Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Íþróttadeild Stöðvar 2 og Vísis skrifar 17. júní 2023 21:00 Guðlaugur Victor átti fínan leik á miðjunni í dag. Getty/Alex Grimm Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. Íslenska liðið byrjaði leikinn afar vel og kröftuglega og var það gegn gangi leiksins þegar það lenti undir. Liðið hefði hæglega getað leitt 3-0 fyrir fyrsta mark Slóvaka. Alfreð Finnbogason jafnaði af vítapunktinum fyrir hlé en Íslandi gekk verr að skapa sér færi í síðari hálfleik. Skrípamark Slóvaka þar sem hreinsun Jóhanns Berg Guðmundssonar fór af andstæðingi og yfir Rúnar Alex í markinu tryggði Slóvökum svo 2-1 sigur. Að neðan má sjá mat íþróttadeildar Stöðvar 2 og Vísis á frammistöðu íslenska liðsins. Einkunnir Íslands Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður: 7 Á frábæra vörslu í fyrri hálfleiknum úr dauðafæri Slóvaka eftir fyrirgjöf. Mögulega smá út á fótavinnuna að setja í öðru marki Slóvaka. Góður í að spila út frá marki. Alfons Sampsted, hægri bakvörður: 6 Átti fínan leik heilt yfir en lætur fara illa með sig í aðdraganda annars marks Slóvaka. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður: 6 Átti í erfiðleikum með að spila út og margar sendingar fóru beint út af eða á mótherja. Þó þéttur varnarlega stærstan part. Misnotaði færi til að jafna í uppbótartíma. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður: 6 Geðveik sending á Albert í dauðafæri hans í fyrri hálfleik. Beygði sig hins vegar frá boltanum í fyrra marki Slóvaka. Hann og Sverrir ágætir stóran hluta leiks en geta betur. Valgeir Lunddal Friðriksson, vinstri bakvörður: 6 Ágætis leikur heilt yfir í hans fyrsta byrjunarliðsleik í keppnisleik. Var í tómu tjóni að koma boltanum frá marki í aðdraganda annars marks Slóvakíu. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður: 7 Flott frumraun hjá Willum í keppnisleik. Kraftur í honum á hægri kantinum og á stóran hlut í góðri byrjun Íslands sóknarlega í leiknum. Fiskaði vítið í marki Íslands. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður: 8 (Maður leiksins) Besti maður Íslands. Leiddi liðið af miðjunni og steig upp í hlutverk Arons Einars sem datt út úr liðinu skömmu fyrir leik. Stöðvaði margar sóknir Slóvaka. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður: 6 Ágætur á miðjunni í spili en mögulega hægt að setja út á staðsetningu hans í fyrsta marki Slóvaka. Á svo furðulega hreinsun sem leiðir til annars marks gestanna. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður: 7 Átti góða spretti, þar á meðal í aðdraganda marksins þar sem hann átti skot að marki sem barst til Willums sem fiskaði spyrnuna. Lék sér að bakverði Slóvaka oftar en einu sinni fyrir hléið en dró af honum í síðari hálfleik. Leikæfingin lítil þar sem hann kláraði tímabilið snemma í Belgíu. Fer út af á 63. mínútu Albert Guðmundsson, framherji: 7 Kom frábærlega inn í liðið og var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik. Nánast allt fram á við hjá Íslandi fór í gegnum hann en að sama skapi á hann að gera betur í færunum í upphafi leiks. Hefði hæglega getað verið með þrennu eftir korter. Alfreð Finnbogason, framherji: 7 Skoraði mark Íslands. Linkaði vel upp spil og náði vel saman við Albert í framlínunni. Þeir hefðu getað nýtt góð tækifæri í upphafi leiks betur. Fer út af á 63. mínútu Hákon Arnar Haraldsson - Kom inn fyrir Alfreð Finnbogason á 63. mínútu: 5 Gekk illa að setja mark sitt á leikinn. Mikael Egill Ellertsson - Kom inn fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 63. mínútu: 5 Gekk illa að setja mark sitt á leikinn. Sævar Atli Magnússon - Kom inn fyrir Alfons Sampsted á 81. mínútu Spilaði of stutt til að fá einkunn. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Sjá meira
Íslenska liðið byrjaði leikinn afar vel og kröftuglega og var það gegn gangi leiksins þegar það lenti undir. Liðið hefði hæglega getað leitt 3-0 fyrir fyrsta mark Slóvaka. Alfreð Finnbogason jafnaði af vítapunktinum fyrir hlé en Íslandi gekk verr að skapa sér færi í síðari hálfleik. Skrípamark Slóvaka þar sem hreinsun Jóhanns Berg Guðmundssonar fór af andstæðingi og yfir Rúnar Alex í markinu tryggði Slóvökum svo 2-1 sigur. Að neðan má sjá mat íþróttadeildar Stöðvar 2 og Vísis á frammistöðu íslenska liðsins. Einkunnir Íslands Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður: 7 Á frábæra vörslu í fyrri hálfleiknum úr dauðafæri Slóvaka eftir fyrirgjöf. Mögulega smá út á fótavinnuna að setja í öðru marki Slóvaka. Góður í að spila út frá marki. Alfons Sampsted, hægri bakvörður: 6 Átti fínan leik heilt yfir en lætur fara illa með sig í aðdraganda annars marks Slóvaka. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður: 6 Átti í erfiðleikum með að spila út og margar sendingar fóru beint út af eða á mótherja. Þó þéttur varnarlega stærstan part. Misnotaði færi til að jafna í uppbótartíma. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður: 6 Geðveik sending á Albert í dauðafæri hans í fyrri hálfleik. Beygði sig hins vegar frá boltanum í fyrra marki Slóvaka. Hann og Sverrir ágætir stóran hluta leiks en geta betur. Valgeir Lunddal Friðriksson, vinstri bakvörður: 6 Ágætis leikur heilt yfir í hans fyrsta byrjunarliðsleik í keppnisleik. Var í tómu tjóni að koma boltanum frá marki í aðdraganda annars marks Slóvakíu. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður: 7 Flott frumraun hjá Willum í keppnisleik. Kraftur í honum á hægri kantinum og á stóran hlut í góðri byrjun Íslands sóknarlega í leiknum. Fiskaði vítið í marki Íslands. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður: 8 (Maður leiksins) Besti maður Íslands. Leiddi liðið af miðjunni og steig upp í hlutverk Arons Einars sem datt út úr liðinu skömmu fyrir leik. Stöðvaði margar sóknir Slóvaka. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður: 6 Ágætur á miðjunni í spili en mögulega hægt að setja út á staðsetningu hans í fyrsta marki Slóvaka. Á svo furðulega hreinsun sem leiðir til annars marks gestanna. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður: 7 Átti góða spretti, þar á meðal í aðdraganda marksins þar sem hann átti skot að marki sem barst til Willums sem fiskaði spyrnuna. Lék sér að bakverði Slóvaka oftar en einu sinni fyrir hléið en dró af honum í síðari hálfleik. Leikæfingin lítil þar sem hann kláraði tímabilið snemma í Belgíu. Fer út af á 63. mínútu Albert Guðmundsson, framherji: 7 Kom frábærlega inn í liðið og var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik. Nánast allt fram á við hjá Íslandi fór í gegnum hann en að sama skapi á hann að gera betur í færunum í upphafi leiks. Hefði hæglega getað verið með þrennu eftir korter. Alfreð Finnbogason, framherji: 7 Skoraði mark Íslands. Linkaði vel upp spil og náði vel saman við Albert í framlínunni. Þeir hefðu getað nýtt góð tækifæri í upphafi leiks betur. Fer út af á 63. mínútu Hákon Arnar Haraldsson - Kom inn fyrir Alfreð Finnbogason á 63. mínútu: 5 Gekk illa að setja mark sitt á leikinn. Mikael Egill Ellertsson - Kom inn fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 63. mínútu: 5 Gekk illa að setja mark sitt á leikinn. Sævar Atli Magnússon - Kom inn fyrir Alfons Sampsted á 81. mínútu Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn