Lögmenn Trump funduðu um gagnamálið í dómsmálaráðuneytinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júní 2023 07:32 Fundurinn þykir til marks um að lögmenn Trump telji ákærur yfirvofandi. AP/Jose Luis Magana Þrír lögmenn Donald Trump áttu tveggja tíma fund í dómsmálaráðuneytinu í Washington í gær til að ræða framgöngu sérstaks saksóknara við rannsókn á meðhöndlun forsetans fyrrverandi á leynilegum gögnum. Hvorki dómsmálaráðherrann Merrick B. Garland né aðstoðardómsmálaráðherrann Lisa O. Monaco voru viðstödd fundinn og þá liggur ekki fyrir nákvæmlega hvað var til umræðu en vísbendingar eru uppi um að rannsókninni sé að ljúka. Lögmennirnir; James Trusty, John Rowley og Lindsey Halligan, neituðu að tjá sig við blaðamenn eftir fundinn. Skömmu eftir að honum lauk birti Trump hins vegar færslu á samfélagsmiðlinum Truth Social sem virðist benda til þess að hann geri ráð fyrir því að verða ákærður í málinu. „HVERNIG GETUR DOJ MÖGULEGA ÁKÆRT MIG, SEM GERÐI EKKERT RANGT,“ skrifaði Trump. DOJ stendur fyrir „department of justice“, dómsmálaráðuneytið. Lögmenn Trump, núverandi og fyrrverandi, hafa verið gagnrýnir á framgöngu saksóknarans Jack Smith, sem er meðal annars sakaður um ósanngirni í garð Trump. Enn á eftir að leiða vitni fyrir sérstakan kviðdóm í Flórída og þá er enn unnið að rannsókn atviks þar sem tæming sundlaugar í Mar-a-Lago var sögð hafa valdið skemmdum í herbergi þar sem myndefni úr öryggismyndavélum á heimili forsetans voru geymd. New York Times hefur hins vegar eftir heimildarmönnum að þótt engin ákvörðun um ákærur liggi fyrir geri forsetinn fyrrverandi ráð fyrir þeirri niðurstöðu. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Hvorki dómsmálaráðherrann Merrick B. Garland né aðstoðardómsmálaráðherrann Lisa O. Monaco voru viðstödd fundinn og þá liggur ekki fyrir nákvæmlega hvað var til umræðu en vísbendingar eru uppi um að rannsókninni sé að ljúka. Lögmennirnir; James Trusty, John Rowley og Lindsey Halligan, neituðu að tjá sig við blaðamenn eftir fundinn. Skömmu eftir að honum lauk birti Trump hins vegar færslu á samfélagsmiðlinum Truth Social sem virðist benda til þess að hann geri ráð fyrir því að verða ákærður í málinu. „HVERNIG GETUR DOJ MÖGULEGA ÁKÆRT MIG, SEM GERÐI EKKERT RANGT,“ skrifaði Trump. DOJ stendur fyrir „department of justice“, dómsmálaráðuneytið. Lögmenn Trump, núverandi og fyrrverandi, hafa verið gagnrýnir á framgöngu saksóknarans Jack Smith, sem er meðal annars sakaður um ósanngirni í garð Trump. Enn á eftir að leiða vitni fyrir sérstakan kviðdóm í Flórída og þá er enn unnið að rannsókn atviks þar sem tæming sundlaugar í Mar-a-Lago var sögð hafa valdið skemmdum í herbergi þar sem myndefni úr öryggismyndavélum á heimili forsetans voru geymd. New York Times hefur hins vegar eftir heimildarmönnum að þótt engin ákvörðun um ákærur liggi fyrir geri forsetinn fyrrverandi ráð fyrir þeirri niðurstöðu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira