Christie sagður ætla að lýsa yfir framboði Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2023 12:05 Chris Christie var náinn samverkamaður Trump í forsetakosningunum 2016 en fékk þó ekkert embætti í stjórn hans. AP/Charles Krupa Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og ráðgjafi Donalds Trump, er sagður ætla að lýsa yfir forsetaframboði í næstu viku. Stuðningsmenn Christie hafa hleypti nýrri pólitískri aðgerðanefnd af stokkunum til þess að styðja framboðið. Þó að Christie hafi ekki riðið feitum hesti frá forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2016 þykir framboð hans nú sæta tíðindum. Hann var ráðgjafi framboðs Trump og þótti lengi náinn fyrrverandi forsetanum. Undanfarið hefur þó myndast vík á milli vina og Christie hefur kallað Trump „gungu“ og strengjabúðu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Christie hefur starfað sem stjórnmálaskýrandi hjá ABC-sjónvarpsstöðinni upp á síðkastið. Christie ætlar að lýsa yfir framboði sínu á viðburði í New Hampshire á þriðjudag, að sögn vefmiðilsins Axios. New Hampshire er eitt af fyrstu ríkjunum þar sem forval verður haldið á næsta ári. New York Times greindi frá því í gær að stuðningsmenn Christie hefðu stofnað svonefnda pólitíska aðgerðanefnd honum til stuðnings. Slíkar nefndir mega safna ótakmörkuðum fjárframlögum en mega að nafinu til ekki eiga samráð við frambjóðanda. Lítil eftirspurn eftir frambjóðendum eins og Christie Fyrir fram eru möguleikar Christie í forvalinu taldir takmarkaðir. Hann þarf meðal annars að etja kappi við Trump sjálfan sem hefur tangarhald á stórum hluta kjósenda repúblikana og Ron DeSantis sem þótti á tímabili standa vel að vígi. Lítil eftirspurn virðist innan flokksins eftir „hefðbundnari“ stjórnmálamanni eins og Christie sem stilla sér upp sem valkosti við Trump. Áður en Christie tók þátt í forsetaframboði Trump var hann þekktur sem ríkisstjóri New Jersey. Hann naut nokkuð almennra vinsælda sem slíkur eftir að fellibylurinn Sandy reið yfir ríkið árið 2012. Verulega fjaraði undan stuðningi við Christie eftir að upplýst var að aðstoðarmenn hans og skipaðir fulltrúar ollu vísvitandi umferðarteppum til að koma höggi á pólitískan andstæðing ríkisstjórans. Í kjölfar hneykslismálanna mældist Christie með minnsta stuðning nokkurs ríkisstjóra New Jersey. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30 Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. 22. maí 2023 13:59 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Þó að Christie hafi ekki riðið feitum hesti frá forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2016 þykir framboð hans nú sæta tíðindum. Hann var ráðgjafi framboðs Trump og þótti lengi náinn fyrrverandi forsetanum. Undanfarið hefur þó myndast vík á milli vina og Christie hefur kallað Trump „gungu“ og strengjabúðu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Christie hefur starfað sem stjórnmálaskýrandi hjá ABC-sjónvarpsstöðinni upp á síðkastið. Christie ætlar að lýsa yfir framboði sínu á viðburði í New Hampshire á þriðjudag, að sögn vefmiðilsins Axios. New Hampshire er eitt af fyrstu ríkjunum þar sem forval verður haldið á næsta ári. New York Times greindi frá því í gær að stuðningsmenn Christie hefðu stofnað svonefnda pólitíska aðgerðanefnd honum til stuðnings. Slíkar nefndir mega safna ótakmörkuðum fjárframlögum en mega að nafinu til ekki eiga samráð við frambjóðanda. Lítil eftirspurn eftir frambjóðendum eins og Christie Fyrir fram eru möguleikar Christie í forvalinu taldir takmarkaðir. Hann þarf meðal annars að etja kappi við Trump sjálfan sem hefur tangarhald á stórum hluta kjósenda repúblikana og Ron DeSantis sem þótti á tímabili standa vel að vígi. Lítil eftirspurn virðist innan flokksins eftir „hefðbundnari“ stjórnmálamanni eins og Christie sem stilla sér upp sem valkosti við Trump. Áður en Christie tók þátt í forsetaframboði Trump var hann þekktur sem ríkisstjóri New Jersey. Hann naut nokkuð almennra vinsælda sem slíkur eftir að fellibylurinn Sandy reið yfir ríkið árið 2012. Verulega fjaraði undan stuðningi við Christie eftir að upplýst var að aðstoðarmenn hans og skipaðir fulltrúar ollu vísvitandi umferðarteppum til að koma höggi á pólitískan andstæðing ríkisstjórans. Í kjölfar hneykslismálanna mældist Christie með minnsta stuðning nokkurs ríkisstjóra New Jersey.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30 Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. 22. maí 2023 13:59 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30
Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. 22. maí 2023 13:59