Shoigu sagður hafa heimsótt hersveitir Rússa í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. júní 2023 06:55 Stilla úr myndskeiði sem er sagt sýna Shoigu á leið að heimsækja hersveitir Rússa í Úkraínu. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, heimsótti hersveitir landsins í Úkraínu í gær en þetta er í fyrsta sinn sem sést til varnarmálaráðherrans eftir valdaránstilraun Yevgeny Prigozhin og Wagner-liða um helgina. Þetta fullyrðir fréttastofan RIA. Shoigu hefur ekki tjáð sig um atburði helgarinnar en Prigozhin var harðorður í garð varnarmálaráðherrans og sakaði hann meðal annars um að hafa blekkt Vladimir Pútín Rússlandsforseta og rússneskan almenning til að styðja við tilhæfulausa innrás inn í Úkraínu. Í kjölfar samkomulags Alexander Lúkasjenkó og Prigozhin um að binda enda á uppreisn Wagner hafa menn spurt sig að því hvort Shoigu muni halda embættinu. Enn sem komið er bendir ekkert til þess að ásakanir Prigozhin hafi breytt afstöðu Pútín til ráðherrans. Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, hefur lýst því yfir að sá viðbúnaður sem gripið var til vegna valdaránstilraunarinnar og sóknar Wagner að höfuðborginni sé ekki lengur í gildi. Í tilkynningu á Telegram þakkaði hann íbúum skilning þeirra og yfirvegun. Bresk stjórnvöld greindu frá því í morgun að 17 þúsund Úkraínumenn hefðu fengið þjálfun hjá Bretum og öðrum bandamönnum Úkraínu frá því að innrásin hófst. Ekkert bendir til annars en að Rússar hyggist berjast áfram í Úkraínu og óvíst hvaða áhrif ef einhver atburðir helgarinnar munu hafa á gang mála. Fastlega er búist við að hluti Wagner-liða muni snúa aftur á vígvöllinn til að berjast fyrir Rússland. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Wagner-liðar fá sakaruppgjöf og Prigozhin fer til Belarús Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina. 24. júní 2023 17:30 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Þetta fullyrðir fréttastofan RIA. Shoigu hefur ekki tjáð sig um atburði helgarinnar en Prigozhin var harðorður í garð varnarmálaráðherrans og sakaði hann meðal annars um að hafa blekkt Vladimir Pútín Rússlandsforseta og rússneskan almenning til að styðja við tilhæfulausa innrás inn í Úkraínu. Í kjölfar samkomulags Alexander Lúkasjenkó og Prigozhin um að binda enda á uppreisn Wagner hafa menn spurt sig að því hvort Shoigu muni halda embættinu. Enn sem komið er bendir ekkert til þess að ásakanir Prigozhin hafi breytt afstöðu Pútín til ráðherrans. Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, hefur lýst því yfir að sá viðbúnaður sem gripið var til vegna valdaránstilraunarinnar og sóknar Wagner að höfuðborginni sé ekki lengur í gildi. Í tilkynningu á Telegram þakkaði hann íbúum skilning þeirra og yfirvegun. Bresk stjórnvöld greindu frá því í morgun að 17 þúsund Úkraínumenn hefðu fengið þjálfun hjá Bretum og öðrum bandamönnum Úkraínu frá því að innrásin hófst. Ekkert bendir til annars en að Rússar hyggist berjast áfram í Úkraínu og óvíst hvaða áhrif ef einhver atburðir helgarinnar munu hafa á gang mála. Fastlega er búist við að hluti Wagner-liða muni snúa aftur á vígvöllinn til að berjast fyrir Rússland.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Wagner-liðar fá sakaruppgjöf og Prigozhin fer til Belarús Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina. 24. júní 2023 17:30 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Wagner-liðar fá sakaruppgjöf og Prigozhin fer til Belarús Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina. 24. júní 2023 17:30