Breyting á veiðisvæði Sandár Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2023 13:44 Kristján hjá Fish Partner með einn af stóru hængunum sem veiðast oft í Sandá á haustin Sandá í Þjórsárdal er einstaklega skemmtileg á að veiða enda rennur hún um breytilegt landslag og geymir oft stóra laxa. Hún er bæði mikil áskorun, ekki auðveidd en fyrir góða veiðimenn er þetta frábær á sem krefst góðrar tækni og það lykilatriði að lesa vatnið vel. Þarna veiðast oft rígvænir laxar á hverju sumri og það er helst síðsumarsveiðin sem veiðimenn hafa sótt í en aín hefur oft gefið best þegar vatnið hækkar í henni. Ef hún er vatnslítil vill laxinn hanga á neðstu svæðunum niður í ós en veiði hefur ekki verið heimil þar. Núna frá og með þessu sumri verður hins vegar breyting á. Frá og með komandi tímabili mun veiði neðan brúar vera leyfileg, auk þess sem veiða má ós Sandár og Þjórsár. Að auki verður leyfilegt að veiða 200 metra upp og niður bakka Þjórsár, frá ármótum. Þetta er mikil bót fyrir veiðisvæðið því laxinn á það til að hanga niðri í ármótum fram á síðla sumars, eða þangað til að vatn eykst í Sandánni. Stangveiði Mest lesið Bleikjan orðin fáliðuð í Elliðavatni Veiði Haustveiðin með ágætum í Eystri Rangá Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Örfáar stangir lausar í Elliðaánum Veiði Laxarnir streyma upp á stöng úr Urriðafossi Veiði Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Elliðaárnar opnuðu í gær Veiði Opið bréf til Þingvallanefndar frá Landssambandi Stangaveiðifélaga Veiði Mokveiða makríl við Keflavíkurhöfn Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði
Hún er bæði mikil áskorun, ekki auðveidd en fyrir góða veiðimenn er þetta frábær á sem krefst góðrar tækni og það lykilatriði að lesa vatnið vel. Þarna veiðast oft rígvænir laxar á hverju sumri og það er helst síðsumarsveiðin sem veiðimenn hafa sótt í en aín hefur oft gefið best þegar vatnið hækkar í henni. Ef hún er vatnslítil vill laxinn hanga á neðstu svæðunum niður í ós en veiði hefur ekki verið heimil þar. Núna frá og með þessu sumri verður hins vegar breyting á. Frá og með komandi tímabili mun veiði neðan brúar vera leyfileg, auk þess sem veiða má ós Sandár og Þjórsár. Að auki verður leyfilegt að veiða 200 metra upp og niður bakka Þjórsár, frá ármótum. Þetta er mikil bót fyrir veiðisvæðið því laxinn á það til að hanga niðri í ármótum fram á síðla sumars, eða þangað til að vatn eykst í Sandánni.
Stangveiði Mest lesið Bleikjan orðin fáliðuð í Elliðavatni Veiði Haustveiðin með ágætum í Eystri Rangá Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Örfáar stangir lausar í Elliðaánum Veiði Laxarnir streyma upp á stöng úr Urriðafossi Veiði Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Elliðaárnar opnuðu í gær Veiði Opið bréf til Þingvallanefndar frá Landssambandi Stangaveiðifélaga Veiði Mokveiða makríl við Keflavíkurhöfn Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði