Gjörsamlega brjálaður og býst við stjórnarslitum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júní 2023 13:26 Vilhjálmur hefur þegar haft samband við lögmann, þingmenn og ráðherra vegna ákvörðunar Svandísar. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur haft samband við lögmann til að kanna réttarstöðu hvalveiðimanna. Hann segir ákvörðun um að stöðva vertíðina glórulausan pópúlisma. „Ég er gjörsamlega brjálaður yfir þessari ákvörðun. Þarna er verið að svipta 120 félagsmenn mína af góðum tekjumöguleikum vegna þeirrar vertíðar sem átti að hefjast á morgun,“ segir Vilhjálmur um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um að stöðva hvalveiðar í sumar. Eins og greint var frá í hádeginu tilkynnti Svandís samráðherrum sínum þetta eftir að Fagráð um velferð dýra ályktaði að þær veiðiaðferðir sem beitt er við hvalveiðar samræmist ekki lögum um velferð dýra. Hvalveiðivertíðin átti að hefjast á morgun, 21. júní. Góðir tekjumöguleikar „Þetta er algjörlega glórulaus ákvörðun að mínu mati, gerð fimm mínútum áður en vertíðin á að hefjast. Ég hélt að þetta gæti ekki gerst í íslenskri stjórnsýslu,“ segir Vilhjálmur. Segist hann vita dæmi þess að fólk hafi tekið sér frí úr annarri vinnu gagngert til þess að taka vertíðina. Einnig að háskólanemar hafi farið á vertíð til þess að sleppa við að taka námslán. Nefnir hann að launin séu góð þó að vinnuframlagið sé mikið á hvalveiðivertíð, hátt í tvær milljónir króna á mánuði í þrjá til fjóra mánuði. Sumir starfsmenn vinni hins vegar allt árið um kring. Akranes í vörn Vilhjálmur segir þetta líka ekki aðeins högg fyrir einstaklinga heldur sveitarfélögin og samfélagið allt á Akranesi. „Þetta er gríðarlegt högg fyrir samfélagið og gríðarlegt högg fyrir Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit í formi útsvarstekna og afleiddra starfa,“ segir hann og bendir á að Akranes hafi þurft að þola það í gegnum tíðina að missa allar sínar aflaheimildir úr bænum. Akurnesingar hafi verið í vörn fyrir sitt atvinnulíf. Býst við stjórnarslitum fyrir helgi „Stjórnarflokkur sem hagar sér svona er ekki stjórntækur í mínum huga. Ég trúi því ekki að þetta hafi verið gert í samráði við hina tvo stjórnarflokkana,“ segir Vilhjálmur um flokk Svandísar, Vinstri græn. Þegar sé hann búinn að hringja í þingmenn og ráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins vegna ákvörðunarinnar og hafi lýst yfir reiði sinni með þessa ákvörðun. Í ljósi þess að ákvörðunin hafi verið tekið einhliða býst hann við því að ríkisstjórnarsamstarfinu ljúki brátt, jafn vel fyrir helgi. Sýndarmennska og pópúlismi Aðspurður um skýrsluna og dýravelferðarsjónarmið segir Vilhjálmur að samkvæmt skýrslu MAST, sem álit fagráðsins var byggð á, hafi Hval hf tekist að aflífa dýrin samstundis í 70 prósent tilfella. „Auðvitað verða einhver frávik, það gerist alltaf við veiðar. Ég er ekki í neinum vafa um það að Hvalur hf hafi verið að reyna að lágmarka þetta eins og kostur er,“ segir hann. Þá lýsir hann ákvörðun Svandísar sem pópúlisma og sýndarmennsku. Víða sé pottur brotinn þegar komi að dýravelferð eins og nýlegar fréttir um gösun svína og vanrækslu hrossa sýni en lítið gert. Kjaramál Akranes Hvalfjarðarsveit Hvalveiðar Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira
„Ég er gjörsamlega brjálaður yfir þessari ákvörðun. Þarna er verið að svipta 120 félagsmenn mína af góðum tekjumöguleikum vegna þeirrar vertíðar sem átti að hefjast á morgun,“ segir Vilhjálmur um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um að stöðva hvalveiðar í sumar. Eins og greint var frá í hádeginu tilkynnti Svandís samráðherrum sínum þetta eftir að Fagráð um velferð dýra ályktaði að þær veiðiaðferðir sem beitt er við hvalveiðar samræmist ekki lögum um velferð dýra. Hvalveiðivertíðin átti að hefjast á morgun, 21. júní. Góðir tekjumöguleikar „Þetta er algjörlega glórulaus ákvörðun að mínu mati, gerð fimm mínútum áður en vertíðin á að hefjast. Ég hélt að þetta gæti ekki gerst í íslenskri stjórnsýslu,“ segir Vilhjálmur. Segist hann vita dæmi þess að fólk hafi tekið sér frí úr annarri vinnu gagngert til þess að taka vertíðina. Einnig að háskólanemar hafi farið á vertíð til þess að sleppa við að taka námslán. Nefnir hann að launin séu góð þó að vinnuframlagið sé mikið á hvalveiðivertíð, hátt í tvær milljónir króna á mánuði í þrjá til fjóra mánuði. Sumir starfsmenn vinni hins vegar allt árið um kring. Akranes í vörn Vilhjálmur segir þetta líka ekki aðeins högg fyrir einstaklinga heldur sveitarfélögin og samfélagið allt á Akranesi. „Þetta er gríðarlegt högg fyrir samfélagið og gríðarlegt högg fyrir Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit í formi útsvarstekna og afleiddra starfa,“ segir hann og bendir á að Akranes hafi þurft að þola það í gegnum tíðina að missa allar sínar aflaheimildir úr bænum. Akurnesingar hafi verið í vörn fyrir sitt atvinnulíf. Býst við stjórnarslitum fyrir helgi „Stjórnarflokkur sem hagar sér svona er ekki stjórntækur í mínum huga. Ég trúi því ekki að þetta hafi verið gert í samráði við hina tvo stjórnarflokkana,“ segir Vilhjálmur um flokk Svandísar, Vinstri græn. Þegar sé hann búinn að hringja í þingmenn og ráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins vegna ákvörðunarinnar og hafi lýst yfir reiði sinni með þessa ákvörðun. Í ljósi þess að ákvörðunin hafi verið tekið einhliða býst hann við því að ríkisstjórnarsamstarfinu ljúki brátt, jafn vel fyrir helgi. Sýndarmennska og pópúlismi Aðspurður um skýrsluna og dýravelferðarsjónarmið segir Vilhjálmur að samkvæmt skýrslu MAST, sem álit fagráðsins var byggð á, hafi Hval hf tekist að aflífa dýrin samstundis í 70 prósent tilfella. „Auðvitað verða einhver frávik, það gerist alltaf við veiðar. Ég er ekki í neinum vafa um það að Hvalur hf hafi verið að reyna að lágmarka þetta eins og kostur er,“ segir hann. Þá lýsir hann ákvörðun Svandísar sem pópúlisma og sýndarmennsku. Víða sé pottur brotinn þegar komi að dýravelferð eins og nýlegar fréttir um gösun svína og vanrækslu hrossa sýni en lítið gert.
Kjaramál Akranes Hvalfjarðarsveit Hvalveiðar Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira