Söguleg endurkoma Moldóvu gegn Póllandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2023 13:30 Moldóva vann vægast sagt óvæntan sigur. Harry Langer/Getty Images Segja má að sigur Moldóvu á Póllandi í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Sérstaklega ef horft er til þess að Pólverjar voru 2-0 yfir í hálfleik. Á Chişinău-vellinum í Moldóvu voru 9442 sálir mættar til að sjá heimaliðið taka á móti Póllandi. Moldóva var með tvö stig að loknum þremur leikjum á meðan Pólland var með þrjú að loknum tveimur. Fyrir fram var búist við nokkuð öruggum sigri gestanna enda þeir í 23. sæti heimslista FIFA. Á meðan Moldóva situr í 171. sæti af 211 þjóðum. Sigurinn svo sannarlega sögulegur og hvað þá ef horft er í hvaða þjóðir Moldóva hefur unnið undanfarin misseri og ár. The FIFA rankings of the last five teams Moldova have beaten: Azerbaijan: 124 Andorra: 153 Latvia: 132 Liechenstein: 199 Poland: 23A truly historic night. pic.twitter.com/G8o6TND3Qh— Squawka Live (@Squawka_Live) June 20, 2023 Síðustu sigurleikir liðsins komu í Þjóðadeildinni þar sem Moldóva lagði Liechtenstein tvívegis, Lettland og Andorra. Fara þarf aftur til 8. júní árið 2019 til að finna síðasta sigurleik liðsins í undankeppni EM eða HM. Sá kom gegn Andorra og var eini sigur liðsins í þeirri undankeppni. Fara þarf alla leið aftur til 2013 til að finna sigur í undankeppni sem kom ekki gegn San Marínó eða Andorra. Þá vann Moldóva óvæntan 5-2 útisigur á Svartfjallalandi. Til að gera sigurinn á Póllandi enn sætari þá kom Moldóva til baka eftir að lenda 2-0 undir. Báðir framherjar Póllands, Robert Lewandowski og Arkadiusz Milik, skoruðu í fyrri hálfleik og virtist leiknum einfaldlega lokið. Allt kom fyrir ekki en Ion Nicolaescu skoraði tvívegis og jafnaði þar með metin áður en varnarmaðurinn Vladyslav Baboglo tryggði Moldóvu einn fræknasta sigur í sögu þjóðarinnar. Historic night for Moldova - one of Europe's worst teams with a FIFA rank of 171 - as they come from two down to BEAT 23rd-ranked Poland, 148 places above them in the rankings!!!It is the first time they have come from two goals down to win a competitive game this century!!! pic.twitter.com/G7xXQ1lUub— The Sweeper (@SweeperPod) June 20, 2023 Sigurinn lyfti Moldóvu upp í 3. sæti E-riðils með 5 stig, tveimur meira en Pólland sem á leik til góða. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira
Á Chişinău-vellinum í Moldóvu voru 9442 sálir mættar til að sjá heimaliðið taka á móti Póllandi. Moldóva var með tvö stig að loknum þremur leikjum á meðan Pólland var með þrjú að loknum tveimur. Fyrir fram var búist við nokkuð öruggum sigri gestanna enda þeir í 23. sæti heimslista FIFA. Á meðan Moldóva situr í 171. sæti af 211 þjóðum. Sigurinn svo sannarlega sögulegur og hvað þá ef horft er í hvaða þjóðir Moldóva hefur unnið undanfarin misseri og ár. The FIFA rankings of the last five teams Moldova have beaten: Azerbaijan: 124 Andorra: 153 Latvia: 132 Liechenstein: 199 Poland: 23A truly historic night. pic.twitter.com/G8o6TND3Qh— Squawka Live (@Squawka_Live) June 20, 2023 Síðustu sigurleikir liðsins komu í Þjóðadeildinni þar sem Moldóva lagði Liechtenstein tvívegis, Lettland og Andorra. Fara þarf aftur til 8. júní árið 2019 til að finna síðasta sigurleik liðsins í undankeppni EM eða HM. Sá kom gegn Andorra og var eini sigur liðsins í þeirri undankeppni. Fara þarf alla leið aftur til 2013 til að finna sigur í undankeppni sem kom ekki gegn San Marínó eða Andorra. Þá vann Moldóva óvæntan 5-2 útisigur á Svartfjallalandi. Til að gera sigurinn á Póllandi enn sætari þá kom Moldóva til baka eftir að lenda 2-0 undir. Báðir framherjar Póllands, Robert Lewandowski og Arkadiusz Milik, skoruðu í fyrri hálfleik og virtist leiknum einfaldlega lokið. Allt kom fyrir ekki en Ion Nicolaescu skoraði tvívegis og jafnaði þar með metin áður en varnarmaðurinn Vladyslav Baboglo tryggði Moldóvu einn fræknasta sigur í sögu þjóðarinnar. Historic night for Moldova - one of Europe's worst teams with a FIFA rank of 171 - as they come from two down to BEAT 23rd-ranked Poland, 148 places above them in the rankings!!!It is the first time they have come from two goals down to win a competitive game this century!!! pic.twitter.com/G7xXQ1lUub— The Sweeper (@SweeperPod) June 20, 2023 Sigurinn lyfti Moldóvu upp í 3. sæti E-riðils með 5 stig, tveimur meira en Pólland sem á leik til góða.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira