Ríkið taki sér stöðu á leigumarkaði til að koma á jafnvægi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júní 2023 22:57 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir mikilvægt að ríkið stígi inn á markaðinn til að koma á jafnvægi. Vísir/Sigurjón Stjórnvöld stefna að uppbyggingu á 2800 hagkvæmum leiguíbúðum fyrir tekjulága hópa fyrir árið 2026. Átta hundruð þeirra eiga að rísa áður en yfirstandandi ár er liðið. Í dag úthlutaði Húsnæðis-og mannvirkjastofnun stofnframlögum til uppbyggingar á leiguíbúðum. Á fundi í húsakynnum HMS tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, að hann hefði með reglugerðarbreytingu víkkað út viðmið á hlutdeildarlánum. Hlutdeildarlán eru í boði fyrir fyrstu kaupendur og fólk sem ekki hefur átt íbúð undanliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Viðmið um hámarksverð íbúða hefur verið uppfært, verðflokkar sveitarfélaga endurskoðaðir og tekjumörk lántaka uppfærð. Breytingin var gerð til að koma til móts við hækkun fasteignamats. Í kvöldfréttum stöðvar 2 sagði Sigurður Ingi að með þessum áætlunum séu stjórnvöld að taka sér þýðingarmeiri stöðu á leigumarkaði. „Við erum auðvitað bara að reyna að búa hér til meira jafnvægi á húsnæðismarkaði og það er algjörlega nauðsynlegt þar af leiðandi að ríkisvaldið taki sér ákveðna stöðu með sveitarfélögunum sem bera ábyrgð á því að skipuleggja og að byggja í raun og veru íbúðir fyrir sína íbúa. Með því að gera samninga við sveitarfélögin, fá þessa sameiginlegu sýn og gera okkur grein fyrir hvað þarf að að byggja til tíu ára og stefna síðan að því og vinna markvisst, þá erum við að taka mjög stór skref í átt að því að búa til meira jafnvægi á húsnæðismarkaði með því að ríkið taki stöðu á markaðnum.“ Heildarfjárhæð framlaga ríkisins eru rúmlega þrír milljarðar króna en sveitarfélög leggja til tæplega 1,8 milljarða króna framlag á móti framlagi ríkisins til íbúðanna. Brothættur leigumarkaður En leigumarkaðurinn í núverandi mynd, myndirðu treysta þér til að lýsa honum eins og hann er í dag, í einlægni? „Hann er brothættur, alveg klárlega. Hann eru auðvitað ekkert mjög stór en stærsti hlutinn af honum er einstaklingsmarkaður, það er að segja fólk sem á sínar íbúðir og leigir kannski eina eða hugsanlega tvær á meðan í öðrum löndum er mjög stærri hluti einhvers konar leigufélög. Við erum að byggja, hið opinbera, yfir þennan afmarkaða hóp sem eru þá mjög tekjulágir og eignalitlir og tryggja þeim húsnæðisöryggi vegna þess að það held ég að skipti miklu máli í góðu samfélagi,“ segir Sigurður Ingi Starfshópur vinnur nú að breytingum á húsaleigulögum sem miða að því að styrkja stöðu leigjenda og auka langtímaleigu. „En það er líka verið að skoða einhvers konar leigubremsu, einhverja útfærslu á því og ég á von á því að fá frumvarp núna inn í sumarið sem færi þá í samráðsgátt í sumar með það að markmiði að leggja það fram á þinginu í haust.“ Uppbygging hagkvæmu leiguíbúðanna er í öllum landshlutum. 70% íbúðanna verða á höfuðborgarsvæðinu en 30% á landsbyggðinni. Óleyfisbúseta til skoðunar Í erindi sínu á fundinum í dag sagði Sigurður Ingi að svokölluð óleyfisbúseta í atvinnuhúsnæði væri til skoðunar. „Við höfum veri ðmeð starfshópa að störfum, reyndar tvo, í kjölfarið á þessum hryllilega bruna á Bræðraborgarstíg og þeir hafa verið að koma með tillögur sem meðal annars lúta að breytingum á lögum og það er svona verið að stefna að því að fara þar inn með lagabreytingar og meðal annars skoða hvort við getum leyft með einhverjum hætti þessa óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði með það fyrir augum að tryggja að það sé eftirlit varðandi brunavarnir, heilnæmi og slíkt sem ekki er í dag.“ Sigurður segir að íbúðauppbygging sé lykilþáttur í að ná tökum á leigumarkaðnum en aðspurður segir Sigurður Ingi að uppbyggingin muni líka koma til með að liðka fyrir kjaraviðræðum með haustinu. „Við erum sannfærð um það, en eins og ég kom inn á í máli mínu þá er eina leiðin til að koma með almennilegt jafnvægi það er að auka framboð og það eru áskoranir við þessar efnahagsaðstæður og þess vegna skiptir máli að við tökum utan um verðbólguna og fáum lægri vexti sem fyrst og það er stærsta verkefni samtímans, og þannig stöðugleika í þjóðhagsbúskapnum því þá mun markaðurinn taka við sér og framleiða miklu meira en á meðan hann gerir það ekki þá ætlum við að taka miklu stærri skref þarna inni.“ Þetta er um það bil tvöföldun á því sem upphaflega var lagt upp með en er þetta nóg? „Þetta er allavega góður áfangi.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leigumarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Nær þrjú þúsund nýjar íbúðir fyrir tekju- og eignaminni fyrir árið 2026 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra greindi frá því á kynningarfundi húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í dag að 2.800 íbúðir fyrir tekju- og eignaminni verði byggðar á næstu þremur árum. 20. júní 2023 14:29 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Á fundi í húsakynnum HMS tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, að hann hefði með reglugerðarbreytingu víkkað út viðmið á hlutdeildarlánum. Hlutdeildarlán eru í boði fyrir fyrstu kaupendur og fólk sem ekki hefur átt íbúð undanliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Viðmið um hámarksverð íbúða hefur verið uppfært, verðflokkar sveitarfélaga endurskoðaðir og tekjumörk lántaka uppfærð. Breytingin var gerð til að koma til móts við hækkun fasteignamats. Í kvöldfréttum stöðvar 2 sagði Sigurður Ingi að með þessum áætlunum séu stjórnvöld að taka sér þýðingarmeiri stöðu á leigumarkaði. „Við erum auðvitað bara að reyna að búa hér til meira jafnvægi á húsnæðismarkaði og það er algjörlega nauðsynlegt þar af leiðandi að ríkisvaldið taki sér ákveðna stöðu með sveitarfélögunum sem bera ábyrgð á því að skipuleggja og að byggja í raun og veru íbúðir fyrir sína íbúa. Með því að gera samninga við sveitarfélögin, fá þessa sameiginlegu sýn og gera okkur grein fyrir hvað þarf að að byggja til tíu ára og stefna síðan að því og vinna markvisst, þá erum við að taka mjög stór skref í átt að því að búa til meira jafnvægi á húsnæðismarkaði með því að ríkið taki stöðu á markaðnum.“ Heildarfjárhæð framlaga ríkisins eru rúmlega þrír milljarðar króna en sveitarfélög leggja til tæplega 1,8 milljarða króna framlag á móti framlagi ríkisins til íbúðanna. Brothættur leigumarkaður En leigumarkaðurinn í núverandi mynd, myndirðu treysta þér til að lýsa honum eins og hann er í dag, í einlægni? „Hann er brothættur, alveg klárlega. Hann eru auðvitað ekkert mjög stór en stærsti hlutinn af honum er einstaklingsmarkaður, það er að segja fólk sem á sínar íbúðir og leigir kannski eina eða hugsanlega tvær á meðan í öðrum löndum er mjög stærri hluti einhvers konar leigufélög. Við erum að byggja, hið opinbera, yfir þennan afmarkaða hóp sem eru þá mjög tekjulágir og eignalitlir og tryggja þeim húsnæðisöryggi vegna þess að það held ég að skipti miklu máli í góðu samfélagi,“ segir Sigurður Ingi Starfshópur vinnur nú að breytingum á húsaleigulögum sem miða að því að styrkja stöðu leigjenda og auka langtímaleigu. „En það er líka verið að skoða einhvers konar leigubremsu, einhverja útfærslu á því og ég á von á því að fá frumvarp núna inn í sumarið sem færi þá í samráðsgátt í sumar með það að markmiði að leggja það fram á þinginu í haust.“ Uppbygging hagkvæmu leiguíbúðanna er í öllum landshlutum. 70% íbúðanna verða á höfuðborgarsvæðinu en 30% á landsbyggðinni. Óleyfisbúseta til skoðunar Í erindi sínu á fundinum í dag sagði Sigurður Ingi að svokölluð óleyfisbúseta í atvinnuhúsnæði væri til skoðunar. „Við höfum veri ðmeð starfshópa að störfum, reyndar tvo, í kjölfarið á þessum hryllilega bruna á Bræðraborgarstíg og þeir hafa verið að koma með tillögur sem meðal annars lúta að breytingum á lögum og það er svona verið að stefna að því að fara þar inn með lagabreytingar og meðal annars skoða hvort við getum leyft með einhverjum hætti þessa óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði með það fyrir augum að tryggja að það sé eftirlit varðandi brunavarnir, heilnæmi og slíkt sem ekki er í dag.“ Sigurður segir að íbúðauppbygging sé lykilþáttur í að ná tökum á leigumarkaðnum en aðspurður segir Sigurður Ingi að uppbyggingin muni líka koma til með að liðka fyrir kjaraviðræðum með haustinu. „Við erum sannfærð um það, en eins og ég kom inn á í máli mínu þá er eina leiðin til að koma með almennilegt jafnvægi það er að auka framboð og það eru áskoranir við þessar efnahagsaðstæður og þess vegna skiptir máli að við tökum utan um verðbólguna og fáum lægri vexti sem fyrst og það er stærsta verkefni samtímans, og þannig stöðugleika í þjóðhagsbúskapnum því þá mun markaðurinn taka við sér og framleiða miklu meira en á meðan hann gerir það ekki þá ætlum við að taka miklu stærri skref þarna inni.“ Þetta er um það bil tvöföldun á því sem upphaflega var lagt upp með en er þetta nóg? „Þetta er allavega góður áfangi.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leigumarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Nær þrjú þúsund nýjar íbúðir fyrir tekju- og eignaminni fyrir árið 2026 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra greindi frá því á kynningarfundi húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í dag að 2.800 íbúðir fyrir tekju- og eignaminni verði byggðar á næstu þremur árum. 20. júní 2023 14:29 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Nær þrjú þúsund nýjar íbúðir fyrir tekju- og eignaminni fyrir árið 2026 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra greindi frá því á kynningarfundi húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í dag að 2.800 íbúðir fyrir tekju- og eignaminni verði byggðar á næstu þremur árum. 20. júní 2023 14:29