Lýðræðisflokkur Mitsotakis með stórsigur í Grikklandi Eiður Þór Árnason skrifar 25. júní 2023 19:17 Kyriakos Mitsotakis, leiðtogi Lýðræðisflokksins fyrir miðju ásamt börnum sínum á kjörstað í Aþenu í dag. AP/Yorgos Karahalis Lýðræðisflokkur forsætisráðherra Grikklands vann stórsigur í þingkosningum sem fram fóru þar í landi í dag. Mældist íhaldsflokkur Kyriakos Mitsotakis með rétt yfir 40% atkvæða þegar tölur höfðu borist frá um 90% kjörstaða á landsvísu. Á sama tíma mælist hinn vinstri sinnaði Syriza-flokkur með undir 18% fylgi. Þetta er í annað sinn á fimm vikum sem þingkosningar fara fram í Grikklandi og benda bráðabirgðaniðurstöðurnar til þess að Lýðræðisflokkurinn hafi tryggt sér rúman þingmeirihluta og endurnýjað stjórnarumboð sitt til næstu fjögurra ára. Kosningarnar í dag fara fram um viku eftir að yfirfullur fiskibátur sökk við vesturströnd Grikklands með þeim afleiðingum að hundruð flóttamanna ýmist týndust eða fórust í Miðjarðarhafinu. Atvikið hefur vakið upp spurningar um stranga flóttamannastefnu landsins og aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum. Harmleikurinn, sem telst vera einn sá versti í Miðjarðarhafinu í fleiri ár, virðist ekki hafa haft mikil áhrif á kosningarnar þar sem innlend efnahagsmál voru hvað efst í huga kjósenda. Hljóta meirihluta með hjálp lagabreytingar AP fréttaveitan greinir frá því að Lýðræðisflokki Mitsotakis sé nú spáð 157 eða 158 af alls 300 þingsætum á gríska þinginu, þökk sé breytingu á kosningalögum sem veitir stærsta flokknum sérstök aukasæti. Þetta eru fyrstu kosningarnar frá því að lagabreytingin tók gildi en í þingkosningunum í maí vantaði sama flokk fimm sæti til að tryggja sér meirihluta með 41% fylgi. Átta flokkum er spáð þingsætum og hefur sá fjöldi áhrif á það hversu mörg sæti stærsti flokkurinn fær. Í kosningabaráttu sinni lagði Mitsotakis, sitjandi forsætisráðherra einkum áherslu á að tryggja efnahagsvöxt og pólitískan stöðugleika í ríki sem er enn að ná vopnum sínum eftir nærri áratugalanga fjármálakreppu. Grikkland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Þetta er í annað sinn á fimm vikum sem þingkosningar fara fram í Grikklandi og benda bráðabirgðaniðurstöðurnar til þess að Lýðræðisflokkurinn hafi tryggt sér rúman þingmeirihluta og endurnýjað stjórnarumboð sitt til næstu fjögurra ára. Kosningarnar í dag fara fram um viku eftir að yfirfullur fiskibátur sökk við vesturströnd Grikklands með þeim afleiðingum að hundruð flóttamanna ýmist týndust eða fórust í Miðjarðarhafinu. Atvikið hefur vakið upp spurningar um stranga flóttamannastefnu landsins og aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum. Harmleikurinn, sem telst vera einn sá versti í Miðjarðarhafinu í fleiri ár, virðist ekki hafa haft mikil áhrif á kosningarnar þar sem innlend efnahagsmál voru hvað efst í huga kjósenda. Hljóta meirihluta með hjálp lagabreytingar AP fréttaveitan greinir frá því að Lýðræðisflokki Mitsotakis sé nú spáð 157 eða 158 af alls 300 þingsætum á gríska þinginu, þökk sé breytingu á kosningalögum sem veitir stærsta flokknum sérstök aukasæti. Þetta eru fyrstu kosningarnar frá því að lagabreytingin tók gildi en í þingkosningunum í maí vantaði sama flokk fimm sæti til að tryggja sér meirihluta með 41% fylgi. Átta flokkum er spáð þingsætum og hefur sá fjöldi áhrif á það hversu mörg sæti stærsti flokkurinn fær. Í kosningabaráttu sinni lagði Mitsotakis, sitjandi forsætisráðherra einkum áherslu á að tryggja efnahagsvöxt og pólitískan stöðugleika í ríki sem er enn að ná vopnum sínum eftir nærri áratugalanga fjármálakreppu.
Grikkland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira