Segja Rússa ætla sér „hryðjuverk“ í kjarnorkuverinu Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2023 14:52 Vatn úr uppistöðulóni Kahkovka-stíflunnar er notað til að kæla kjarnakljúfa Saporisjía-orkuversins. Lítið vatn er í lóninu eftir að stíflan var sprengd og Úkraínumenn segja Rússa ætla að fremja „hryðjuverk“. EPA/SERGEI ILNITSKY Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði við því í morgun að Rússar ætluðu sér að fremja skemmdarverk á Saporisjía kjarnorkuverinu. Leyniþjónusta Úkraínu hefði komist á snoðir um að Rússar ætluðu sér að hleypa geislavirkum efnum frá kjarnorkuverinu. Þetta sagði forsetinn í ávarpi sem birt var í morgun og sagði hann að upplýsingum um þetta „hryðjuverk“ hefði verið deilt með bandamönnum Úkraínu. „Því miður, þarf ég að minna fólk aftur á að geislavirkni þekkir ekki landamæri ríkja. Hverjir verða fyrir henni byggir eingöngu á vindáttinni,“ sagði Selenskí. We have just had a report from our intelligence and the Security Service of .Intelligence has received information that Russia is considering a scenario of a terrorist attack on the Zaporizhzhia nuclear power plant. A terrorist attack with radiation leakage. They have prepared pic.twitter.com/WK6qM090Ru— (@ZelenskyyUa) June 22, 2023 Rússar hafa stjórnað kjarnorkuverinu, sem er það stærsta í Evrópu, frá því innrás þeirra hófst í febrúar í fyrra. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að Selenskí væri að ljúga. Rússar hafa reglulega sakað Úkraínumenn um að gera árásir á kjarnorkuverið en Rússar hafa sömuleiðis verið sakaðir um að staðsetja þar stórskotaliðsvopn. Reuters segir allar tilraunir til að skapa einhverskonar friðarsvæði í kringum orkuverið hafa misheppnast. Varaði við sprengjum í vatnsbólinu Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, hélt því fram fyrr í vikunni að Rússar hefðu komið sprengjum fyrir í vatnsbóli kjarnorkuversins, þar sem vatn er geymt sem notað er til að kæla kjarnakljúfa orkuversins. Starfsmenn kjarnorkuversins hafa um árabil dælt vatni úr stöðulóni Kakhokva-stíflunnar. Því var hætt eftir að stíflan, sem hefur einnig verið undir stjórn Rússa frá því innrásin hófst, var sprengd. Vísbendingar benda til þess að Rússar hafi komið fyrir sprengjum í grunni stíflunnar og sprengt hana í loft upp. Sjá einnig: „Það er enn engin hjálp“ Síðan þá hefur verið notast við vatn úr eigin vatnsbóli kjarnorkuversins en það á að duga í einhverja mánuði. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin tilkynnti í dag að til stæði að byrja aftur að dæla vatni úr uppistöðulóninu, eða því sem eftir væri af því. Starfsmenn stofnunarinnar segja að hægt sé að dæla vatni úr uppistöðulóninu og þannig er hægt að komast hjá því að nota vatnsbólið. Í áðurnefndu ávarpi sagði Selenskí að heimurinn hefði einnig verið varaður við því að Rússar hefðu komið fyrir sprengjum í Kakhovka-stíflunni. Í þetta sinn þyrfti heimurinn að bregðast við. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41 Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06 „Til fjandans með þá“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að til greina kæmi að beita kjarnorkuvopnum, ef öryggi Rússlands væri ógnað. Þá sagði Pútín að Rússar myndi ekki fækka kjarnorkuvopnum sínum, sama hvurslags samkomulag Vesturlönd reyndi að gera við Rússland. 16. júní 2023 22:30 Segir Selenskí vera skömm fyrir gyðinga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir efnahag Rússlands sterkan og hafnar því að ríkið sé orðið einangrað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá sagði Pútín að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, væri ekki gyðingur. Þetta sagði forsetinn á fjárfestaráðstefnu í Pétursborg, sem gengur út á það laða erlenda fjárfesta til Rússlands. 16. júní 2023 14:59 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Þetta sagði forsetinn í ávarpi sem birt var í morgun og sagði hann að upplýsingum um þetta „hryðjuverk“ hefði verið deilt með bandamönnum Úkraínu. „Því miður, þarf ég að minna fólk aftur á að geislavirkni þekkir ekki landamæri ríkja. Hverjir verða fyrir henni byggir eingöngu á vindáttinni,“ sagði Selenskí. We have just had a report from our intelligence and the Security Service of .Intelligence has received information that Russia is considering a scenario of a terrorist attack on the Zaporizhzhia nuclear power plant. A terrorist attack with radiation leakage. They have prepared pic.twitter.com/WK6qM090Ru— (@ZelenskyyUa) June 22, 2023 Rússar hafa stjórnað kjarnorkuverinu, sem er það stærsta í Evrópu, frá því innrás þeirra hófst í febrúar í fyrra. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að Selenskí væri að ljúga. Rússar hafa reglulega sakað Úkraínumenn um að gera árásir á kjarnorkuverið en Rússar hafa sömuleiðis verið sakaðir um að staðsetja þar stórskotaliðsvopn. Reuters segir allar tilraunir til að skapa einhverskonar friðarsvæði í kringum orkuverið hafa misheppnast. Varaði við sprengjum í vatnsbólinu Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, hélt því fram fyrr í vikunni að Rússar hefðu komið sprengjum fyrir í vatnsbóli kjarnorkuversins, þar sem vatn er geymt sem notað er til að kæla kjarnakljúfa orkuversins. Starfsmenn kjarnorkuversins hafa um árabil dælt vatni úr stöðulóni Kakhokva-stíflunnar. Því var hætt eftir að stíflan, sem hefur einnig verið undir stjórn Rússa frá því innrásin hófst, var sprengd. Vísbendingar benda til þess að Rússar hafi komið fyrir sprengjum í grunni stíflunnar og sprengt hana í loft upp. Sjá einnig: „Það er enn engin hjálp“ Síðan þá hefur verið notast við vatn úr eigin vatnsbóli kjarnorkuversins en það á að duga í einhverja mánuði. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin tilkynnti í dag að til stæði að byrja aftur að dæla vatni úr uppistöðulóninu, eða því sem eftir væri af því. Starfsmenn stofnunarinnar segja að hægt sé að dæla vatni úr uppistöðulóninu og þannig er hægt að komast hjá því að nota vatnsbólið. Í áðurnefndu ávarpi sagði Selenskí að heimurinn hefði einnig verið varaður við því að Rússar hefðu komið fyrir sprengjum í Kakhovka-stíflunni. Í þetta sinn þyrfti heimurinn að bregðast við.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41 Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06 „Til fjandans með þá“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að til greina kæmi að beita kjarnorkuvopnum, ef öryggi Rússlands væri ógnað. Þá sagði Pútín að Rússar myndi ekki fækka kjarnorkuvopnum sínum, sama hvurslags samkomulag Vesturlönd reyndi að gera við Rússland. 16. júní 2023 22:30 Segir Selenskí vera skömm fyrir gyðinga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir efnahag Rússlands sterkan og hafnar því að ríkið sé orðið einangrað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá sagði Pútín að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, væri ekki gyðingur. Þetta sagði forsetinn á fjárfestaráðstefnu í Pétursborg, sem gengur út á það laða erlenda fjárfesta til Rússlands. 16. júní 2023 14:59 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41
Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06
„Til fjandans með þá“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að til greina kæmi að beita kjarnorkuvopnum, ef öryggi Rússlands væri ógnað. Þá sagði Pútín að Rússar myndi ekki fækka kjarnorkuvopnum sínum, sama hvurslags samkomulag Vesturlönd reyndi að gera við Rússland. 16. júní 2023 22:30
Segir Selenskí vera skömm fyrir gyðinga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir efnahag Rússlands sterkan og hafnar því að ríkið sé orðið einangrað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá sagði Pútín að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, væri ekki gyðingur. Þetta sagði forsetinn á fjárfestaráðstefnu í Pétursborg, sem gengur út á það laða erlenda fjárfesta til Rússlands. 16. júní 2023 14:59