Dreymir um að komast aftur á völlinn: „Það sem ég er best í“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2023 23:01 Dreymir um að spila handbolta á nýjan leik. Vísir/Hulda Margrét Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram í Olís deild kvenna og íslenska landsliðsins, hefur ekki spilað handbolta undanfarna 16 mánuði eftir að hafa fengið kórónuveiruna. Hún segist nú loks finna fyrir batamerkjum og lætur sig dreyma um að spila handbolta á nýjan leik. Frá þessu er greint í Íþróttavarpi RÚV sem er vikulegt hlaðvarp að er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum Ríkisútvarpsins. Í viðtalinu fer Ragnheiður yfir þá þrautagöngu sem hún hefur gengið undanfarna 16 mánuði og hvernig það er að geta ekki iðkað íþróttina sem hún elskar. Ragnheiður hefur ekki spilað síðan 29. janúar á síðasta ári. Hún hefur lengi vel glímt við POTS, postural orthostatic tachycardia syndrome. Um er að ræða heilkenni sem orsakar að hjartsláttartíðnin eykst við að standa upp eða setjast. Það hafði ekki háð Ragnheiði of mikið, það er þangað til hún fékk kórónuveiruna. Ragnheiður Júlíusdóttir hefur ekki spilað neinn handbolta í 16 mánuði vegna veikinda og lýsir þessum tíma sem hreinu helvíti í viðtali. https://t.co/HTArYhIRJE— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) June 6, 2023 „Ég hafði glímt við veikindi og fékk síðan covid ofan í það,“ sagði Ragnheiður í samtali við Vísi þann 23. febrúar 2022. Síðan þá hefur hún ekki spilað né æft. Hún „hefur ekki fengið staðfest að covid sé ástæða þess að einkennin mögnuðust svona upp en rannsóknir hjá læknum hafa komið eðlilega út,“ segir í frétt RÚV. Ragnheiður segir í viðtalinu að það hafi verið erfiðast að horfa á liðsfélagana spila. Hún hafi grátið mest yfir leikjum Fram. Þá hafði allt áreitið sem fylgir því að mæta á handboltaleik haft áhrif á hana. Í viðtalinu segist Ragnheiður „bara taka einn dag í einu og hefur ekki sett sér nein langtímamarkmið. Hún hefur ekki getað unnið, stundað nám eða handbolta.“ djöful sakna ég þess að negla á markið einn skemmtilegasti sigur á mínum ferli & gaman að fá svona moment inná ehf. Eins og alheimurinn vissi að eitthvað væri að fara að gerast https://t.co/hInglN2n1b— Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) May 16, 2023 Það virðist þó vera ljós við enda ganganna. Hún segir að undanfarnar tvær til þrjár vikur hafi henni liðið ágætlega og var það ein helsta ástæða þess að hún gaf RÚV viðtal. Þrátt fyrir að hún taki engu sem gefnu og hafi lært af gefinni reynslu að það sé erfitt að segja til um framtíðina þá leyfir Ragnheiður sér að dreyma um að spila handbolta á nýjan leik. „Draumurinn minn númer eitt er að spila aftur, þetta er bara mitt passion og það sem mér finnst ég eiga að gera í lífinu. Þetta er það það sem ég er best í,“ segir að endingu í viðtalinu sem má í heild sinni finna á vef RÚV. Handbolti Fram Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Sjá meira
Frá þessu er greint í Íþróttavarpi RÚV sem er vikulegt hlaðvarp að er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum Ríkisútvarpsins. Í viðtalinu fer Ragnheiður yfir þá þrautagöngu sem hún hefur gengið undanfarna 16 mánuði og hvernig það er að geta ekki iðkað íþróttina sem hún elskar. Ragnheiður hefur ekki spilað síðan 29. janúar á síðasta ári. Hún hefur lengi vel glímt við POTS, postural orthostatic tachycardia syndrome. Um er að ræða heilkenni sem orsakar að hjartsláttartíðnin eykst við að standa upp eða setjast. Það hafði ekki háð Ragnheiði of mikið, það er þangað til hún fékk kórónuveiruna. Ragnheiður Júlíusdóttir hefur ekki spilað neinn handbolta í 16 mánuði vegna veikinda og lýsir þessum tíma sem hreinu helvíti í viðtali. https://t.co/HTArYhIRJE— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) June 6, 2023 „Ég hafði glímt við veikindi og fékk síðan covid ofan í það,“ sagði Ragnheiður í samtali við Vísi þann 23. febrúar 2022. Síðan þá hefur hún ekki spilað né æft. Hún „hefur ekki fengið staðfest að covid sé ástæða þess að einkennin mögnuðust svona upp en rannsóknir hjá læknum hafa komið eðlilega út,“ segir í frétt RÚV. Ragnheiður segir í viðtalinu að það hafi verið erfiðast að horfa á liðsfélagana spila. Hún hafi grátið mest yfir leikjum Fram. Þá hafði allt áreitið sem fylgir því að mæta á handboltaleik haft áhrif á hana. Í viðtalinu segist Ragnheiður „bara taka einn dag í einu og hefur ekki sett sér nein langtímamarkmið. Hún hefur ekki getað unnið, stundað nám eða handbolta.“ djöful sakna ég þess að negla á markið einn skemmtilegasti sigur á mínum ferli & gaman að fá svona moment inná ehf. Eins og alheimurinn vissi að eitthvað væri að fara að gerast https://t.co/hInglN2n1b— Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) May 16, 2023 Það virðist þó vera ljós við enda ganganna. Hún segir að undanfarnar tvær til þrjár vikur hafi henni liðið ágætlega og var það ein helsta ástæða þess að hún gaf RÚV viðtal. Þrátt fyrir að hún taki engu sem gefnu og hafi lært af gefinni reynslu að það sé erfitt að segja til um framtíðina þá leyfir Ragnheiður sér að dreyma um að spila handbolta á nýjan leik. „Draumurinn minn númer eitt er að spila aftur, þetta er bara mitt passion og það sem mér finnst ég eiga að gera í lífinu. Þetta er það það sem ég er best í,“ segir að endingu í viðtalinu sem má í heild sinni finna á vef RÚV.
Handbolti Fram Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Sjá meira