Í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík kemur fram að upplýsingatæknideildin sinni hugbúnaðarþróun og notendaþjónustu gagnvart nemendum og starfsfólki á sviði upplýsingatækni. Telji sá hópur um 5.200 manns og umfangið því talsvert.
Kristján hefur áður starfað sem forstöðumaður hjá Advania og við gæða- og öryggismál hjá Eflu, Arion banka og Taugagreiningu. Hann lærði Kerfisfræði við háskólann í Skövde og lauk í vor MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík.