„Þú fyrirgefur að ég fari ekki að ljóstra því upp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. júní 2023 12:00 Arnar kveðst spenntur fyrir leik kvöldsins við Blikalið sem hann hrósar fyrir mikinn sigurvilja í sumar. Vísir/Hulda Margrét „Ég held það megi færa góð rök fyrir því að þetta sé einn af stórleikjum sumarsins. Það er mikil eftirvænting hjá öllum,“ segir Arnar Gunnlaugsson um leik hans manna í Víkingi við Breiðablik í Bestu deild karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. Víkingur hafði unnið fyrstu níu leiki sína í deildinni fyrir 3-2 tap fyrir Val í síðustu umferð. Þrátt fyrir tapið var Arnar ánægður með frammistöðu sinna manna þar. „Ég var mjög ánægður með frammistöðuna. Stundum tekuru þátt í góðum fótboltaleik og tapar. Maður er auðvitað ekki hoppandi glaður að tapa leik en fótboltinn er stundum þannig að hlutirnir falla ekki alveg á þinn veg en ég held að við getum tekið margt gott út úr þeim leik,“ segir Arnar. Víkingur hafði aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu níu leikjunum en fékk á sig þrjú í þeim leik. Arnar segir þó ekki áhyggjuefni, enda Víkingur fengið á sig lang fæst mörk í deildinni í sumar. „Ég held að það sé betra að hugsa um að glasið sé hálffullt fremur en hálftómt. Það er rétt að við fengum á okkur þrjú mörk og höfðum fengið á okkur tvö, en við getum líka litið á það þannig að við höfum fengið á okkur fimm mörk í tíu leikjum. Það er býsna gott,“ „Þegar einbeitingin er ekki alveg upp á tíu í varnarleiknum, eins og hún var í mörkunum sem við fengum á okkur gegn Val, þá fer illa. Það mun fara illa í kvöld en við bjóðum upp á svona einbeitingarleysi. Þau mál voru rædd í aðdraganda leiksins í kvöld,“ segir Arnar. Forréttindi að takast á við Blikana Breiðablik er ríkjandi Íslandsmeistari en Víkingur bikarmeistari. Óhætt er að segja að þau tvö hafi verið þau bestu á landinu síðustu misseri og hafa þau háð marga baráttuna. Arnar kveðst hafa gaman af því að kljást við Blikana. „Þetta eru forréttindi. Þessi tvö lið hafa svolítið einokað síðustu tvö ár í íslenska boltanum og eru vel að því komin. Þessi lið og önnur líka, hafa ýtt öðrum upp á næsta stig. Þetta verður gríðarleg skák í kvöld og verður hart barist á hliðarlínunni, sem og inni á vellinum,“ segir Arnar sem hrósar kollega sínum, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Blika. „Blikarnir hafa kannski ekki verið upp á sitt besta hvað spilamennsku varðar í sumar en hafa sýnt ótrúlegan vilja og karakter í leikjum, þegar hlutirnir hafa ekki litið vel út fyrir þá, til að kreista út úrslit. Það er eitthvað sem Blikarnir hafa kannski ekki verið þekktir fyrir síðustu ár en þessi viljastyrkur er kominn inn í klúbbinn sem er kannski mikið til þjálfaranum að þakka,“ „En við erum með fimm stiga forskot, menn mega ekki gleyma því. Þannig að við mætum með kassann úti og ætlum að sýna það og sanna að við eigum heima á toppnum,“ segir Arnar. Uppskrift að fótboltaveislu Arnar var þá spurður hvort hann ætti einhverja ása uppi í erminni fyrir baráttu kvöldsins. „Þú fyrirgefur að ég fari ekki að ljóstra því upp núna,“ segir Arnar og hlær en bætir við: „Þú reynir alltaf að breyta aðeins til en á þessu stigi ertu alltaf með plan A, plan B og jafnvel plan C. Þú reynir auðvitað að koma aðeins á óvart sem hefur kannski verið einkennismerki hjá okkur Víkingum undanfarin ár að breyta aðeins til,“ „Það er mikið stolt, mikill rígur en einnig mikil virðing á milli þessara liða. Það er bara í þeirra DNA að hvorugt liðið mun leyfa sér neitt annað en að sækja til sigurs, það er ekkert flóknara en það,“ „Veðrið lítur vel út, það er nýtt gervigras hjá Blikunum og ég verð illa svikinn ef það verða ekki 2000 manns plús á leiknum í kvöld. Ef það er ekki uppskrift að góðri fótboltaveislu, þá veit ég ekki hvað,“ segir Arnar. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stúkan er á dagskrá klukkan 21:25 þar sem öll umferðin verður gerð upp af Guðmundi Benediktssyni og sérfræðingum. Besta deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Víkingur hafði unnið fyrstu níu leiki sína í deildinni fyrir 3-2 tap fyrir Val í síðustu umferð. Þrátt fyrir tapið var Arnar ánægður með frammistöðu sinna manna þar. „Ég var mjög ánægður með frammistöðuna. Stundum tekuru þátt í góðum fótboltaleik og tapar. Maður er auðvitað ekki hoppandi glaður að tapa leik en fótboltinn er stundum þannig að hlutirnir falla ekki alveg á þinn veg en ég held að við getum tekið margt gott út úr þeim leik,“ segir Arnar. Víkingur hafði aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu níu leikjunum en fékk á sig þrjú í þeim leik. Arnar segir þó ekki áhyggjuefni, enda Víkingur fengið á sig lang fæst mörk í deildinni í sumar. „Ég held að það sé betra að hugsa um að glasið sé hálffullt fremur en hálftómt. Það er rétt að við fengum á okkur þrjú mörk og höfðum fengið á okkur tvö, en við getum líka litið á það þannig að við höfum fengið á okkur fimm mörk í tíu leikjum. Það er býsna gott,“ „Þegar einbeitingin er ekki alveg upp á tíu í varnarleiknum, eins og hún var í mörkunum sem við fengum á okkur gegn Val, þá fer illa. Það mun fara illa í kvöld en við bjóðum upp á svona einbeitingarleysi. Þau mál voru rædd í aðdraganda leiksins í kvöld,“ segir Arnar. Forréttindi að takast á við Blikana Breiðablik er ríkjandi Íslandsmeistari en Víkingur bikarmeistari. Óhætt er að segja að þau tvö hafi verið þau bestu á landinu síðustu misseri og hafa þau háð marga baráttuna. Arnar kveðst hafa gaman af því að kljást við Blikana. „Þetta eru forréttindi. Þessi tvö lið hafa svolítið einokað síðustu tvö ár í íslenska boltanum og eru vel að því komin. Þessi lið og önnur líka, hafa ýtt öðrum upp á næsta stig. Þetta verður gríðarleg skák í kvöld og verður hart barist á hliðarlínunni, sem og inni á vellinum,“ segir Arnar sem hrósar kollega sínum, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Blika. „Blikarnir hafa kannski ekki verið upp á sitt besta hvað spilamennsku varðar í sumar en hafa sýnt ótrúlegan vilja og karakter í leikjum, þegar hlutirnir hafa ekki litið vel út fyrir þá, til að kreista út úrslit. Það er eitthvað sem Blikarnir hafa kannski ekki verið þekktir fyrir síðustu ár en þessi viljastyrkur er kominn inn í klúbbinn sem er kannski mikið til þjálfaranum að þakka,“ „En við erum með fimm stiga forskot, menn mega ekki gleyma því. Þannig að við mætum með kassann úti og ætlum að sýna það og sanna að við eigum heima á toppnum,“ segir Arnar. Uppskrift að fótboltaveislu Arnar var þá spurður hvort hann ætti einhverja ása uppi í erminni fyrir baráttu kvöldsins. „Þú fyrirgefur að ég fari ekki að ljóstra því upp núna,“ segir Arnar og hlær en bætir við: „Þú reynir alltaf að breyta aðeins til en á þessu stigi ertu alltaf með plan A, plan B og jafnvel plan C. Þú reynir auðvitað að koma aðeins á óvart sem hefur kannski verið einkennismerki hjá okkur Víkingum undanfarin ár að breyta aðeins til,“ „Það er mikið stolt, mikill rígur en einnig mikil virðing á milli þessara liða. Það er bara í þeirra DNA að hvorugt liðið mun leyfa sér neitt annað en að sækja til sigurs, það er ekkert flóknara en það,“ „Veðrið lítur vel út, það er nýtt gervigras hjá Blikunum og ég verð illa svikinn ef það verða ekki 2000 manns plús á leiknum í kvöld. Ef það er ekki uppskrift að góðri fótboltaveislu, þá veit ég ekki hvað,“ segir Arnar. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stúkan er á dagskrá klukkan 21:25 þar sem öll umferðin verður gerð upp af Guðmundi Benediktssyni og sérfræðingum.
Besta deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira