Hákon Arnar og Mikael meðal fimm bestu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2023 22:45 Þessir tveir áttu frábært tímabil. Samsett/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Neville Anderson voru meðal þeirra fimm leikmanna sem danski miðillinn Tipsbladet valdi sem fimm bestu sóknarþenkjandi miðjumenn dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Hákon Arnar spilaði stóra rullu í liði FC Kaupmannahafnar sem stóð upp sem Danmerkurmeistari annað tímabilið í röð. Þá átti Mikael frábært tímabil með AGF sem endaði í 3. sæti og komst þar af leiðandi í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Hinn 24 ára gamli Mikael er í 5. sæti listans. Hann spilaði alls 26 deildarleiki á nýafstaðinni leiktíð, skoraði 5 mörk, gaf eina stoðsendingu og skapaði 22 færi fyrir samherja sína. Mikael Anderson fagnar marki gegn sínu gamla liði.Getty/Lars Ronbog Á vef Tipsbladet segir að Mikael hafi sýnt að hann sé hverrar krónu virði en AGF keypti hann á 15 milljónir danskra króna [303 milljónir íslenskra króna] árið 2021. Sérfræðingar töldu AGF hafa borgað alltof mikið fyrir íslenska miðjumanninn en hann hefur stigið upp síðan þá og á stóran þátt í frábæru gengi AGF á leiktíðinni. Hinn tvítugi Hákon Arnar er í 3. sæti listans. Hann spilaði alls 29 deildarleiki, skoraði 4 mörk, gaf 4 stoðsendingar og skapaði 34 færi fyrir samherja sína. Hákon Arnar átti mjög gott tímabil en FCK vann bæði deild og bikar ásamt því að spila í riðlakeppni Meistaradeild Evrópu.FC Kaupmannahöfn Á vef Tipsbaldet segir að Hákon Arnar geti spilað nær hvar sem er framarlega á vellinum en hann var að mestu notaður sem fremsti maður hjá FCK á leiktíðinni. Honum líður þó best í stöðu sóknarþenkjandi miðjumanns sem fær leyfi til að sækja þangað sem hann vill. Tipsbladet telur Hákon Arnar vera frábæran leikmann sem FCK mun á endanum selja fyrir gríðarlegan pening. Þá sé hann að öllum líkindum besti leikmaður deildarinnar þegar kemur að hápressu þar sem hann sé hlaupandi nærri allan leikinn. Hér má sjá listann í heild sinni. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Hákon Arnar spilaði stóra rullu í liði FC Kaupmannahafnar sem stóð upp sem Danmerkurmeistari annað tímabilið í röð. Þá átti Mikael frábært tímabil með AGF sem endaði í 3. sæti og komst þar af leiðandi í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Hinn 24 ára gamli Mikael er í 5. sæti listans. Hann spilaði alls 26 deildarleiki á nýafstaðinni leiktíð, skoraði 5 mörk, gaf eina stoðsendingu og skapaði 22 færi fyrir samherja sína. Mikael Anderson fagnar marki gegn sínu gamla liði.Getty/Lars Ronbog Á vef Tipsbladet segir að Mikael hafi sýnt að hann sé hverrar krónu virði en AGF keypti hann á 15 milljónir danskra króna [303 milljónir íslenskra króna] árið 2021. Sérfræðingar töldu AGF hafa borgað alltof mikið fyrir íslenska miðjumanninn en hann hefur stigið upp síðan þá og á stóran þátt í frábæru gengi AGF á leiktíðinni. Hinn tvítugi Hákon Arnar er í 3. sæti listans. Hann spilaði alls 29 deildarleiki, skoraði 4 mörk, gaf 4 stoðsendingar og skapaði 34 færi fyrir samherja sína. Hákon Arnar átti mjög gott tímabil en FCK vann bæði deild og bikar ásamt því að spila í riðlakeppni Meistaradeild Evrópu.FC Kaupmannahöfn Á vef Tipsbaldet segir að Hákon Arnar geti spilað nær hvar sem er framarlega á vellinum en hann var að mestu notaður sem fremsti maður hjá FCK á leiktíðinni. Honum líður þó best í stöðu sóknarþenkjandi miðjumanns sem fær leyfi til að sækja þangað sem hann vill. Tipsbladet telur Hákon Arnar vera frábæran leikmann sem FCK mun á endanum selja fyrir gríðarlegan pening. Þá sé hann að öllum líkindum besti leikmaður deildarinnar þegar kemur að hápressu þar sem hann sé hlaupandi nærri allan leikinn. Hér má sjá listann í heild sinni.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira