Hæg rafvæðing hækkar olíuverð Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 1. júní 2023 12:30 Því miður notar heimsbyggðin, og við Íslendingar þar á meðal, ennþá allt of mikið af olíu. Olíuverð skiptir þjóðir því miklu máli enda nota allar þjóðir olíu en aðeins örfáar þjóðir framleiða olíu. En hvernig munu orkuskiptin hafa áhrif á olíuverðið á heimsvísu og á Íslandi? Rafvæðing samgangna á heimsvísu er loksins hafin af einhverri alvöru. Hún mun auðvitað lækka eða halda aftur af hækkunum á heimsmarkaði olíu, svo framalega sem lögmál um framboð og eftirspurn verði að einhverju leyti í gildi þegar fram í sækir. Rafvæðing samgangna hefur nú þegar minnkað olíuþörf heimsins um tæplega tvær milljónir tunna á dag sem samsvarar tæplega fjórðungi af olíuútflutningi Rússa. Íslensku áhrifin Eins og fyrirsögnin segir til um verða kraftar í gangi næstu árin sem munu að öllum líkindum hækka verð á olíu á dælu ef rafvæðing samgangna verður hæg hér á landi. Of hæg rafvæðing farartækja hér á landi mun skapa hækkunarþrýsting á útsöluverð olíu hér með þrennskonar hætti: Neyðarbirgðir olíu Ísland hefur nú loksins tekið þá ábyrgu ákvörðun að vera ekki eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að neyðarbirgðum olíu. Eins og við höfum upplifað undanfarið er olíuauðlindinni misskipt á milli þjóða sem skapar möguleikann á að nýta olíu sem kúgun eða hreinlega vopn í í átökum og efnahagsumróti. Olíulaus ríki, eins t.d. flestar Evrópuþjóðir, hafa því um langt skeið verið með kerfi sem tryggir að þjóðir komi sér upp 90 daga lágmarks birgðastöðu svo að olíuframleiðsluríki geti ekki lamað þjóðir með örstuttum fyrirvara. Ísland hefur ekki fyrr en nú hafið innleiðingu á þessu kerfi sem mun auka orkuöryggi landsins umtalsvert. En það er ekki ókeypis að halda úti 90 daga olíubirgðum og kostnaður sem því fylgir mun leggjast meira eða minna á útsöluverð eldsneytis. Ef rafvæðing samgangna gengur vel verður umfang 90 daga birgðanna minna og með lægri kostnaði. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Íblöndun Ísland er með skýra stefnu varðandi orku- og loftslagsmál. Annars vegar að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og hinsvegar að hætta nota jarðefnaeldsneyti á næstu áratugum. Ef rafvæðing samgangna gengur hægt þá er eina leiðin til að mæta þessari skýru stefnu að auka hlutdeild endurnýjanlegs eldsneytis. Gott dæmi um það er HVO eða vetnismeðhöndluð lífolía sem unnin er úr úrgangsfitu og jurtaolíum og má nota 100%, eða í hvaða íblöndunarhlutfalli sem er, í stað hefðbundinnar dísilolíu. HVO má nota án nokkurra vandkvæða við hvaða hitastig sem er og á hvaða vél sem er til sjávar eða sveita. Í raun er þetta tæknilega betri kostur en jarðefnaeldsneytis dísilolía en er hinsvegar talsvert dýrari. Ef rafvæðing farartækja gengur hægt þá mun þurfa meira af HVO, og öðrum íblöndunarefnum, til að mæta markmiðum og skuldbindingum okkar. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Kolefnisgjald Eins og aðrar þjóðir þá er Ísland með skuldbindingar í loftslagsmálum. Ef við losum meira en við höfum samið um þá kostar það okkur. Með hröðum orkuskiptum getum við náð þessum skuldbindingum okkar en ef rafvæðing verður hæg þá verður losun einfaldlega meiri en við höfum samið um. Ef yfirskot verður á losun þá er hreinlegast að þeim kostnaði ríkisins verði mætt með tekjuöflun þar sem losunin verður til. Hún verður til með bruna olíu og því má ætla að mögulegur kostnaður við yfirskot í losun verði einfaldlega mætt með hækkun kolefnisgjalds á eldsneyti. Hæg rafvæðing faratækja eykur mögulegt yfirskot í losun. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Ótrúlegt en satt þá eru ýmsir sem ennþá sjá rafvæðingu samgangna allt til foráttu. Það er mikilvægt að þeir hinir sömu átti sig á því að rafbílavæðing mun ekki bara að auka orkuöryggi, efnahagstöðuleika og loftgæði fyrir alla, heldur mun hún einnig að halda aftur af verðhækkunum á olíu fyrir þá sem einhverra hluta vegna ætla ekki að skipta um orkugjafa á næstu árum. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Því miður notar heimsbyggðin, og við Íslendingar þar á meðal, ennþá allt of mikið af olíu. Olíuverð skiptir þjóðir því miklu máli enda nota allar þjóðir olíu en aðeins örfáar þjóðir framleiða olíu. En hvernig munu orkuskiptin hafa áhrif á olíuverðið á heimsvísu og á Íslandi? Rafvæðing samgangna á heimsvísu er loksins hafin af einhverri alvöru. Hún mun auðvitað lækka eða halda aftur af hækkunum á heimsmarkaði olíu, svo framalega sem lögmál um framboð og eftirspurn verði að einhverju leyti í gildi þegar fram í sækir. Rafvæðing samgangna hefur nú þegar minnkað olíuþörf heimsins um tæplega tvær milljónir tunna á dag sem samsvarar tæplega fjórðungi af olíuútflutningi Rússa. Íslensku áhrifin Eins og fyrirsögnin segir til um verða kraftar í gangi næstu árin sem munu að öllum líkindum hækka verð á olíu á dælu ef rafvæðing samgangna verður hæg hér á landi. Of hæg rafvæðing farartækja hér á landi mun skapa hækkunarþrýsting á útsöluverð olíu hér með þrennskonar hætti: Neyðarbirgðir olíu Ísland hefur nú loksins tekið þá ábyrgu ákvörðun að vera ekki eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að neyðarbirgðum olíu. Eins og við höfum upplifað undanfarið er olíuauðlindinni misskipt á milli þjóða sem skapar möguleikann á að nýta olíu sem kúgun eða hreinlega vopn í í átökum og efnahagsumróti. Olíulaus ríki, eins t.d. flestar Evrópuþjóðir, hafa því um langt skeið verið með kerfi sem tryggir að þjóðir komi sér upp 90 daga lágmarks birgðastöðu svo að olíuframleiðsluríki geti ekki lamað þjóðir með örstuttum fyrirvara. Ísland hefur ekki fyrr en nú hafið innleiðingu á þessu kerfi sem mun auka orkuöryggi landsins umtalsvert. En það er ekki ókeypis að halda úti 90 daga olíubirgðum og kostnaður sem því fylgir mun leggjast meira eða minna á útsöluverð eldsneytis. Ef rafvæðing samgangna gengur vel verður umfang 90 daga birgðanna minna og með lægri kostnaði. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Íblöndun Ísland er með skýra stefnu varðandi orku- og loftslagsmál. Annars vegar að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og hinsvegar að hætta nota jarðefnaeldsneyti á næstu áratugum. Ef rafvæðing samgangna gengur hægt þá er eina leiðin til að mæta þessari skýru stefnu að auka hlutdeild endurnýjanlegs eldsneytis. Gott dæmi um það er HVO eða vetnismeðhöndluð lífolía sem unnin er úr úrgangsfitu og jurtaolíum og má nota 100%, eða í hvaða íblöndunarhlutfalli sem er, í stað hefðbundinnar dísilolíu. HVO má nota án nokkurra vandkvæða við hvaða hitastig sem er og á hvaða vél sem er til sjávar eða sveita. Í raun er þetta tæknilega betri kostur en jarðefnaeldsneytis dísilolía en er hinsvegar talsvert dýrari. Ef rafvæðing farartækja gengur hægt þá mun þurfa meira af HVO, og öðrum íblöndunarefnum, til að mæta markmiðum og skuldbindingum okkar. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Kolefnisgjald Eins og aðrar þjóðir þá er Ísland með skuldbindingar í loftslagsmálum. Ef við losum meira en við höfum samið um þá kostar það okkur. Með hröðum orkuskiptum getum við náð þessum skuldbindingum okkar en ef rafvæðing verður hæg þá verður losun einfaldlega meiri en við höfum samið um. Ef yfirskot verður á losun þá er hreinlegast að þeim kostnaði ríkisins verði mætt með tekjuöflun þar sem losunin verður til. Hún verður til með bruna olíu og því má ætla að mögulegur kostnaður við yfirskot í losun verði einfaldlega mætt með hækkun kolefnisgjalds á eldsneyti. Hæg rafvæðing faratækja eykur mögulegt yfirskot í losun. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Ótrúlegt en satt þá eru ýmsir sem ennþá sjá rafvæðingu samgangna allt til foráttu. Það er mikilvægt að þeir hinir sömu átti sig á því að rafbílavæðing mun ekki bara að auka orkuöryggi, efnahagstöðuleika og loftgæði fyrir alla, heldur mun hún einnig að halda aftur af verðhækkunum á olíu fyrir þá sem einhverra hluta vegna ætla ekki að skipta um orkugjafa á næstu árum. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun