Bowen tryggði West Ham sigur með marki á lokamínútunni Smári Jökull Jónsson skrifar 7. júní 2023 21:04 Jarrod Bowen og Lucas Paqueta fagna í dag. Vísir/Getty Enska liðið West Ham er sigurvegari Sambandsdeildar UEFA eftir 2-1 sigur á Fiorentina í Prag í kvöld. Jarrod Bowen skoraði sigurmark Hamranna á lokamínútu leiksins. Það var hart barist í Prag í kvöld og hófust lætin með ólátum á milli stuðningsmanna félaganna en fréttir bárust af því að stuðningsmenn Fiorentina hefðu ráðist á stuðningsmenn West Ham í Prag í dag. Í fyrri hálfleik leiksins í dag gerðu síðan stuðningsmenn West Ham sig seka um slæma hegðun. Plastglösum var kastað í átt að Cristano Biraghi, fyrirliða Fiorentina, þegar hann var að taka hornspyrnu. Eitt glasanna hæfði Biraghi svo að úr blæddi. Gera þurfti hlé á leiknum til að hjúkra Biraghi en dómari leiksins ákvað þó að halda leik áfram. Í síðari hálfleik komu síðan mörkin þrjú. West Ham komst yfir með marki úr vítaspyrnu á 62. mínútu en vítið var dæmt eftir að boltinn fór í hönd leikmanns Fiorentina í teignum. Skömmu síðar jafnaði hins vegar Giacoma Bonaventura fyrir Fiorentina með góðu skoti úr teignum. Það stefndi síðan allt í framlengingu þegar Jarrod Bowen slapp skyndilega einn í gegnum vörn Fiorentina. Hann gerði vel í að halda varnarmönnum ítalska liðsins frá sér og kláraði af mikill fagmennsku. David Moyes fagnar hér sigurmarki Jarrod Bowen.Vísir/Getty Stuðningsmenn West Ham ærðust í stúkunni og David Moyes, knattspyrnustjóri liðsins, sömuleiðis á hliðarlínunni. Þetta er annar Evróputitill West Ham í sögunni. Liðið vann sigur í UEFA-bikarnum árið 1965 en síðasti stóri titill félagsins kom árið 1980 þegar liðið vann sigur í FA-bikarnum. Sambandsdeild Evrópu
Enska liðið West Ham er sigurvegari Sambandsdeildar UEFA eftir 2-1 sigur á Fiorentina í Prag í kvöld. Jarrod Bowen skoraði sigurmark Hamranna á lokamínútu leiksins. Það var hart barist í Prag í kvöld og hófust lætin með ólátum á milli stuðningsmanna félaganna en fréttir bárust af því að stuðningsmenn Fiorentina hefðu ráðist á stuðningsmenn West Ham í Prag í dag. Í fyrri hálfleik leiksins í dag gerðu síðan stuðningsmenn West Ham sig seka um slæma hegðun. Plastglösum var kastað í átt að Cristano Biraghi, fyrirliða Fiorentina, þegar hann var að taka hornspyrnu. Eitt glasanna hæfði Biraghi svo að úr blæddi. Gera þurfti hlé á leiknum til að hjúkra Biraghi en dómari leiksins ákvað þó að halda leik áfram. Í síðari hálfleik komu síðan mörkin þrjú. West Ham komst yfir með marki úr vítaspyrnu á 62. mínútu en vítið var dæmt eftir að boltinn fór í hönd leikmanns Fiorentina í teignum. Skömmu síðar jafnaði hins vegar Giacoma Bonaventura fyrir Fiorentina með góðu skoti úr teignum. Það stefndi síðan allt í framlengingu þegar Jarrod Bowen slapp skyndilega einn í gegnum vörn Fiorentina. Hann gerði vel í að halda varnarmönnum ítalska liðsins frá sér og kláraði af mikill fagmennsku. David Moyes fagnar hér sigurmarki Jarrod Bowen.Vísir/Getty Stuðningsmenn West Ham ærðust í stúkunni og David Moyes, knattspyrnustjóri liðsins, sömuleiðis á hliðarlínunni. Þetta er annar Evróputitill West Ham í sögunni. Liðið vann sigur í UEFA-bikarnum árið 1965 en síðasti stóri titill félagsins kom árið 1980 þegar liðið vann sigur í FA-bikarnum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti