Helmingur kúabúa landsins eru með róbót Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júní 2023 13:31 Gunnar Már Gunnarsson, sölumaður hjá Líflandi í tækjadeild staddur í nýju fjósi í Þrándarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þar eru tveir fullkomnir róbótar frá Líflandi, sem heita GEA og koma frá fyrirtæki í Þýskalandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjólkurróbótar njóta sífellt meiri vinsælda í fjósum landsins en af þeim 480 kúabúum, sem eru í landinu er helmingur þeirra með róbót. Nýr róbót kostar um tuttugu og fimm milljónir króna. Það hefur mikið breyst í sveitum landsins þar sem eru kýr með tilkomu mjólkurróbóta. Áður þurftu bændur að fara út í fjós á morgnana og kvöldin til að fara í mjaltir en nú geta þeir bara sofið út eða farið á kóræfingu um kvöldið, róbótinn sér um að mjólka kýrnar. Gunnar Már Gunnarsson hjá Líflandi er sérfræðingur í mjólkurróbótum en fyrirtækið selur mikið af þeim til bænda. „Róbótarnir hafa fyrst og fremst breytt því að það er miklu minni líkamleg vinna hjá bænum. Þeir hafa frjálsari tíma. Ungir bændur í dag vilja geta borðað morgunmat með börnunum sínum og konunni sinni, þeir þurfa kannski að skutla börnunum í leikskóla og sækja þau. Á kvöldin þurfa þeir kannski að fara á kóræfingu eða eitthvað slíkt. Vinnan er alltaf töluverð mikil en hún felst í því að fylgjast með hvernig mjaltirnar ganga, hversu há nytin er, fylgjast með frumutölunni og þess háttar,“ segir Gunnar Már. Um helmingur kúabænda á Íslandi eru með róbót i sínu fjósi. Í sumum þeirra eru fleiri en einn að störfum og alveg upp í fjóra í stærstu fjósunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnar segir að róbótar frá Líflandi, séu með mjög skemmtilega nýjung. „Ef það það er þannig að einn speninn er með hárri frumutölu þá getur þú valið það og þá hentir hann þeirri mjólk frá. Þá hentir hann ekki mjólkinni úr öllum fjórum spenunum, það er ákveðinn kostur, þá ertu ekki að fleyja heilli mjólk.“ En hvað kostar nýr róbót í dag? „Ætli róbót, góður róbót kosti ekki svona 25 milljónir + virðisaukaskatt, eitthvað svoleiðis,“ segir Gunnar Már. Lífland selur mikið af mjólkurróbótum til kúabænda um allt land.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira
Það hefur mikið breyst í sveitum landsins þar sem eru kýr með tilkomu mjólkurróbóta. Áður þurftu bændur að fara út í fjós á morgnana og kvöldin til að fara í mjaltir en nú geta þeir bara sofið út eða farið á kóræfingu um kvöldið, róbótinn sér um að mjólka kýrnar. Gunnar Már Gunnarsson hjá Líflandi er sérfræðingur í mjólkurróbótum en fyrirtækið selur mikið af þeim til bænda. „Róbótarnir hafa fyrst og fremst breytt því að það er miklu minni líkamleg vinna hjá bænum. Þeir hafa frjálsari tíma. Ungir bændur í dag vilja geta borðað morgunmat með börnunum sínum og konunni sinni, þeir þurfa kannski að skutla börnunum í leikskóla og sækja þau. Á kvöldin þurfa þeir kannski að fara á kóræfingu eða eitthvað slíkt. Vinnan er alltaf töluverð mikil en hún felst í því að fylgjast með hvernig mjaltirnar ganga, hversu há nytin er, fylgjast með frumutölunni og þess háttar,“ segir Gunnar Már. Um helmingur kúabænda á Íslandi eru með róbót i sínu fjósi. Í sumum þeirra eru fleiri en einn að störfum og alveg upp í fjóra í stærstu fjósunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnar segir að róbótar frá Líflandi, séu með mjög skemmtilega nýjung. „Ef það það er þannig að einn speninn er með hárri frumutölu þá getur þú valið það og þá hentir hann þeirri mjólk frá. Þá hentir hann ekki mjólkinni úr öllum fjórum spenunum, það er ákveðinn kostur, þá ertu ekki að fleyja heilli mjólk.“ En hvað kostar nýr róbót í dag? „Ætli róbót, góður róbót kosti ekki svona 25 milljónir + virðisaukaskatt, eitthvað svoleiðis,“ segir Gunnar Már. Lífland selur mikið af mjólkurróbótum til kúabænda um allt land.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira