Samkvæmt nýjum tölum Vegagerðarinnar hefur umferð aukist um 10 prósent frá áramótum sem er þrisvar sinnum meira en meðaltalsaukning frá árinu 2005. Það gæti orðið heildaraukning á árinu samkvæmt spálíkani umferðardeildarinnar.
Aukningin er samt misjöfn eftir svæðum og tímum. Miðað við maí mánuði áranna 2022 og 2023 hefur umferðin aukist mest á Norðurlandi, um 11,4 prósent. Hún hefur aukist um 9,9 prósent á Austurlandi, 7,2 á Suðurlandi, 3,3 á Vesturlandi en dregist saman um 1,5 prósent á Höfuðborgarsvæðinu.
Aukin umsvif
Frá áramótum hefur umferðin aukist mest á mánudögum, um 15,8 prósent en minnst á sunnudögum, um 2,7 prósent. Heilt yfir hefur umferðin aukist meira á virkum dögum en um helgar.
Vegagerðin segir þetta gefa vísbendingar um aukin umsvif í þjóðfélaginu. „Hafa verður þó í huga að með hækkandi stýrivöxtum, gæti dregið úr umsvifum í þjóðfélaginu, sem aftur getur dregið úr vexti umferðar,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.