Símastulds- og byrlunarmál í saltpækli fyrir norðan Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2023 15:40 Lögregluembættið á Norðurlandi eystra hefur nú haft til rannsóknar tveggja ára gamalt mál sem varðar meinta byrlun og símastuld frá Páli Steingrímssyni skipstjóra hjá Samherja. Að sögn Eyþórs Þorbergssonar varasaksóknara verður ekkert að frétta af rannsókn málsins fyrr en í haust, í fyrsta lagi. En meðal þess sem lögregla rannsakar er sími í eigu Ríkisútvarpsins og hefur Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra verið sendar fyrirspurnir varðandi hann. Að sögn Eyþórs Þorbergssonar varasaksóknara hjá lögregluembættinu á Norðurlandi eystra verður ekkert að frétta af rannsókn á máli sem tengist meintri byrlun og símastuldi af Páli Steingrímssyni skipstjóra fyrr en í allra fyrsta lagi í haust. Málið liggur því í saltpækli þó langt sé síðan það kom upp. „Málið er í ferli,“ segir Eyþór í samtali við Vísi spurður um hvernig rannsókn málsins líði. „Við erum að reyna að fá gögn frá samskiptamiðlum sem tekur alveg ógurlega langan tíma. Við höfum verið að senda bréf til Bandaríkjanna og óska eftir gögnum. Við ætlum að klára rannsóknina og gera það sem við getum til að komast að því hvað gerðist þarna. Svo verður það bara metið, hvað verður gert. Eins og í öllum öðrum rannsóknum.“ Eins og Vísir greindi ítarlega frá í febrúar á síðasta ári, og reyndar oft í tengdum fréttum, hefur lögregluembættið fyrir norðan verið með mál sem varðar Pál Steingrímsson skipstjóra hjá Samherja til rannsóknar. Hann veiktist alvarlega 3. maí 2021 og missti meðvitund. Páll telur víst að honum hafi verið byrlað, svefnlyfinu Imovane blandað við bjór sem hann drakk og í kjölfarið hafi síma hans verið stolið. Á gögnum sem fengin voru úr síma hans byggði svo fréttaflutningur Kjarnans og Stundarinnar af hinni svokölluðu skæruliðadeild Samherja sem vildi hafa áhrif á umræðu um fréttaflutning af umsvifum Samherja í Namibíu. Hin meinta byrlun og símastuldur snýr þannig að fréttaflutningi en í þessu sakamáli hafa fjórir blaðamenn stöðu sakbornings. Þetta eru þau Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður á Kjarnanum og Þórður Snær Júlíusson ritstjóri þar. Síðan hafa Stundin og Kjarninn sameinast. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri en myndin er frá þeim tíma sem hann var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Lögregluembættið á Norðurlandi eystra hefur staðið í bréfaskriftum við Stefán og óskað eftir upplýsingum sem hann hefur verið tregur til að veita.vísir/vilhelm Það sem svo einkum vekur athygli er að Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks á Ríkissjónvarpinu er jafnframt með stöðu sakbornings en Ríkisútvarpið frumflutti engar fréttir af hinni svokölluðu skæruliðadeild Samherja. Lögreglan hefur hins vegar óskað eftir upplýsingum frá Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra um aðkomu Ríkisútvarpsins að málinu öllu. Telja einsýnt að Ríkisútvarpið hafi aðkomu að byrlun og símastuldi Páll skipstjóri steig nýverið fram í viðtali í hlaðvarpsveitunni Brotkast ásamt lögmanni sínum Evu Hauksdóttur, nánar tiltekið Spjallið með Frosta Logasyni, og endurtók þar atriði nokkur málsins sem að verulegu leyti höfðu áður komið fram pistlum bloggarans og framhaldsskólakennarans Páls Vilhjálmssonar; að RÚV hafi haft allt frumkvæði í málinu. Og að blaðamenn hafi haft beina eða óbeina aðild að byrluninni, ummæli sem Páll var dæmdur fyrir en þeim dómi hefur hann áfrýjað. Síma Páls hafi verið stolið meðan hann lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsi, hann afritaður í útvarpshúsinu við Efstaleiti og Þóra hafi síðan sent gögn úr símanum til Kjarnans og Stundarinnar og hafi fjarstýrt fréttaflutningi af málinu þar og samræmt. Þar var endurtekið það sem Páll Vilhjálmsson hefur haldið fram að Þóra og fleiri á RÚV hafi keypt síma sérstaklega til að afrita síma skipstjórans og sá sími hafi verið keyptur viku áður en skipstjórinn veiktist. Páll skipstjóri telur einsýnt að fyrrverandi eiginkona sín hafi eitrað fyrir sér og afhent starfsmönnum Ríkisútvarpsins símann í kjölfarið. Var þar meðal annars vísað til tengsla hennar við Rakel Þorbergsdóttur fyrrverandi fréttastjóra RÚV en þær störfuðu saman hjá ÚA á Akureyri fyrir margt löngu. Páll Vilhjálmsson, sem og Páll skipstjóri, telja einsýnt að Rakel, Þóra, Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson hafi öll hætt, eða verið látin hætta á RÚV vegna þessa máls. Málið ekki í forgangi Málið er þannig snúið og á því fjölmargir angar. Engu að síður, Vísir spurði Eyþór í vikunni hvort þetta teldist ekki óvenjulega langur tími sem færi í rannsóknina? „Þetta er svolítið flókið mál og sakborningarnir hjálpuðu ekki til með einhverju rugli, eitthvað af þessum tíma er nú þeim sjálfum að kenna,“ segir Eyþór og er þar væntanlega að vísa til þess að Aðalsteinn Kjartansson kærði það að honum bæri að mæta í skýrslutöku lögreglu vegna málsins. Eyþór gaf reyndar ekki mikið fyrir umkvartanir blaðamanna, þess efnis að þeir væru sakborningar í málinu í samtali við Vísi í febrúar í fyrra. „En það er allt í lagi,“ segir Eyþór. „En þetta er náttúrlega ekki í forgangi. Við erum með stærri mál, heimilisofbeldi, alvarlegar líkamasárásir, kynferðisbrot sem sitja fyrir þessu máli.“ Varðandi gögn sem embættið hefur kallað eftir þá var því haldið fram í áðurnefndu viðtali við Pál skipstjóra að það standi á svörum hjá Google? „Já, Google er með gmail-ið. Við höfum ekkert farið í að skanna síma hjá blaðamönnunum. En við höfum áhuga á upplýsingum frá síma konunnar. Fyrst að Kjarninn, eða hvað þetta heitir, var svo gáfulegur að birta þennan eltihrelladóm, kom í ljós hver þessi kona er. Ef ég hefði verið PR-maður hjá þeim hefði ég ekki verið að slá þessum dómi uppi.“ En hvenær má vænta þess að sjái fyrir enda á rannsókninni? „Nú er að koma sumar, sumarfrí, ég reikna ekki með þessu fyrr en í haust í fyrsta lagi. Allt hér liggur meira og minna niðri nema þessi akútmál á sumrin. Því miður get ég ekki svarað þessu betur en þetta.“ Útvarpsstjóri í stælum við fyrrum kollega hjá lögreglunni Eitt af því sem fram hefur komið í málinu að undanförnu, hjá Frosta Logasyni í Harmageddon, eru tölvupóstsamskipti Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra og ykkar sem rannsaka málið. Þar sem spurt var út í síma sem á að hafa verið notaður til að afrita síma Páls skipstjóra. Stefán færðist í fyrstu undan því að svara spurningunni en vísaði þá til Þóru. Hann virðist fremur ósamstarfsfús, fyrrverandi lögreglustjórinn og kollegi ykkar? „Fólk er ekkert sérstaklega samstarfsfúst, við erum vön því. Hann er kominn í aðra stöðu og ég skil vel að hann vilji hafa sitt á hreinu og vernda sína starfsmenn,“ segir Eyþór. Þóra Arnórsdóttir segist bíða eftir því að málið verði fellt niður, hún telur ekkert annað í stöðunni og reyndar þykir henni sem rannsókn málsins hafi dregist úr hömlu.rúv Vísir hafði samband við Þóru Arnórsdóttur, fyrrverandi ritstjóra Kveiks og núverandi forstöðumann hjá Landsvirkjun, sem hefur verið tvívegis verið kölluð í yfirheyrslu hjá lögreglu vegna málsins. Þóra segist ekki hafa hlustað á áðurnefnd viðtöl Frosta Logasonar fjölmiðlamanns við Pál Steingrímsson skipstjóra né nafna hans Pál Vilhjálmsson. Þóra sagðist ennfremur ekki gera ráð fyrir öðru en að málið yrði fellt niður. „Ég bíð eftir niðurfellingu og afsökunarbeiðni. Það er svona um það bil mín afstaða í þessu.“ Þóra sagðist ekki vilja tjá sig um hin ætluðu símakaup, hún vildi ekki fara niður á það plan. Samherjaskjölin Lögreglumál Akureyri Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
„Málið er í ferli,“ segir Eyþór í samtali við Vísi spurður um hvernig rannsókn málsins líði. „Við erum að reyna að fá gögn frá samskiptamiðlum sem tekur alveg ógurlega langan tíma. Við höfum verið að senda bréf til Bandaríkjanna og óska eftir gögnum. Við ætlum að klára rannsóknina og gera það sem við getum til að komast að því hvað gerðist þarna. Svo verður það bara metið, hvað verður gert. Eins og í öllum öðrum rannsóknum.“ Eins og Vísir greindi ítarlega frá í febrúar á síðasta ári, og reyndar oft í tengdum fréttum, hefur lögregluembættið fyrir norðan verið með mál sem varðar Pál Steingrímsson skipstjóra hjá Samherja til rannsóknar. Hann veiktist alvarlega 3. maí 2021 og missti meðvitund. Páll telur víst að honum hafi verið byrlað, svefnlyfinu Imovane blandað við bjór sem hann drakk og í kjölfarið hafi síma hans verið stolið. Á gögnum sem fengin voru úr síma hans byggði svo fréttaflutningur Kjarnans og Stundarinnar af hinni svokölluðu skæruliðadeild Samherja sem vildi hafa áhrif á umræðu um fréttaflutning af umsvifum Samherja í Namibíu. Hin meinta byrlun og símastuldur snýr þannig að fréttaflutningi en í þessu sakamáli hafa fjórir blaðamenn stöðu sakbornings. Þetta eru þau Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður á Kjarnanum og Þórður Snær Júlíusson ritstjóri þar. Síðan hafa Stundin og Kjarninn sameinast. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri en myndin er frá þeim tíma sem hann var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Lögregluembættið á Norðurlandi eystra hefur staðið í bréfaskriftum við Stefán og óskað eftir upplýsingum sem hann hefur verið tregur til að veita.vísir/vilhelm Það sem svo einkum vekur athygli er að Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks á Ríkissjónvarpinu er jafnframt með stöðu sakbornings en Ríkisútvarpið frumflutti engar fréttir af hinni svokölluðu skæruliðadeild Samherja. Lögreglan hefur hins vegar óskað eftir upplýsingum frá Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra um aðkomu Ríkisútvarpsins að málinu öllu. Telja einsýnt að Ríkisútvarpið hafi aðkomu að byrlun og símastuldi Páll skipstjóri steig nýverið fram í viðtali í hlaðvarpsveitunni Brotkast ásamt lögmanni sínum Evu Hauksdóttur, nánar tiltekið Spjallið með Frosta Logasyni, og endurtók þar atriði nokkur málsins sem að verulegu leyti höfðu áður komið fram pistlum bloggarans og framhaldsskólakennarans Páls Vilhjálmssonar; að RÚV hafi haft allt frumkvæði í málinu. Og að blaðamenn hafi haft beina eða óbeina aðild að byrluninni, ummæli sem Páll var dæmdur fyrir en þeim dómi hefur hann áfrýjað. Síma Páls hafi verið stolið meðan hann lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsi, hann afritaður í útvarpshúsinu við Efstaleiti og Þóra hafi síðan sent gögn úr símanum til Kjarnans og Stundarinnar og hafi fjarstýrt fréttaflutningi af málinu þar og samræmt. Þar var endurtekið það sem Páll Vilhjálmsson hefur haldið fram að Þóra og fleiri á RÚV hafi keypt síma sérstaklega til að afrita síma skipstjórans og sá sími hafi verið keyptur viku áður en skipstjórinn veiktist. Páll skipstjóri telur einsýnt að fyrrverandi eiginkona sín hafi eitrað fyrir sér og afhent starfsmönnum Ríkisútvarpsins símann í kjölfarið. Var þar meðal annars vísað til tengsla hennar við Rakel Þorbergsdóttur fyrrverandi fréttastjóra RÚV en þær störfuðu saman hjá ÚA á Akureyri fyrir margt löngu. Páll Vilhjálmsson, sem og Páll skipstjóri, telja einsýnt að Rakel, Þóra, Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson hafi öll hætt, eða verið látin hætta á RÚV vegna þessa máls. Málið ekki í forgangi Málið er þannig snúið og á því fjölmargir angar. Engu að síður, Vísir spurði Eyþór í vikunni hvort þetta teldist ekki óvenjulega langur tími sem færi í rannsóknina? „Þetta er svolítið flókið mál og sakborningarnir hjálpuðu ekki til með einhverju rugli, eitthvað af þessum tíma er nú þeim sjálfum að kenna,“ segir Eyþór og er þar væntanlega að vísa til þess að Aðalsteinn Kjartansson kærði það að honum bæri að mæta í skýrslutöku lögreglu vegna málsins. Eyþór gaf reyndar ekki mikið fyrir umkvartanir blaðamanna, þess efnis að þeir væru sakborningar í málinu í samtali við Vísi í febrúar í fyrra. „En það er allt í lagi,“ segir Eyþór. „En þetta er náttúrlega ekki í forgangi. Við erum með stærri mál, heimilisofbeldi, alvarlegar líkamasárásir, kynferðisbrot sem sitja fyrir þessu máli.“ Varðandi gögn sem embættið hefur kallað eftir þá var því haldið fram í áðurnefndu viðtali við Pál skipstjóra að það standi á svörum hjá Google? „Já, Google er með gmail-ið. Við höfum ekkert farið í að skanna síma hjá blaðamönnunum. En við höfum áhuga á upplýsingum frá síma konunnar. Fyrst að Kjarninn, eða hvað þetta heitir, var svo gáfulegur að birta þennan eltihrelladóm, kom í ljós hver þessi kona er. Ef ég hefði verið PR-maður hjá þeim hefði ég ekki verið að slá þessum dómi uppi.“ En hvenær má vænta þess að sjái fyrir enda á rannsókninni? „Nú er að koma sumar, sumarfrí, ég reikna ekki með þessu fyrr en í haust í fyrsta lagi. Allt hér liggur meira og minna niðri nema þessi akútmál á sumrin. Því miður get ég ekki svarað þessu betur en þetta.“ Útvarpsstjóri í stælum við fyrrum kollega hjá lögreglunni Eitt af því sem fram hefur komið í málinu að undanförnu, hjá Frosta Logasyni í Harmageddon, eru tölvupóstsamskipti Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra og ykkar sem rannsaka málið. Þar sem spurt var út í síma sem á að hafa verið notaður til að afrita síma Páls skipstjóra. Stefán færðist í fyrstu undan því að svara spurningunni en vísaði þá til Þóru. Hann virðist fremur ósamstarfsfús, fyrrverandi lögreglustjórinn og kollegi ykkar? „Fólk er ekkert sérstaklega samstarfsfúst, við erum vön því. Hann er kominn í aðra stöðu og ég skil vel að hann vilji hafa sitt á hreinu og vernda sína starfsmenn,“ segir Eyþór. Þóra Arnórsdóttir segist bíða eftir því að málið verði fellt niður, hún telur ekkert annað í stöðunni og reyndar þykir henni sem rannsókn málsins hafi dregist úr hömlu.rúv Vísir hafði samband við Þóru Arnórsdóttur, fyrrverandi ritstjóra Kveiks og núverandi forstöðumann hjá Landsvirkjun, sem hefur verið tvívegis verið kölluð í yfirheyrslu hjá lögreglu vegna málsins. Þóra segist ekki hafa hlustað á áðurnefnd viðtöl Frosta Logasonar fjölmiðlamanns við Pál Steingrímsson skipstjóra né nafna hans Pál Vilhjálmsson. Þóra sagðist ennfremur ekki gera ráð fyrir öðru en að málið yrði fellt niður. „Ég bíð eftir niðurfellingu og afsökunarbeiðni. Það er svona um það bil mín afstaða í þessu.“ Þóra sagðist ekki vilja tjá sig um hin ætluðu símakaup, hún vildi ekki fara niður á það plan.
Samherjaskjölin Lögreglumál Akureyri Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira