Dauðarefsing við samkynhneigð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. júní 2023 07:31 Á dögunum undirritaði forseti Úganda löggjöf sem gengur lengst allra landa í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Þannig liggur nú m.a. dauðarefsing við samkynhneigð í ríkinu, en lögin voru samþykkt á þingi Úganda í mars með yfirgnæfandi meirihluta. Löggjöfin hefur þegar vakið upp hörð viðbrögð og fordæmingu, bæði innan Úganda og frá lýðræðisríkjunum. Skilaboð forseta þingsins í Úganda voru þau að með þessu væri þjóðin að verja menningu sína og gildi. Einn helstu stuðningsmanna málsins í þinginu sagði það vera táknrænan sigur yfir Bandaríkjunum og Evrópu. Stefna Íslands í þróunarsamvinnu byggir á mannréttindamiðaðri nálgun. Ísland starfrækir sendiráð í Úganda þar sem við höfum átt þróunarsamvinnu frá árinu 2000. Þessi nálgun byggir á þeirri forsendu að mannréttindabrot séu ein orsaka annarra vandamála í þróunarríkjum, s.s. misskiptingar, fátæktar eða spillingar, en ekki afleiðing. Mannréttindi eru þannig grundvallarforsenda þess að hægt sé að leysa úr vanda þróunarríkja til frambúðar. Raunveruleg staða mannréttinda í Úganda er mjög bágborin og fer síst batnandi. Hinsegin fólk í Úganda óttast nú um líf sitt sem aldrei fyrr. Nýja löggjöfin er enda uppskrift að enn frekari og kerfisbundnum brotum í garð þess. Þá er raunveruleg hætta á útbreiðsluáhrifum til annarra ríkja í Afríku sem muni líta til fordæmis þessarar lagasetningar. Þessar vendingar hafa verið og verða áfram til umfjöllunar hjá okkur sem sitjum í utanríkismálanefnd Alþingis og utanríkisráðherra hefur málið í skoðun. Mér þykir það borðliggjandi að við þurfum að ígrunda næstu skref í samstarfi okkar við Úganda vel. Og auðvitað þurfum við að hafa samráð við vinaþjóðir okkar sem líka starfa í landinu. Ef staða mannréttinda heldur áfram að versna þrátt fyrir áratuga samvinnu Úganda við okkur og líkt þenkjandi ríki, er e.t.v. kominn tími til að beina kröftunum þangað sem er jarðvegur fyrir raunverulegar breytingar og framþróun. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Úganda Hinsegin Mannréttindi Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum undirritaði forseti Úganda löggjöf sem gengur lengst allra landa í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Þannig liggur nú m.a. dauðarefsing við samkynhneigð í ríkinu, en lögin voru samþykkt á þingi Úganda í mars með yfirgnæfandi meirihluta. Löggjöfin hefur þegar vakið upp hörð viðbrögð og fordæmingu, bæði innan Úganda og frá lýðræðisríkjunum. Skilaboð forseta þingsins í Úganda voru þau að með þessu væri þjóðin að verja menningu sína og gildi. Einn helstu stuðningsmanna málsins í þinginu sagði það vera táknrænan sigur yfir Bandaríkjunum og Evrópu. Stefna Íslands í þróunarsamvinnu byggir á mannréttindamiðaðri nálgun. Ísland starfrækir sendiráð í Úganda þar sem við höfum átt þróunarsamvinnu frá árinu 2000. Þessi nálgun byggir á þeirri forsendu að mannréttindabrot séu ein orsaka annarra vandamála í þróunarríkjum, s.s. misskiptingar, fátæktar eða spillingar, en ekki afleiðing. Mannréttindi eru þannig grundvallarforsenda þess að hægt sé að leysa úr vanda þróunarríkja til frambúðar. Raunveruleg staða mannréttinda í Úganda er mjög bágborin og fer síst batnandi. Hinsegin fólk í Úganda óttast nú um líf sitt sem aldrei fyrr. Nýja löggjöfin er enda uppskrift að enn frekari og kerfisbundnum brotum í garð þess. Þá er raunveruleg hætta á útbreiðsluáhrifum til annarra ríkja í Afríku sem muni líta til fordæmis þessarar lagasetningar. Þessar vendingar hafa verið og verða áfram til umfjöllunar hjá okkur sem sitjum í utanríkismálanefnd Alþingis og utanríkisráðherra hefur málið í skoðun. Mér þykir það borðliggjandi að við þurfum að ígrunda næstu skref í samstarfi okkar við Úganda vel. Og auðvitað þurfum við að hafa samráð við vinaþjóðir okkar sem líka starfa í landinu. Ef staða mannréttinda heldur áfram að versna þrátt fyrir áratuga samvinnu Úganda við okkur og líkt þenkjandi ríki, er e.t.v. kominn tími til að beina kröftunum þangað sem er jarðvegur fyrir raunverulegar breytingar og framþróun. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun