Ölgerðin vinnur að því að fá vottun sem hinsegin vænn vinnustaður Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júní 2023 13:32 Mynd af Daníel E. Arnarssyni, framkvæmdastjóra Samtakanna 78 og Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar eftir að þeir höfðu skrifað undir viljayfirlýsinguna. Aðsend Forstjóri Ölgerðarinnar er stoltur af því að fyrirtækið sé það fyrsta hér á landi, sem vinnur að því að fá vottun sem hinsegin vænn vinnustaður. Ölgerðin og Samtökin 78 skrifuðu nýlega undir viljayfirlýsingu þar sem stefnt er að því að Ölgerðin fái vottun sem hinsegin vænn vinnustaður, fyrst fyrirtækja á Íslandi. Um tilraunaverkefni er að ræða en í því felst meðal annars fræðsla til starfsfólks, kannanir verða framkvæmdar, úttekt á fyrirtækinu með hinseginleika í huga og loks formleg vottun af hálfu Samtakanna 78 fyrir árslok 2023. Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar. „Já á mannamáli snýst þetta um hjá okkur í Ölgerðinni að búa til og hlúa að menningu, sem er fordómalaus og styður að allir eigi jafna möguleika. Við erum að leggja mikla áherslu á fjölbreytileika hjá okkur. Einsleitur hópur starfsmanna mun ekki taka bestu ákvarðanirnar, það verður ekki besta fyrirtækið í framtíðinni,“ segir Andri Þór. Hjá Ölgerðinni eru 375 stöðugildi starfsmanna. En er mikið af hinsegin starfsfólki þar? Hjá Ölgerðinni eru 375 stöðugildi starfsmanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það þekki ég ekkert en án efa, það hlýtur að vera en ég skipti mér auðvitað ekkert af því,“ segir Andri Þór. Þannig að þið eruð ekkert að spá í það? „Nei, nei, það skiptir ekki máli. Aðalmálið er það að hér sé fordómalaus menning og að öllum líði vel í vinnunni hvernig sem þeir eru.“ Hvað heldur þú að þessi samningur gefi ykkur? „Fyrst og fremst víðsýni og kannski meiri samkennd og kannski gerir þetta okkur, sem fyrirtæki að betri þjóðfélagsþegni ef við getum orðað það þannig,“ segir Andri Þór. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, sem er stoltur af nýju viljayfirlýsingunni við Samtökin 78.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hinsegin Reykjavík Ölgerðin Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Ölgerðin og Samtökin 78 skrifuðu nýlega undir viljayfirlýsingu þar sem stefnt er að því að Ölgerðin fái vottun sem hinsegin vænn vinnustaður, fyrst fyrirtækja á Íslandi. Um tilraunaverkefni er að ræða en í því felst meðal annars fræðsla til starfsfólks, kannanir verða framkvæmdar, úttekt á fyrirtækinu með hinseginleika í huga og loks formleg vottun af hálfu Samtakanna 78 fyrir árslok 2023. Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar. „Já á mannamáli snýst þetta um hjá okkur í Ölgerðinni að búa til og hlúa að menningu, sem er fordómalaus og styður að allir eigi jafna möguleika. Við erum að leggja mikla áherslu á fjölbreytileika hjá okkur. Einsleitur hópur starfsmanna mun ekki taka bestu ákvarðanirnar, það verður ekki besta fyrirtækið í framtíðinni,“ segir Andri Þór. Hjá Ölgerðinni eru 375 stöðugildi starfsmanna. En er mikið af hinsegin starfsfólki þar? Hjá Ölgerðinni eru 375 stöðugildi starfsmanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það þekki ég ekkert en án efa, það hlýtur að vera en ég skipti mér auðvitað ekkert af því,“ segir Andri Þór. Þannig að þið eruð ekkert að spá í það? „Nei, nei, það skiptir ekki máli. Aðalmálið er það að hér sé fordómalaus menning og að öllum líði vel í vinnunni hvernig sem þeir eru.“ Hvað heldur þú að þessi samningur gefi ykkur? „Fyrst og fremst víðsýni og kannski meiri samkennd og kannski gerir þetta okkur, sem fyrirtæki að betri þjóðfélagsþegni ef við getum orðað það þannig,“ segir Andri Þór. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, sem er stoltur af nýju viljayfirlýsingunni við Samtökin 78.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hinsegin Reykjavík Ölgerðin Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira