Reykjanesbær látinn sitja einn í súpunni Bjarki Sigurðsson skrifar 22. júní 2023 11:40 Friðjón Einarsson er formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ og oddviti Samfylkingarinnar í sveitarfélaginu. Vísir/Sigurjón Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir innviði sprungna vegna fjölda hælisleitenda í bænum. Hann segir það hafa verið óheppni hversu mikið var af lausu húsnæði á Ásbrú þegar Vinnumálastofnun tók íbúðir þar á leigu. Mikið hefur verið rætt um fjölgun flóttamanna og hælisleitenda í Reykjanesbæ síðustu mánuði. Hefur bæjarfulltrúi Umbótar meðal annars sagt töluverðan óróa vera í bænum vegna ástandsins sem hefur myndast og hefur hún miklar áhyggjur af þróuninni. Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og formaður bæjarráðs, segir það vera rétt að innviðir séu komnir að þolmörkum. Staðan hafi verið þannig í marga mánuði og lítið gerst hjá stjórnvöldum til að bregðast við vandanum. „Því miður hefur ekki náðst samstaða meðal sveitarfélaga á Íslandi að taka þátt í þessu verkefni. Við skiljum það svo sem alveg, þetta er mikill átroðningur á sveitarfélögin, en að skilja okkur eftir svona ein er mjög illa séð af okkur,“ segir Friðjón. Hann segir að í kjölfar lagabreytingar árið 2016 sem gerði Venesúelamönnum kleift að koma til Íslands hafi ríkið fengið í fangið fjölda fólks sem eftir átti að gera ráðstafanir fyrir. Þá hafi verið laust húsnæði á Ásbrú sem ríkið tók á leigu. „Mikið af þessu var gert án samráðs við okkur. Þannig að þetta var bara svona, hvað á ég að segja, óheppni að húsnæði var hérna og við erum auðvitað í nánd við flugvöllinn. Það er ekki síður þessi seinagangur í afgreiðslu á umsóknum sem gerir það að fólk þarf að vera hérna í langan tíma sem er ómannúðlegt,“ segir Friðjón. Hann segir gögnin sýna að með fjölgun hælisleitenda hafi glæpir ekki aukist líkt og bæjarbúar hafa óttast. Þeir séu þó afar sýnilegir innan bæjarfélagsins. „Þetta fólk getur ekki verið bara inni á herbergi allan sólarhringinn, það þarf að geta farið út og reynt að njóta sín aðeins, að vera til. Þá er þetta mjög sýnilegt hjá okkur og það er það sem íbúarnir eru mest að kvarta yfir. Að þessir hópar eru mjög sýnilegir í matvöruverslunum og gangandi um bæinn. Þó þau séu ekki að gera eitt né neitt af sér þá er þetta mjög sýnilegt,“ segir Friðjón. Reykjanesbær Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um fjölgun flóttamanna og hælisleitenda í Reykjanesbæ síðustu mánuði. Hefur bæjarfulltrúi Umbótar meðal annars sagt töluverðan óróa vera í bænum vegna ástandsins sem hefur myndast og hefur hún miklar áhyggjur af þróuninni. Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og formaður bæjarráðs, segir það vera rétt að innviðir séu komnir að þolmörkum. Staðan hafi verið þannig í marga mánuði og lítið gerst hjá stjórnvöldum til að bregðast við vandanum. „Því miður hefur ekki náðst samstaða meðal sveitarfélaga á Íslandi að taka þátt í þessu verkefni. Við skiljum það svo sem alveg, þetta er mikill átroðningur á sveitarfélögin, en að skilja okkur eftir svona ein er mjög illa séð af okkur,“ segir Friðjón. Hann segir að í kjölfar lagabreytingar árið 2016 sem gerði Venesúelamönnum kleift að koma til Íslands hafi ríkið fengið í fangið fjölda fólks sem eftir átti að gera ráðstafanir fyrir. Þá hafi verið laust húsnæði á Ásbrú sem ríkið tók á leigu. „Mikið af þessu var gert án samráðs við okkur. Þannig að þetta var bara svona, hvað á ég að segja, óheppni að húsnæði var hérna og við erum auðvitað í nánd við flugvöllinn. Það er ekki síður þessi seinagangur í afgreiðslu á umsóknum sem gerir það að fólk þarf að vera hérna í langan tíma sem er ómannúðlegt,“ segir Friðjón. Hann segir gögnin sýna að með fjölgun hælisleitenda hafi glæpir ekki aukist líkt og bæjarbúar hafa óttast. Þeir séu þó afar sýnilegir innan bæjarfélagsins. „Þetta fólk getur ekki verið bara inni á herbergi allan sólarhringinn, það þarf að geta farið út og reynt að njóta sín aðeins, að vera til. Þá er þetta mjög sýnilegt hjá okkur og það er það sem íbúarnir eru mest að kvarta yfir. Að þessir hópar eru mjög sýnilegir í matvöruverslunum og gangandi um bæinn. Þó þau séu ekki að gera eitt né neitt af sér þá er þetta mjög sýnilegt,“ segir Friðjón.
Reykjanesbær Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19