Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Samúel Karl Ólason skrifar 20. júní 2023 07:45 Kafbáturinn sem fólkið kafaði í heitir Titan. Hann á að bera um fjögurra sólarhringa súrefnisbirgðir. AP/OceanGate Expeditions Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi. AP fréttaveitan hefur eftir strandgæslu Bandaríkjanna, sem leiðir leitina, að kafbáturinn hafi farið á kaf á sunnudagsmorgun en samband við kafbátinn hafi slitnað tæpur tveimur klukkustundum síðar. Kafbáturinn ber um fjögurra sólarhringa súrefnisbirgðir, svo mikilvægt er að finna kafbátinn sem fyrst. Leitin er þó erfið, þar sem dýpið er mikið og flak Titanic er um sex hundruð kílómetra frá ströndum Nýfundnalands. Reynist rétt að kafbáturinn hafi fjögurra daga súrefnisbirgðir og ekki hafi komið gat á hann, verður að finna hann fyrir fimmtudagsmorgun. Verið er að vinna að því að koma björgunarkafbát á svæðið eins fljótt og auðið er. Samkvæmt BBC er talið að fimm manns séu um borð í kafbátnum. Einn þeirra er breski auðjöfurinn Hamish Harding, sem er 58 ára gamall. Hann er skráður fyrir þremur heimsmetum af Guinness World Records og þar af eitt fyrir köfun. Hann hefur áður kafað að mesta dýpi Maríana djúpalsins og hefur farið út í geim um borð í geimfari Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos. Þá eru feðgarnir Shahzada Dawood og Suleman, úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan, einnig um borð auk hins 73 ára gamla Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Einnig er talið að Stockton Rush, framkvæmdastjóri fyrirtækisins OceanGate, sem gerir út þessar ferðir, sé um borð í kafbátnum. Umrætt fyrirtæki rukkar ferðamenn rúmar 34 milljónir króna fyrir siglingu að flaki Titanic og kafbátaferð. Ferðalagið allt tekur um átta daga. Þetta er í þriðja sinn sem starfsmenn OceanGate fara í þessa ferð. Skipið Polar Prince flutti ferðamennina og kafbátinn að flaki Titanic. Nota átti skipið til að lóðsa kafbátinn að flaki Titanic en sambandið við kafbátinn slitnaði tæpum tveimur tímum eftir brottför.AP/Darryl Dyck Blaðamaður CBS, sem fór að flaki Titanic með OceanGate í fyrra, segir að skip á yfirborðinu eigi að lóðsa kafbátinn að flakinu en í þetta sinn hafi það ekki gengið eftir. Áhöfn kafbátsins hafi ekki fundið flakið áður en sambandið slitnaði. Mögulegt er að áhöfnin hafi náð að sigla kafbátnum aftur upp á yfirborðið en verið er að leita að honum úr lofti. Sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna segir að ef kafbáturinn hafi misst afl á kafi og hafi sokkið, séu litlar líkur á að hægt sé að bjarga áhöfninni. Jafnvel þó kafbáturinn finnist á botni Atlantshafsins, sé erfitt að ná honum upp eða ferja áhöfnina í annan kafbát. View this post on Instagram A post shared by Capt. Hamish Harding (@actionaviationchairman) Bandaríkin Kanada Bretland Pakistan Frakkland Titanic Tengdar fréttir Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir strandgæslu Bandaríkjanna, sem leiðir leitina, að kafbáturinn hafi farið á kaf á sunnudagsmorgun en samband við kafbátinn hafi slitnað tæpur tveimur klukkustundum síðar. Kafbáturinn ber um fjögurra sólarhringa súrefnisbirgðir, svo mikilvægt er að finna kafbátinn sem fyrst. Leitin er þó erfið, þar sem dýpið er mikið og flak Titanic er um sex hundruð kílómetra frá ströndum Nýfundnalands. Reynist rétt að kafbáturinn hafi fjögurra daga súrefnisbirgðir og ekki hafi komið gat á hann, verður að finna hann fyrir fimmtudagsmorgun. Verið er að vinna að því að koma björgunarkafbát á svæðið eins fljótt og auðið er. Samkvæmt BBC er talið að fimm manns séu um borð í kafbátnum. Einn þeirra er breski auðjöfurinn Hamish Harding, sem er 58 ára gamall. Hann er skráður fyrir þremur heimsmetum af Guinness World Records og þar af eitt fyrir köfun. Hann hefur áður kafað að mesta dýpi Maríana djúpalsins og hefur farið út í geim um borð í geimfari Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos. Þá eru feðgarnir Shahzada Dawood og Suleman, úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan, einnig um borð auk hins 73 ára gamla Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Einnig er talið að Stockton Rush, framkvæmdastjóri fyrirtækisins OceanGate, sem gerir út þessar ferðir, sé um borð í kafbátnum. Umrætt fyrirtæki rukkar ferðamenn rúmar 34 milljónir króna fyrir siglingu að flaki Titanic og kafbátaferð. Ferðalagið allt tekur um átta daga. Þetta er í þriðja sinn sem starfsmenn OceanGate fara í þessa ferð. Skipið Polar Prince flutti ferðamennina og kafbátinn að flaki Titanic. Nota átti skipið til að lóðsa kafbátinn að flaki Titanic en sambandið við kafbátinn slitnaði tæpum tveimur tímum eftir brottför.AP/Darryl Dyck Blaðamaður CBS, sem fór að flaki Titanic með OceanGate í fyrra, segir að skip á yfirborðinu eigi að lóðsa kafbátinn að flakinu en í þetta sinn hafi það ekki gengið eftir. Áhöfn kafbátsins hafi ekki fundið flakið áður en sambandið slitnaði. Mögulegt er að áhöfnin hafi náð að sigla kafbátnum aftur upp á yfirborðið en verið er að leita að honum úr lofti. Sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna segir að ef kafbáturinn hafi misst afl á kafi og hafi sokkið, séu litlar líkur á að hægt sé að bjarga áhöfninni. Jafnvel þó kafbáturinn finnist á botni Atlantshafsins, sé erfitt að ná honum upp eða ferja áhöfnina í annan kafbát. View this post on Instagram A post shared by Capt. Hamish Harding (@actionaviationchairman)
Bandaríkin Kanada Bretland Pakistan Frakkland Titanic Tengdar fréttir Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06