Óábyrgt af ráðherra að tala gegn uppbyggingu í Skerjafirði Árni Sæberg skrifar 31. maí 2023 13:01 Alexandra Briem er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Stöð 2/Sigurjón Íbúar í Skerjafirði í Reykjavík hafa miklar áhyggjur af uppbyggingu á svæðinu og áhrifum hennar á græn svæði. Umhverfisráðherra vill stöðva áformin en formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir uppbygginguna gríðarlega mikilvæga. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra tók í gær á móti ályktun Prýðifélagsins Skjaldar, íbúasamtaka Skerjafjarðar, þar sem fyrirhuguðum framkvæmdum í Skerjafirði er mótmælt. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og íbúafjöldi hverfisins gæti því sexfaldast. Guðlaugur Þór sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann tæki undir áhyggjur íbúa og hann hyggist skoða málið þrátt fyrir að það liggi hjá borginni. Ósnortin strandlengja sé sjaldséð á höfuðborgarsvæðinu og lítið um græn svæði. „Mér finnst vera yfirgnæfandi rök fyrir því að fara ekki í þessa vegferð og ég bendi á það að skaðinn er þannig að ef að menn fara í þessar aðgerðir þá verður ekki aftur snúið og þetta er óafturkræft,“ segir Guðlaugur Þór. Íbúar ekkert reynt að mótmæla Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að ekkert sé enn fast í hendi varðandi landfyllingu þá sem íbúarnir hafa mestar áhyggjur af. Hún sé annar hluti annars fasa uppbyggingar í Skerjafirði og ekkert sé búið að samþykkja endanlega í þeim efnum. Þá tekur hún fyrir það að borgin hafi hundsað áhyggjur íbúa. „Svo ég nefni það þá finnst mér skrýtið að samtökin tali eins og þau hafi átt erfitt með að koma áhyggjum sínum á framfæri við stjórnvöld. Það var engum á umhverfis- og skipulagssviði boðið á þennan fund, ég vissi ekki af honum fyrr en ég heyrði af honum í fréttunum. Það hefur enginn beðið um fund með mér eða neitt. Svo ég á bágt með að sjá að þau hafi reynt að koma mótmælum sínum á framfæri.“ Uppbyggingin sé gríðarlega mikilvæg Alexandra segist telja óábyrgt af ráðherra að mæla opinberlega gegn uppbyggingu í Skerjafirði enda sé hún gríðarlega mikilvæg í ljósi stöðu húsnæðismála. „Deiliskiplagið fyrir nýja Skerjafjörðinn hefur unnið til verðlauna. Þetta er bráðnauðsynlegt húsnæðisuppbyggingarverkefni fyrir vesturhluta borgarinnar. Þetta er grænt og manneskjuvænt skipulag. Þannig að mér finnst það mjög skrýtið að fólk finni því allt til foráttu, þetta er mjög flott uppbyggingarverkefni,“ segir Alexandra. Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra tók í gær á móti ályktun Prýðifélagsins Skjaldar, íbúasamtaka Skerjafjarðar, þar sem fyrirhuguðum framkvæmdum í Skerjafirði er mótmælt. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og íbúafjöldi hverfisins gæti því sexfaldast. Guðlaugur Þór sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann tæki undir áhyggjur íbúa og hann hyggist skoða málið þrátt fyrir að það liggi hjá borginni. Ósnortin strandlengja sé sjaldséð á höfuðborgarsvæðinu og lítið um græn svæði. „Mér finnst vera yfirgnæfandi rök fyrir því að fara ekki í þessa vegferð og ég bendi á það að skaðinn er þannig að ef að menn fara í þessar aðgerðir þá verður ekki aftur snúið og þetta er óafturkræft,“ segir Guðlaugur Þór. Íbúar ekkert reynt að mótmæla Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að ekkert sé enn fast í hendi varðandi landfyllingu þá sem íbúarnir hafa mestar áhyggjur af. Hún sé annar hluti annars fasa uppbyggingar í Skerjafirði og ekkert sé búið að samþykkja endanlega í þeim efnum. Þá tekur hún fyrir það að borgin hafi hundsað áhyggjur íbúa. „Svo ég nefni það þá finnst mér skrýtið að samtökin tali eins og þau hafi átt erfitt með að koma áhyggjum sínum á framfæri við stjórnvöld. Það var engum á umhverfis- og skipulagssviði boðið á þennan fund, ég vissi ekki af honum fyrr en ég heyrði af honum í fréttunum. Það hefur enginn beðið um fund með mér eða neitt. Svo ég á bágt með að sjá að þau hafi reynt að koma mótmælum sínum á framfæri.“ Uppbyggingin sé gríðarlega mikilvæg Alexandra segist telja óábyrgt af ráðherra að mæla opinberlega gegn uppbyggingu í Skerjafirði enda sé hún gríðarlega mikilvæg í ljósi stöðu húsnæðismála. „Deiliskiplagið fyrir nýja Skerjafjörðinn hefur unnið til verðlauna. Þetta er bráðnauðsynlegt húsnæðisuppbyggingarverkefni fyrir vesturhluta borgarinnar. Þetta er grænt og manneskjuvænt skipulag. Þannig að mér finnst það mjög skrýtið að fólk finni því allt til foráttu, þetta er mjög flott uppbyggingarverkefni,“ segir Alexandra.
Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira