Þrjár bifreiðar aðrar festust í gær og á laugardag; ein á vaðinu í Landmannalaugum, önnur í Helliskvísl á Dómadalsleið og þriðja í Steinholtsá á leið inn í Þórsmörk.
Þrjú umferðarslys urðu á Suðurlandi urðu um helgina en þrír voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi eftir að ökumaður velti bifreið sinni á Suðurlandsvegi hinum gamla, skammt frá Kotströnd. Meðsl farþega voru talin minniháttar.
Þá velti ökumaður bifreið á Laugarvatnsvegi og hlaut minniháttar meiðsl.
Vísir hafði þegar greint frá því að ökumaður lenti út í á eftir að hafa ekið á enda brúarhandriðs á Markarfljótsbrú. Tókst ökumanninum að halda í bifreiðina þar til aðstoð barst og var fluttur með þyrlu á slysadeild Landspítala. Vitað er að ökumaðurinn ofkældist.
Í Facebook-færslu minnir lögreglan á Suðurlandi á að framundan séu stórar umferðarhelgar í umdæminu og eru allir hvattir til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stuðla að slysalausu sumri.