Einkunnagjöfinni fylgi nú meira streita Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júní 2023 21:01 Jóhann segir það leiðinlega tilfinningu að líða eins og manni sé ekki treyst. Æ fleiri foreldrar hafa samband vegna einkunnagjafar barna sinna. Vísir/Sigurjón Foreldrar barna sem eru að ljúka grunnskóla reyna í auknum mæli að hafa áhrif á einkunnagjöf barna sinna. Skólastjóri segir um nýjan streituvald að ræða. Í kvöld rennur út frestur til að sækja um í framhaldsskóla. Jóhann Skagfjörð, skólastjóri Garðaskóla segist ekki kannast við beinar hótanir foreldra en segir það hafa færst í aukana að foreldrar hafi samband til að fá rökstuðning á einkunnagjöf barna sinna. Hann segir það sjálfsagt að fara yfir málin með foreldrum en telur þetta þó aukinn streituvald fyrir kennara og stjórnendur í skólum. Skólastjóri í Hafnarfirði sagði í fréttum RÚV í gær að hann hafi heyrt af foreldrum sem hóta kennurum vegna einkunna barna sinna sem eru að ljúka grunnskóla og á leið í framhaldsskóla. Nokkur ár eru síðan einkunnagjöf var breytt og farið frá tölustöfum í bókstafi. Jóhann segir að horft sé til hæfni nemenda og að baki hvers verkefnis séu ólík hæfniviðmið og misjafnt hversu mörg eru að baki hverju verkefni. Hann segir að mögulega séu foreldrar enn að læra á þetta og hvernig það virki. „Kennarar, við erum fagstétt og erum stolt af okkar starfi og leggjum metnað í það og viljuð auðvitað að okkar fagmennska sé í fyrirrúmi að hún sé ekki dregin í efa. Við reynum svo sannarlega að hjálpa þeim eins mikið og við getum og gefum þeim eins hátt og við getum, en við verðum að vera fagleg,“ segir Jóhann. Ekki allir sáttir Hann segir að í skólanum hafi útskrifast í gær um 200 nemendur og að foreldrar einhverra hafi haft samband vegna einkunna. Flestir séu sáttir,en það séu það ekki allir. Hann segir að það hafi komið fyrir að mistök hafi verið gerð og of lágar einkunnir gefnar og að það hafi ávallt verið lagað þegar það hefur komið í ljós. „Það er sjálfsagt að við séum spurð út í og að foreldra og nemendur fái rökstuðning á einkunnagjöf,“ segir Jóhann og að eins sé jákvætt að bæði nemendur og foreldrar hafi samband. En að á sama tíma geti þessu fylgt tilfinning um vantraust sem sé ekki góð tilfinning. „Þetta er líka aukið álag.“ Framhaldsskólar Garðabær Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Einn bókstafur notaður til að fleyta rjómann af nemendahópnum Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, segir að þeir framhaldsskólar sem vilji fleyta rjómann af hópi sextán ára unglinga ættu einfaldlega að hafa inntökupróf þar sem færustu nemendurnir í bóklegum fögum geta einfaldlega keppst um að komast að. Á fimmta þúsund 10. bekkinga komast að því á næstunni hvort þeir fái inni í draumaframhaldskólanum. 8. júní 2023 16:00 „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Jóhann Skagfjörð, skólastjóri Garðaskóla segist ekki kannast við beinar hótanir foreldra en segir það hafa færst í aukana að foreldrar hafi samband til að fá rökstuðning á einkunnagjöf barna sinna. Hann segir það sjálfsagt að fara yfir málin með foreldrum en telur þetta þó aukinn streituvald fyrir kennara og stjórnendur í skólum. Skólastjóri í Hafnarfirði sagði í fréttum RÚV í gær að hann hafi heyrt af foreldrum sem hóta kennurum vegna einkunna barna sinna sem eru að ljúka grunnskóla og á leið í framhaldsskóla. Nokkur ár eru síðan einkunnagjöf var breytt og farið frá tölustöfum í bókstafi. Jóhann segir að horft sé til hæfni nemenda og að baki hvers verkefnis séu ólík hæfniviðmið og misjafnt hversu mörg eru að baki hverju verkefni. Hann segir að mögulega séu foreldrar enn að læra á þetta og hvernig það virki. „Kennarar, við erum fagstétt og erum stolt af okkar starfi og leggjum metnað í það og viljuð auðvitað að okkar fagmennska sé í fyrirrúmi að hún sé ekki dregin í efa. Við reynum svo sannarlega að hjálpa þeim eins mikið og við getum og gefum þeim eins hátt og við getum, en við verðum að vera fagleg,“ segir Jóhann. Ekki allir sáttir Hann segir að í skólanum hafi útskrifast í gær um 200 nemendur og að foreldrar einhverra hafi haft samband vegna einkunna. Flestir séu sáttir,en það séu það ekki allir. Hann segir að það hafi komið fyrir að mistök hafi verið gerð og of lágar einkunnir gefnar og að það hafi ávallt verið lagað þegar það hefur komið í ljós. „Það er sjálfsagt að við séum spurð út í og að foreldra og nemendur fái rökstuðning á einkunnagjöf,“ segir Jóhann og að eins sé jákvætt að bæði nemendur og foreldrar hafi samband. En að á sama tíma geti þessu fylgt tilfinning um vantraust sem sé ekki góð tilfinning. „Þetta er líka aukið álag.“
Framhaldsskólar Garðabær Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Einn bókstafur notaður til að fleyta rjómann af nemendahópnum Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, segir að þeir framhaldsskólar sem vilji fleyta rjómann af hópi sextán ára unglinga ættu einfaldlega að hafa inntökupróf þar sem færustu nemendurnir í bóklegum fögum geta einfaldlega keppst um að komast að. Á fimmta þúsund 10. bekkinga komast að því á næstunni hvort þeir fái inni í draumaframhaldskólanum. 8. júní 2023 16:00 „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Einn bókstafur notaður til að fleyta rjómann af nemendahópnum Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, segir að þeir framhaldsskólar sem vilji fleyta rjómann af hópi sextán ára unglinga ættu einfaldlega að hafa inntökupróf þar sem færustu nemendurnir í bóklegum fögum geta einfaldlega keppst um að komast að. Á fimmta þúsund 10. bekkinga komast að því á næstunni hvort þeir fái inni í draumaframhaldskólanum. 8. júní 2023 16:00
„Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01