Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Magnús Jochum Pálsson og Kristján Már Unnarsson skrifa 15. júní 2023 16:10 Inntakslón myndast ofan við stíflu Hvammsvirkjunar. Landsvirkjun Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. Úrskurðurinn hefur ekki verið birtur en Karólína Finnbjörnsdóttir lögmaður, sem sæti á í nefndinni, staðfestir í samtali við fréttastofu að nefndin hafi fellt virkjunarleyfið úr gildi vegna ágalla. Hún segir að kærendur hafi verið allmargir, þeirra á meðal veiðifélag og náttúruverndarsamtök. Karolína segir úrskurðinn sennilega þann ítarlegasta sem kveðinn hafi verið upp af nefndinni. Í honum séu jafnframt veittar leiðbeiningar um hvað betur mætti fara. Landsvirkjun hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ákvörðun nefndarinnar séu vonbrigði og slæmar fréttir fyrir íslenskt samfélag Ógildir framkvæmdaleyfi Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær framkvæmdaleyfi fyrir virkjunina en sama dag frestaði sveitarstjórn Rangárþings ytra afgreiðslu málsins fram í næstu viku. Niðurfelling virkjunarleyfisins ógildir væntanlega framkvæmdaleyfi þar sem virkjunarleyfi er forsenda framkvæmdaleyfis. Landsvirkjun hefur í á þriðja áratug unnið að undirbúningi fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar en deilur vegna virkjunarinnar hafa verið töluverðar. Uppsett afl virkjunarinnar á að vera 95 MW. Það tók Orkustofnun nítján mánuði að gefa út virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar og gagnrýndi forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, í fyrra hve langan tíma það hefði tekið. „Áður fyrr hefur þetta tekið svona um þrjá og hálfan mánuð. Þannig að þetta er óheppilegt,“ sagði hann í viðtali við Stöð 2. Landsvirkjun hefur boðið út fyrstu undirbúningsáfanga framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tilboð átti að opna strax í næstu viku og var stefnt að því að hefja framkvæmdir í næsta mánuði. Þau áform eru núna uppnámi eftir ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 í gærkvöldi með viðtali við oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem taldi deilum um virkjunina lokið: Umhverfismál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08 Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35 Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem yrði fyrsta virkjunin í neðri Þjórsá, 95 megavött að stærð. 24. desember 2022 14:29 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Úrskurðurinn hefur ekki verið birtur en Karólína Finnbjörnsdóttir lögmaður, sem sæti á í nefndinni, staðfestir í samtali við fréttastofu að nefndin hafi fellt virkjunarleyfið úr gildi vegna ágalla. Hún segir að kærendur hafi verið allmargir, þeirra á meðal veiðifélag og náttúruverndarsamtök. Karolína segir úrskurðinn sennilega þann ítarlegasta sem kveðinn hafi verið upp af nefndinni. Í honum séu jafnframt veittar leiðbeiningar um hvað betur mætti fara. Landsvirkjun hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ákvörðun nefndarinnar séu vonbrigði og slæmar fréttir fyrir íslenskt samfélag Ógildir framkvæmdaleyfi Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær framkvæmdaleyfi fyrir virkjunina en sama dag frestaði sveitarstjórn Rangárþings ytra afgreiðslu málsins fram í næstu viku. Niðurfelling virkjunarleyfisins ógildir væntanlega framkvæmdaleyfi þar sem virkjunarleyfi er forsenda framkvæmdaleyfis. Landsvirkjun hefur í á þriðja áratug unnið að undirbúningi fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar en deilur vegna virkjunarinnar hafa verið töluverðar. Uppsett afl virkjunarinnar á að vera 95 MW. Það tók Orkustofnun nítján mánuði að gefa út virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar og gagnrýndi forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, í fyrra hve langan tíma það hefði tekið. „Áður fyrr hefur þetta tekið svona um þrjá og hálfan mánuð. Þannig að þetta er óheppilegt,“ sagði hann í viðtali við Stöð 2. Landsvirkjun hefur boðið út fyrstu undirbúningsáfanga framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tilboð átti að opna strax í næstu viku og var stefnt að því að hefja framkvæmdir í næsta mánuði. Þau áform eru núna uppnámi eftir ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 í gærkvöldi með viðtali við oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem taldi deilum um virkjunina lokið:
Umhverfismál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08 Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35 Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem yrði fyrsta virkjunin í neðri Þjórsá, 95 megavött að stærð. 24. desember 2022 14:29 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35
Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem yrði fyrsta virkjunin í neðri Þjórsá, 95 megavött að stærð. 24. desember 2022 14:29
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14