Einnig verður rætt við Grím Grímsson yfirlögregluþjón sem segir lögreglu hafa miklar áhyggjur af auknum vopnaburði hér á landi og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum.
Þá fjöllum við um mál rússnesks ríkisborgara sem stendur til að senda úr landi í vikunni en hann óttast að verða sendur á vígstöðvarnar í Úkraínu.
Að auki fjöllum við um kvenréttindadaginn sem haldinn er hátíðlegur í dag, 19. júní.