Sumarið kemur og fer en það er alltaf von Bragi Bjarnason skrifar 24. júní 2023 06:01 Við verðum víst að sætta okkur við þann veruleika að geta ekki stjórnað veðurfarinu en við getum þó haft jákvæð áhrif á aðra þætti í samfélaginu sem og okkar eigin viðhorf. Það má kannski segja að það sé lúxusvandamál að pirra sig yfir veðurfarinu í stað þess að njóta bara útiveru, bæjarhátíða eða annarra skemmtilegra verkefna, sem eru nokkur hérna í Sveitarfélaginu Árborg. Leikskólamálin í góðum farvegi Vel hefur gengið að úthluta leikskólaplássum og nú þegar hafa öll börn fædd í maí 2022 og áttu umsókn fengið úthlutað plássi í leikskóla frá og með næsta hausti. Það er ánægjulegt að sveitarfélagið geti úhlutað svo mörgum börnum rými í leikskólum Árborgar. Markmiðið er að halda áfram uppbyggingu þessara lykilinnviða. Um leið er til skoðunar að fjölga valkostum fyrir foreldra svo sem í samvinnu við einkarekna leikskóla. Samfélag af okkar stærð ber það fyllilega að mínu mati að bjóða upp á fjölbreytta valkosti í rekstri leikskóla. Stafræn þróun á réttri leið Þróun í stafrænni tækni hjá sveitarfélaginu hefur gengið vel og áhersla verið lögð á að vinnuumhverfi starfsmanna sé í gegnum skýjaumhverfið “Office 365”. Það má segja að Covid 19 hafi ýtt sveitarfélaginu mjög hratt í þessar breytingar. Eðli málsins samkvæmtu þurfti að vinna úr ýmsum hliðarverkunum í kjölfarið til að ná fram sem bestri virkni fyrir starfsmenn. Þróunin í þessum málaflokki er hröð og nú í maí varð Sveitarfélagið Árborg fyrst sveitarfélaga til að birta starfsfólki launaseðla þess í gegnum pósthólf hins opinbera á island.is. Það felur í sér hagræðingu í rekstri þar sem sveitarfélagið þarf ekki að greiða fyrir þá birtingu líkt og í gegnum heimabanka. Markmiðið er að sem flest gögn, umsóknir og upplýsingar frá ríki, sveitarfélögum og öðrum opinberum aðilum fari í gegnum sama svæðið á island.is. Íbúar geti þá með einfaldari hætti og á sama stað sótt um þjónustu eða fengið send gögn. Þekkt fyrir fjölbreytt hátíðarhald Þegar kemur að bæjarhátíðunum er Sveitarfélagið Árborg þekkt fyrir litríkar og skemmtilegar hátíðir. Nú um helgina eru Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka og Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára á Selfossi. Helgina 29. júní-2. júlí er haldið Íslandsmót í hestaíþróttum á Selfossi ásamt hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum. Sömu helgi blása síðan Stokkseyringar til árlegrar Bryggjuhátíðar. Grill og tónlistarhátíðin “Kótelettan” fer fram 7.-9. júlí og Sumar á Selfossi lokar sumrinu dagana 10.-13. ágúst. Nánari upplýsingar um bæjarhátíðir í Árborg má finna á www.arborg.is. Ýmsir aðrir viðburðir eru síðan í gangi yfir sumarið og má nefna knattspyrnuleiki, sumarlestur á bókasafninu á Selfossi alla miðvikudaga og fleira. Það er því sannarlega mikið um að vera í Sveitarfélaginu Árborg í sumar og ættu allir að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Bragi Bjarnason Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við verðum víst að sætta okkur við þann veruleika að geta ekki stjórnað veðurfarinu en við getum þó haft jákvæð áhrif á aðra þætti í samfélaginu sem og okkar eigin viðhorf. Það má kannski segja að það sé lúxusvandamál að pirra sig yfir veðurfarinu í stað þess að njóta bara útiveru, bæjarhátíða eða annarra skemmtilegra verkefna, sem eru nokkur hérna í Sveitarfélaginu Árborg. Leikskólamálin í góðum farvegi Vel hefur gengið að úthluta leikskólaplássum og nú þegar hafa öll börn fædd í maí 2022 og áttu umsókn fengið úthlutað plássi í leikskóla frá og með næsta hausti. Það er ánægjulegt að sveitarfélagið geti úhlutað svo mörgum börnum rými í leikskólum Árborgar. Markmiðið er að halda áfram uppbyggingu þessara lykilinnviða. Um leið er til skoðunar að fjölga valkostum fyrir foreldra svo sem í samvinnu við einkarekna leikskóla. Samfélag af okkar stærð ber það fyllilega að mínu mati að bjóða upp á fjölbreytta valkosti í rekstri leikskóla. Stafræn þróun á réttri leið Þróun í stafrænni tækni hjá sveitarfélaginu hefur gengið vel og áhersla verið lögð á að vinnuumhverfi starfsmanna sé í gegnum skýjaumhverfið “Office 365”. Það má segja að Covid 19 hafi ýtt sveitarfélaginu mjög hratt í þessar breytingar. Eðli málsins samkvæmtu þurfti að vinna úr ýmsum hliðarverkunum í kjölfarið til að ná fram sem bestri virkni fyrir starfsmenn. Þróunin í þessum málaflokki er hröð og nú í maí varð Sveitarfélagið Árborg fyrst sveitarfélaga til að birta starfsfólki launaseðla þess í gegnum pósthólf hins opinbera á island.is. Það felur í sér hagræðingu í rekstri þar sem sveitarfélagið þarf ekki að greiða fyrir þá birtingu líkt og í gegnum heimabanka. Markmiðið er að sem flest gögn, umsóknir og upplýsingar frá ríki, sveitarfélögum og öðrum opinberum aðilum fari í gegnum sama svæðið á island.is. Íbúar geti þá með einfaldari hætti og á sama stað sótt um þjónustu eða fengið send gögn. Þekkt fyrir fjölbreytt hátíðarhald Þegar kemur að bæjarhátíðunum er Sveitarfélagið Árborg þekkt fyrir litríkar og skemmtilegar hátíðir. Nú um helgina eru Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka og Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára á Selfossi. Helgina 29. júní-2. júlí er haldið Íslandsmót í hestaíþróttum á Selfossi ásamt hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum. Sömu helgi blása síðan Stokkseyringar til árlegrar Bryggjuhátíðar. Grill og tónlistarhátíðin “Kótelettan” fer fram 7.-9. júlí og Sumar á Selfossi lokar sumrinu dagana 10.-13. ágúst. Nánari upplýsingar um bæjarhátíðir í Árborg má finna á www.arborg.is. Ýmsir aðrir viðburðir eru síðan í gangi yfir sumarið og má nefna knattspyrnuleiki, sumarlestur á bókasafninu á Selfossi alla miðvikudaga og fleira. Það er því sannarlega mikið um að vera í Sveitarfélaginu Árborg í sumar og ættu allir að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun