„Þetta er eiginlega bara endalaus gleði“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. maí 2023 21:01 Vitatorgsbandið var í dag heiðrað fyrir störf sín, en bandið spilar vikulega fyrir eldri borgara og þiggur ekki krónu fyrir. Hljómsveitarmeðlimur á tíræðisaldri segir félagsskapinn ómissandi. Vitatorgsbandið, sem hefur í 20 ár leikið fyrir dansi og söng, var í dag heiðrað af velferðarsviði Reykjavíkurborgar fyrir óeigingjarnt starf sitt. Hljómsveitina skipa eldri borgarar og aðdáendur dansa dátt við tónlistina. „Það var Sigríður Norðkvist sem upphaflega stofnaði þessa hljómsveit. Ég held hún hafi verið ein fyrst en síðan fór að hlaðast utan um hana,“ segir Guðrún Guðjónsdóttir í Vitatorgsbandinu. Skora á aðra að gefa af sér Í dag eru hljómsveitarmeðlimir átta talsins og spila líkt og fyrr segir alla miðvikudaga í Samfélagshúsinu á Vitatorgi og þiggja ekki krónu fyrir. „Við leggjum þetta til samfélagsins og skorum á aðra að gera slíkt hið sama.“ Hún segir bandið aðallega spila gömlu góðu dægurlögin, en síðasta miðvikudag hvers mánaðar er sungið. Ekkert rapp hjá bandinu Þið eruð ekkert í rappinu? „Nei, mér finnst allt í lagi með rappið, ég kann nú bara vel við það en ég held að ég fari nú ekki að rappa.“ Elsti hljómsveitarmeðlimurinn er 92 ára og leikur létt á trommuna. „Það er mjög gaman, gott fólk. Gott að vera hérna,“ segir Sigurður Guðmundsson 92 ára, inntur eftir því hvernig það sé að vera meðlimur svo flottrar hljómsveitar. Endalaus gleði Er gefandi að vera í svona hljómsveit? „Það gefur manni bara kraft og gleði, þetta er eiginlega bara endalaus gleði,“ segir Guðrún. „Þetta er bara lífð og tilveran. Og bara félagsskapurinn, að vera innan um fólk. Ég hef alltaf verið svona félagslyndur,“ segir Óskar Björnsson, 75 ára. Eldri borgarar Dans Tónlist Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Vitatorgsbandið, sem hefur í 20 ár leikið fyrir dansi og söng, var í dag heiðrað af velferðarsviði Reykjavíkurborgar fyrir óeigingjarnt starf sitt. Hljómsveitina skipa eldri borgarar og aðdáendur dansa dátt við tónlistina. „Það var Sigríður Norðkvist sem upphaflega stofnaði þessa hljómsveit. Ég held hún hafi verið ein fyrst en síðan fór að hlaðast utan um hana,“ segir Guðrún Guðjónsdóttir í Vitatorgsbandinu. Skora á aðra að gefa af sér Í dag eru hljómsveitarmeðlimir átta talsins og spila líkt og fyrr segir alla miðvikudaga í Samfélagshúsinu á Vitatorgi og þiggja ekki krónu fyrir. „Við leggjum þetta til samfélagsins og skorum á aðra að gera slíkt hið sama.“ Hún segir bandið aðallega spila gömlu góðu dægurlögin, en síðasta miðvikudag hvers mánaðar er sungið. Ekkert rapp hjá bandinu Þið eruð ekkert í rappinu? „Nei, mér finnst allt í lagi með rappið, ég kann nú bara vel við það en ég held að ég fari nú ekki að rappa.“ Elsti hljómsveitarmeðlimurinn er 92 ára og leikur létt á trommuna. „Það er mjög gaman, gott fólk. Gott að vera hérna,“ segir Sigurður Guðmundsson 92 ára, inntur eftir því hvernig það sé að vera meðlimur svo flottrar hljómsveitar. Endalaus gleði Er gefandi að vera í svona hljómsveit? „Það gefur manni bara kraft og gleði, þetta er eiginlega bara endalaus gleði,“ segir Guðrún. „Þetta er bara lífð og tilveran. Og bara félagsskapurinn, að vera innan um fólk. Ég hef alltaf verið svona félagslyndur,“ segir Óskar Björnsson, 75 ára.
Eldri borgarar Dans Tónlist Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira