Mikil ánægja með Stekkjaskóla á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. júní 2023 21:06 Það var skólastjóri skólans og bæjarstjóri Árborgar, sem kipptu á borðann með aðstoð tveggja nemenda skólans við vígslu skólans í gær, 1. júní. Magnús Hlynur Hreiðarsson Borðaklipping fór fram á Selfossi þegar nýjasti grunnskólinn í Árborg, Stekkjaskóli var formlega vígður. Skólinn er í dag í fjögur þúsund fermetra byggingu og það er strax byrjað að byggja við hann fjögur þúsund fermetra í viðbót vegna mikillar fjölgun skólabarna á Selfossi. Það var skólastjóri skólans og bæjarstjóri Árborgar, sem kipptu á borðann með aðstoð tveggja nemenda skólans við vígslu skólans í gær, 1. júní. Nú eru nemendur í 1. til 5. bekk í skólanum og hafa verið frá 22. mars síðastliðnum, alls um 170 nemendur og næsta skólaár verður 1.-6. bekkur. Haustið 2024 verður 1.-7. bekkur kominn í skólann og 2. áfangi vonandi tilbúinn. Nýi skólinn, sem er fjórði grunnskólinn í Árborg er allur hinn glæsilegasti. „Stekkjaskóli er teymiskennsluskóli má segja þar, sem hver árgangur hefur sitt svæði. 30, 40 til 50 börn á svæðinu með tvo til þrjá umsjónarkennara þar sem kennarar bera sameiginlega ábyrgð á börnunum,“ segir Hilmar Björgvinsson, skólastjóri. Og framhaldið leggst vel í þig eða hvað? „Já, já, framhaldið leggst vel í mig. Nú erum við komin á okkar stað, nú höldum við áfram uppbyggingunni, við erum rétt að byrja.“ Hilmar Björgvinsson, skólastjóri Stekkjaskóla, sem er með um 170 nemendur og 35 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur 1. bekkjar sungu fyrir gesti við vígsluna. Nemendur í 1. bekk sungu fyrir gesti við vígsluna.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er glæsileg bygging og ekki bara glæsileg, það er líka svo gott að vera hérna, góð hljóðvist og einhvern veginn tekur utan um mann. Og auðvitað er þetta bara vaxandi samfélag og þess vegna er þetta mikið ánægjuefni og gleðiefni að geta opnað þennan skóla og tekið vel á móti öllum börnunum okkar, okkar fremsta fólki,“ segir Fjóla S. Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg. En hvað segja nemendur nýja skólans á Selfossi, hvað er skemmtilegast við Stekkjaskóla? „Frímínútur, frímínútur, frímínútur“ sögðu nokkur þeirra í kór. Nokkrir hressir nemendur skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Það var skólastjóri skólans og bæjarstjóri Árborgar, sem kipptu á borðann með aðstoð tveggja nemenda skólans við vígslu skólans í gær, 1. júní. Nú eru nemendur í 1. til 5. bekk í skólanum og hafa verið frá 22. mars síðastliðnum, alls um 170 nemendur og næsta skólaár verður 1.-6. bekkur. Haustið 2024 verður 1.-7. bekkur kominn í skólann og 2. áfangi vonandi tilbúinn. Nýi skólinn, sem er fjórði grunnskólinn í Árborg er allur hinn glæsilegasti. „Stekkjaskóli er teymiskennsluskóli má segja þar, sem hver árgangur hefur sitt svæði. 30, 40 til 50 börn á svæðinu með tvo til þrjá umsjónarkennara þar sem kennarar bera sameiginlega ábyrgð á börnunum,“ segir Hilmar Björgvinsson, skólastjóri. Og framhaldið leggst vel í þig eða hvað? „Já, já, framhaldið leggst vel í mig. Nú erum við komin á okkar stað, nú höldum við áfram uppbyggingunni, við erum rétt að byrja.“ Hilmar Björgvinsson, skólastjóri Stekkjaskóla, sem er með um 170 nemendur og 35 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur 1. bekkjar sungu fyrir gesti við vígsluna. Nemendur í 1. bekk sungu fyrir gesti við vígsluna.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er glæsileg bygging og ekki bara glæsileg, það er líka svo gott að vera hérna, góð hljóðvist og einhvern veginn tekur utan um mann. Og auðvitað er þetta bara vaxandi samfélag og þess vegna er þetta mikið ánægjuefni og gleðiefni að geta opnað þennan skóla og tekið vel á móti öllum börnunum okkar, okkar fremsta fólki,“ segir Fjóla S. Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg. En hvað segja nemendur nýja skólans á Selfossi, hvað er skemmtilegast við Stekkjaskóla? „Frímínútur, frímínútur, frímínútur“ sögðu nokkur þeirra í kór. Nokkrir hressir nemendur skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira