Auðjöfur sektaður um átján milljónir fyrir hraðakstur Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2023 11:33 Frá Maríuhöfn á Álandseyjum. Eyjarnar tilheyra Finnlandi en hafa sjálfsstjórn í ýmsum málefnum. Meirihluti íbúa þar er sænskumælandi. Getty Auðugasti íbúi Álandseyja var sektaður um meira en 120.000 evrur, jafnvirði um 18,3 milljóna íslenskra króna, fyrir að aka of hratt um helgina. Hraðasektir eru tekjutengdar í Finnlandi og segist auðmaðurinn vonast til þess að sektin nýtist til að bæta heilbrigðisþjónustu. Anders Wiklöf, umsvifamikill athafnamaður, var gripinn glóðvolgur á 82 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði var fimmtíu kílómetrar á klukkustund nærri Maríuhöfn á Álandseyjum á laugardag. Hann segir staðarblaðinu Nya Åland að hann hafi verið byrjaður að hægja á sér þar sem hámarkshraði lækkaði úr sjötíu í fimmtíu en greinilega ekki nógu mikið þannig að svo fór sem fór. „Ég harma þetta virkilega og ég vona að peningarnir verði notaðir í heilbrigðisþjónustu í gegnum ríkissjóð,“ sagði Wiklöf sem missti einnig ökuskírteini sitt í tíu daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Wiklöf kemst í fréttirnar fyrir háar umferðarsektir. Hann var sektaður um 63.680 evrur, rúmar 9,6 milljónir króna, fyrir hraðakstur árið 2018 og 95.000 evrur, jafnvirði tæpra 14,4 milljóna króna, fimm árum áður. Þýski fjölmiðillinn Deutsche Welle segir að Wiklöf sér stjórnarformaður eignarhaldsfélag sem heldur meðal annars utan um þyrluþjónustu, fasteignafyrirtæki og fleiri fyrirtæki. Hann sé stundum nefndur „kóngur“ Álandseyja. Álandseyjar Finnland Umferðaröryggi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Anders Wiklöf, umsvifamikill athafnamaður, var gripinn glóðvolgur á 82 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði var fimmtíu kílómetrar á klukkustund nærri Maríuhöfn á Álandseyjum á laugardag. Hann segir staðarblaðinu Nya Åland að hann hafi verið byrjaður að hægja á sér þar sem hámarkshraði lækkaði úr sjötíu í fimmtíu en greinilega ekki nógu mikið þannig að svo fór sem fór. „Ég harma þetta virkilega og ég vona að peningarnir verði notaðir í heilbrigðisþjónustu í gegnum ríkissjóð,“ sagði Wiklöf sem missti einnig ökuskírteini sitt í tíu daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Wiklöf kemst í fréttirnar fyrir háar umferðarsektir. Hann var sektaður um 63.680 evrur, rúmar 9,6 milljónir króna, fyrir hraðakstur árið 2018 og 95.000 evrur, jafnvirði tæpra 14,4 milljóna króna, fimm árum áður. Þýski fjölmiðillinn Deutsche Welle segir að Wiklöf sér stjórnarformaður eignarhaldsfélag sem heldur meðal annars utan um þyrluþjónustu, fasteignafyrirtæki og fleiri fyrirtæki. Hann sé stundum nefndur „kóngur“ Álandseyja.
Álandseyjar Finnland Umferðaröryggi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira