Urðu að fá vatnspásu í leik á Íslandi: „Menn voru alveg að grillast“ Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2023 12:01 Víðir Freyr Ívarsson og Daniel Ndi sáttir eftir sigurinn í hitanum á laugardag, þar sem þeir sáu um að skora mörkin fyrir Hött/Hugin. Facebook/@hotturhuginn Það telst til tíðinda að stöðva þurfi fótboltaleik á Íslandi vegna mikils hita, svo að leikmenn geti fengið sér að drekka, en þess gerðist þörf þegar Höttur/Huginn mætti Þrótti Vogum í 2. deild á þjóðhátíðardaginn um helgina. Um 25 stiga hiti var á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum þegar liðin mættust klukkan þrjú á laugardaginn, þar sem heimamenn unnu kærkominn 3-1 sigur þrátt fyrir að gestirnir kæmust yfir á 9. mínútu. „Það var og er búið að vera ógeðslega heitt síðustu daga. Algjört þvæluveður. Ég held að það hafi því verið ákveðið fyrir leik að það yrði vatnspása í hvorum hálfleik, hvort sem sú hugmynd kom frá dómaranum eða einhverjum í stjórninni hérna. Það var alveg þörf á því. Menn voru alveg að grillast. Ég held að þetta hafi verið heitasti dagurinn og leikurinn var akkúrat yfir heitasta tíma dagsins,“ sagði Kristófer Einarsson, fyrirliði Hattar/Hugins, í samtali við Vísi í dag. Kristófer Einarsson, hér með fyrirliðabandið, segir menn eiginlega búna að fá nóg af hitanum fyrir austan.Facebook/@hotturhuginn Sólþyrstir Þróttarar en heimamenn vanari Kristófer samsinnti því að það hefði sést aðeins á leik manna hve hitinn var mikill: „Já, kannski aðallega hjá aðkomuliðinu. Þeir hafa kannski ekki séð sól í allt sumar á meðan að við erum aðeins búnir að venjast þessu hér. Svo heyrði maður að það hefði eitthvað sést til þeirra í sólbaði, eftir að hafa komið snemma um morguninn, og það er kannski skiljanlegt,“ sagði Kristófer og líklega er réttast að vara sólarþurfi lesendur á höfuðborgarsvæðinu við því sem hann sagði svo: „En maður hélt sig bara innandyra fram að leik og er eiginlega kominn með nóg af þessu. Maður er að vinna úti allan daginn og alltaf orðinn vel soðinn eftir vinnudag og æfingu. Það á að rigna á morgun sem er helvíti gott. Það er allt að skrælna hérna. Við bíðum eftir rigningunni.“ Nauðsynlegur sigur í spennandi deild Kári Sigfússon hafði komið Þrótti yfir í leiknum en Víðir Freyr Ívarsson jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Daniel Ndi kom svo Hetti/Hugin yfir á 63. mínútu áður en Víðir Freyr skoraði sitt annað mark og innsiglaði sigurinn. Þar með missti Þróttur af tækifæri til að fara á topp deildarinnar en liði er með 14 stig í 4. sæti á meðan að Höttur/Huginn er með 11 stig í 6. sæti. Víkingur Ólafsvík og KFG eru efst með 16 stig. „Þetta var nauðsynlegur sigur. Það er auðvitað alltaf stefnan að fara upp, sérstaklega miðað við hvað deildin er að spilast furðulega. Við erum í sjötta sæti en samt bara fimm stigum frá fyrsta sæti. Það virðast allir geta unnið alla,“ sagði Kristófer. Næsti leikur Hattar/Hugins er hins vegar í hinum nýja Fótbolta.net bikar, þar sem lið úr 2., 3. og 4. deild spila, en þá mætir liðið Uppsveitum á Flúðum á miðvikudaginn. Íslenski boltinn Múlaþing Veður Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Um 25 stiga hiti var á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum þegar liðin mættust klukkan þrjú á laugardaginn, þar sem heimamenn unnu kærkominn 3-1 sigur þrátt fyrir að gestirnir kæmust yfir á 9. mínútu. „Það var og er búið að vera ógeðslega heitt síðustu daga. Algjört þvæluveður. Ég held að það hafi því verið ákveðið fyrir leik að það yrði vatnspása í hvorum hálfleik, hvort sem sú hugmynd kom frá dómaranum eða einhverjum í stjórninni hérna. Það var alveg þörf á því. Menn voru alveg að grillast. Ég held að þetta hafi verið heitasti dagurinn og leikurinn var akkúrat yfir heitasta tíma dagsins,“ sagði Kristófer Einarsson, fyrirliði Hattar/Hugins, í samtali við Vísi í dag. Kristófer Einarsson, hér með fyrirliðabandið, segir menn eiginlega búna að fá nóg af hitanum fyrir austan.Facebook/@hotturhuginn Sólþyrstir Þróttarar en heimamenn vanari Kristófer samsinnti því að það hefði sést aðeins á leik manna hve hitinn var mikill: „Já, kannski aðallega hjá aðkomuliðinu. Þeir hafa kannski ekki séð sól í allt sumar á meðan að við erum aðeins búnir að venjast þessu hér. Svo heyrði maður að það hefði eitthvað sést til þeirra í sólbaði, eftir að hafa komið snemma um morguninn, og það er kannski skiljanlegt,“ sagði Kristófer og líklega er réttast að vara sólarþurfi lesendur á höfuðborgarsvæðinu við því sem hann sagði svo: „En maður hélt sig bara innandyra fram að leik og er eiginlega kominn með nóg af þessu. Maður er að vinna úti allan daginn og alltaf orðinn vel soðinn eftir vinnudag og æfingu. Það á að rigna á morgun sem er helvíti gott. Það er allt að skrælna hérna. Við bíðum eftir rigningunni.“ Nauðsynlegur sigur í spennandi deild Kári Sigfússon hafði komið Þrótti yfir í leiknum en Víðir Freyr Ívarsson jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Daniel Ndi kom svo Hetti/Hugin yfir á 63. mínútu áður en Víðir Freyr skoraði sitt annað mark og innsiglaði sigurinn. Þar með missti Þróttur af tækifæri til að fara á topp deildarinnar en liði er með 14 stig í 4. sæti á meðan að Höttur/Huginn er með 11 stig í 6. sæti. Víkingur Ólafsvík og KFG eru efst með 16 stig. „Þetta var nauðsynlegur sigur. Það er auðvitað alltaf stefnan að fara upp, sérstaklega miðað við hvað deildin er að spilast furðulega. Við erum í sjötta sæti en samt bara fimm stigum frá fyrsta sæti. Það virðast allir geta unnið alla,“ sagði Kristófer. Næsti leikur Hattar/Hugins er hins vegar í hinum nýja Fótbolta.net bikar, þar sem lið úr 2., 3. og 4. deild spila, en þá mætir liðið Uppsveitum á Flúðum á miðvikudaginn.
Íslenski boltinn Múlaþing Veður Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira