, það er um 13,8 og 10,8 prósent. En hækkunin í öðrum sveitarfélögum var um og undir 5 prósentum. Þriðjungshækkun í Vesturbyggð Í þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni er hækkun fasteignamats íbúða mest í Vesturbyggð, 33,6 prósent, en þar eru tveir þéttbýliskjarnar, Patreksfjörður og Bíldudalur, þar sem fiskeldi hefur verið umtalsvert. Heilt yfir er hækkunin mest á Vestfjörðum og Austfjörðum. Íbúðahúsnæði hækkar um þriðjung í Vesturbyggð.Vísir/Vilhelm Í Múlaþingi er hækkunin 24,2 prósent, og er mikið til knúin áfram a hækkun á Seyðisfirði. Vekur það athygli í ljósi þess að fyrir tveimur og hálfu ári síðan féllu stórar aurskriður á bæinn og eyðilögðu nokkur hús. Lækkun á Grundarfirði Af öðrum stærri bæjum á landsbyggðinni má nefna að fasteignamat íbúða hækkar um 22,2 prósent í Vestmannaeyjum, 22 í Grindavík, 20,8 í Fjarðabyggð, 19,2 í Borgarbyggð, 17,5 í Reykjanesbæ, 17 á Akranesi, 16,7 í Skagafirði, 16,6 á Akureyri, 16,3 á Ísafirði, 9 í Árborg, 8,5 í Hveragerði og 3,3 á Stykkishólmi. Mesta hækkunin var í Skagabyggð, 43,9 prósent, en aðeins í einu sveitarfélagi rýrnaði fasteignamat íbúða, á Grundarfirði um 0,9 prósent. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar mun minna en íbúðarhúsnæðis, eða um 4,8 prósent. Metur HMS þetta þannig að raunverð atvinnuhúsnæðis sé að lækka. Mat sumarhúsa hækkar um 12,7 prósent. Aðrar eignir hækka um 6,9 prósent. Sviptingar „Við erum að horfa á tímabil mikilla sviptinga,“ sagði Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs HMS á Akureyri á fundinum. Benti hann á að fólksfjölgun hefði verið mikil á árinu og íbúðauppbygging ekki haldið í við það. Þá hafi vextir hækkað hratt. Raunvirðislækkun atvinnueigna skipti sveitarfélögin miklu máli, því að gjöld á þær eru mun hærri en á íbúðir. Rýrnar því sá tekjustofn sveitarfélaganna á árinu. Happadrætti Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði að sveitarfélögin yrðu að vinna með þessar upplýsingar til þess að mæta breytingu á tekjustofnum. Frá fundinum í húsnæði HMS í Borgartúni í morgun.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að finna leiðir til að draga úr þessum sveiflum, þessu happadrætti,“ sagði Heiða. „Við þurfum að tryggja að framboð íbúða verði stöðugra.“ Væri það ekki síst fyrir þá tekjulágu hópa sem eru viðkvæmastir á húsnæðismarkaði. Staðan hjá mörgum væri grafalvarleg í ljósi vaxtahækkana. Gagnrýndi hún ríkisstjórnina fyrir að þau stofnframlög sem ætluð eru í húsnæðisstuðning í ríkisfjármálaáætlun séu aðeins 20 milljarðar en þyrftu að vera rúmlega tvöfalt hærri, það er 44 milljarðar. Hærri þröskuldur Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, sagði að eftirspurnin væri til staðar, verið væri að byggja íbúðir og lána fyrir þeim. Hins vegar hefði sölutími lengst úr einum mánuði í sex. „Það þarf hærri laun til að fá greiðslumat og hærri útborgun. Því er erfiðara að komast inn á húsnæðismarkaðinn,“ sagði Lilja. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans sagði að finna þyrfti leiðir til að koma fólki í gegnum stökkbreytingu greiðslubyrði.Vísir/Vilhelm Eitt helsta verkefnið sé líka að finna leiðir fyrir fólk með óverðtryggð lán sem sjá fram á stökkbreytingu í greiðslubyrði að komast í gegnum þennan skafl. Kynnti hún endurfjármögnun út frá uppfærðu fasteignamati hjá Landsbankanum, sem hefur um þriðjung húsnæðislána.
Húsnæðismál Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Bein útsending: Fasteignamat 2024 kynnt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mun kynna nýtt fasteignamat á opnum fundi sem hefst klukkan 10:30. Farið verður yfir verðþróun, framboð fasteigna og húsnæðisþörf. 31. maí 2023 09:45 Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár. 31. maí 2022 13:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Bein útsending: Fasteignamat 2024 kynnt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mun kynna nýtt fasteignamat á opnum fundi sem hefst klukkan 10:30. Farið verður yfir verðþróun, framboð fasteigna og húsnæðisþörf. 31. maí 2023 09:45
Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár. 31. maí 2022 13:33