Telma Ívarsdóttir: Erum á góðum stað Árni Jóhannsson skrifar 15. júní 2023 22:18 Telma Ívarsdóttir átti frábæran leik í kvöld og hélt markinu skínandi hreinu. Vísir/Diego Breiðablik vann Þrótt með þremur mörkum gegn engu í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Agla María Albertsdóttir skoraði þrjú mörk en Telma Ívarsdóttir markvörður var engu síður mikilvæg í sigrinum en Þróttarar fengu mjög mörg færi sem Telma sá við alltaf. Henni fannst Blikar komast inn í leikin mjög vel eftir stirða byrjun. „Mér fannst við vera frekar taugaóstyrkar í byrjun leiksins og vissum ekki alveg hvernig við áttum að leysa úr pressunni þeirra. Þær fengu færi á köflum og náðu einhverjum stungusendingum í gegn. Við kláruðum okkar færi og ég er mjög ánægð með að við höfum náð að klára það sem við fengum. Svo í seinni hálfleik þá vildum við ekkert sérlega halda í boltann og vildum bara halda þessu. Vorum smá stressaðar. Við náðum að halda þessu og fengum ekki mark á okkur. Mér fannst ganga betur að loka á þær í seinni hálfleik frekar en í fyrri hálfleik. Við gáfum einhverjar ódýrar aukaspyrnur. Annars bara mjög ánægð með sigurinn og að halda hreinu.“ Á úrslitunum að dæma mætti halda að þetta hafi verið fullkomin frammistaða. Var Telma á því að þetta hafi verið fullkomin frammistaða? „Nei, segi það kannski ekki. Það er alltaf eitthvað sem hægt er að bæta.“ Telma átti mjög góðan leik og varði allt sem kom að marki. Var hún einhvern tíma í vafa varðandi þau verkefni sem hún þurfti að taka á? „Mér leið bara vel. Ég er mjög ánægð með mína frammistöðu í kvöld. Ég varði mjög vel á köflum og það skipti alveg máli í leik eins og þessum. Mér líður vel að spila á þessum velli þannig að það gekk vel í kvöld.“ Blikar hafa undanfarin tvö ár lagt Þrótt á leið sinni í úrslitin. Liðin mættust í úrslitum 2021 en Blikar töpuðu í úrslitum á síðustu leiktíð. Það er væntanlega stefnt að sigri í ár þar sem Valur er úr leik og Breiðablik hefur þegar lagt Þrótt? „Við setjum alltaf stefnuna á að vinna bikarinn. Það er allt eða ekkert í bikarnum og við ætlum okkur alla leið.“ Telma fékk væna byltu þegar hún ætlaði að kýla boltann út úr teignum og þurfti aðhlynningu en hún sagðist vera farin að finna fyrir smá verkjum þegar adrenalínið var að renna úr henni. Það væri samt ekki leikur fyrr en á miðvikudaginn þannig að þetta verður líklega orðið gott þá. Að lokum var markvörðurinn frækni spurð hvað svona sigrar gera fyrir sjálfstraust liðsins. „Mér finnst liðið vera á mjög góðum stað núna en að sjálfsögðu gerir þetta gott fyrir sjálfstraustið. Að vinna í bikarnum, ná að halda hreinu og klára færin okkar. Það bætir alltaf sjálfstraustið.“ Breiðablik Mjólkurbikar kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur R. - Breiðablik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli. 15. júní 2023 21:50 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
„Mér fannst við vera frekar taugaóstyrkar í byrjun leiksins og vissum ekki alveg hvernig við áttum að leysa úr pressunni þeirra. Þær fengu færi á köflum og náðu einhverjum stungusendingum í gegn. Við kláruðum okkar færi og ég er mjög ánægð með að við höfum náð að klára það sem við fengum. Svo í seinni hálfleik þá vildum við ekkert sérlega halda í boltann og vildum bara halda þessu. Vorum smá stressaðar. Við náðum að halda þessu og fengum ekki mark á okkur. Mér fannst ganga betur að loka á þær í seinni hálfleik frekar en í fyrri hálfleik. Við gáfum einhverjar ódýrar aukaspyrnur. Annars bara mjög ánægð með sigurinn og að halda hreinu.“ Á úrslitunum að dæma mætti halda að þetta hafi verið fullkomin frammistaða. Var Telma á því að þetta hafi verið fullkomin frammistaða? „Nei, segi það kannski ekki. Það er alltaf eitthvað sem hægt er að bæta.“ Telma átti mjög góðan leik og varði allt sem kom að marki. Var hún einhvern tíma í vafa varðandi þau verkefni sem hún þurfti að taka á? „Mér leið bara vel. Ég er mjög ánægð með mína frammistöðu í kvöld. Ég varði mjög vel á köflum og það skipti alveg máli í leik eins og þessum. Mér líður vel að spila á þessum velli þannig að það gekk vel í kvöld.“ Blikar hafa undanfarin tvö ár lagt Þrótt á leið sinni í úrslitin. Liðin mættust í úrslitum 2021 en Blikar töpuðu í úrslitum á síðustu leiktíð. Það er væntanlega stefnt að sigri í ár þar sem Valur er úr leik og Breiðablik hefur þegar lagt Þrótt? „Við setjum alltaf stefnuna á að vinna bikarinn. Það er allt eða ekkert í bikarnum og við ætlum okkur alla leið.“ Telma fékk væna byltu þegar hún ætlaði að kýla boltann út úr teignum og þurfti aðhlynningu en hún sagðist vera farin að finna fyrir smá verkjum þegar adrenalínið var að renna úr henni. Það væri samt ekki leikur fyrr en á miðvikudaginn þannig að þetta verður líklega orðið gott þá. Að lokum var markvörðurinn frækni spurð hvað svona sigrar gera fyrir sjálfstraust liðsins. „Mér finnst liðið vera á mjög góðum stað núna en að sjálfsögðu gerir þetta gott fyrir sjálfstraustið. Að vinna í bikarnum, ná að halda hreinu og klára færin okkar. Það bætir alltaf sjálfstraustið.“
Breiðablik Mjólkurbikar kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur R. - Breiðablik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli. 15. júní 2023 21:50 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Leik lokið: Þróttur R. - Breiðablik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli. 15. júní 2023 21:50
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti