Hvað kostar bygging 39.080 íbúða á næstu 10 árum hið opinbera? Tómas Ellert Tómasson skrifar 26. júní 2023 07:31 Húsnæðisskortur er í landinu. Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) gefur það út að þörfin sé 39.080 íbúðir á næstu 10 árum. Til að bregðast við húsnæðisvandanum hafa stjórnvöld og ýmsir hagsmunaaðilar rætt og kynnt ýmsar lausnir á því hvernig mæta skuli húsnæðisþörfinni. Í því samhengi hefur einkum verið rætt um uppbyggingaráform íbúða fyrir tekju- og eignaminni og hvernig lánafyrirkomulag á að auðvelda kaupendum að eignast sína fyrstu íbúð. Það hefur hinsvegar alveg gleymst að ræða hvað það muni kosta hið opinbera að fjárfesta í nauðsynlegum innviðum sem fylgja slíkri uppbyggingu. Hvernig slík uppbygging er svo fjármögnuð er mjög mismunandi eftir sveitarfélögum. En það er alveg ljóst að í upphafi slíkra uppbyggingaráforma að þá ríkir stærðaróhagkvæmni sem fer síðan minnkandi með tímanum þar til að ráðist er í innviðafjárfestingar að nýju. Þannig skiptast á tímabil hagræðis og óhagræðis í fjárhag sveitarfélaga þar sem að í upphafi þarf að leggja í stofnkostnað sem ekki kemur til baka fyrren að nokkrum árum liðnum í formi skatta og gjalda á íbúa. En hvað kosta innviðirnir? Til að nýjar íbúðabyggðir geti orðið að veruleika eru ýmsir innviðir sem hið opinbera þarf að fjárfesta í, fyrir og á meðan á uppbyggingunni stendur. Í upphafi þarf að fjárfesta í landi, skipulagsvinnu, veitum, götum og gangstígum og skólum auk þess sem stækka þarf ýmsa innviði sem fyrir eru s.s. afþreyingarmiðstöðvar (íþróttir, félagsmiðstöðvar, söfn osfrv..) heilsu- og löggæslubyggingar. Það er ekki úr auðugum garði að gresja þegar leitað er að upplýsingum um það hver heildarkostnaður og afleiddur kostnaður innviðafjárfestinga nýrra íbúahverfa er hér á Íslandi. Engin viðmið eru að finna og hvergi er að finna kostnaðar- eða rekstraráætlanir innviðafjárfestinga með aðal- eða deiliskipulögum sveitarfélaga. Helst er að finna slíkar áætlanir erlendis frá s.s. frá Alþjóðabankanum eða áætlunum stórborga s.s. Calgary í Kanada. Til að geta varpað einhverju ljósi á það hvað innviðirnir gætu kostað að þá verður hér byggt á reynslutölum sem fengnar eru úr Stekkahverfi á Selfossi í Svf. Árborg sem að er í byggingu. Hverfið er dæmigerð blönduð íbúðabyggð með verslun og þjónustu sem inniheldur fjölbýli, rað-, par- og einbýlishús og tekur yfir 50,6 ha. lands. Í hverfinu er skólabygging sem stendur á 2,9 ha. lóð. Fjöldi íbúða í hverfinu eru 656 eða 13 íbúðir á ha.. Miðað við fjölda íbúða í hverfinu að þá má gera ráð fyrir því að hverfið muni hýsa 1.700 íbúa þar sem að fjöldi íbúa í íbúð í Svf. Árborg eru að meðaltali 2,6, á Íslandi er meðaltalið 2,5. Aðrar forsendur eru fengnar úr gagnasafni HMS, Hagstofunnar og úr kostnaðaráætlunum ýmissa fyrirhugaðra opinberra framkvæmda sem uppfærðar eru mv. byggingarvísitölu s.s. úr frumathugunarskýrslu vegna byggingar legudeilda við Sjúkrahúsið á Akureyri auk ýmissa hönnunarviðmiða fyrir opinberar framkvæmdir (sjá töflu). Með framangreindum forsendum má sjá að fyrir hverja íbúð sem byggð verður á næstu 10 árum að þá þarf hið opinbera, ríki og sveitarfélög að leggja út a.m.k. 20 milljónir króna í stofnkostnað eða um 800 milljarða króna fyrir 39.080 íbúðir. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Miðflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Húsnæðisskortur er í landinu. Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) gefur það út að þörfin sé 39.080 íbúðir á næstu 10 árum. Til að bregðast við húsnæðisvandanum hafa stjórnvöld og ýmsir hagsmunaaðilar rætt og kynnt ýmsar lausnir á því hvernig mæta skuli húsnæðisþörfinni. Í því samhengi hefur einkum verið rætt um uppbyggingaráform íbúða fyrir tekju- og eignaminni og hvernig lánafyrirkomulag á að auðvelda kaupendum að eignast sína fyrstu íbúð. Það hefur hinsvegar alveg gleymst að ræða hvað það muni kosta hið opinbera að fjárfesta í nauðsynlegum innviðum sem fylgja slíkri uppbyggingu. Hvernig slík uppbygging er svo fjármögnuð er mjög mismunandi eftir sveitarfélögum. En það er alveg ljóst að í upphafi slíkra uppbyggingaráforma að þá ríkir stærðaróhagkvæmni sem fer síðan minnkandi með tímanum þar til að ráðist er í innviðafjárfestingar að nýju. Þannig skiptast á tímabil hagræðis og óhagræðis í fjárhag sveitarfélaga þar sem að í upphafi þarf að leggja í stofnkostnað sem ekki kemur til baka fyrren að nokkrum árum liðnum í formi skatta og gjalda á íbúa. En hvað kosta innviðirnir? Til að nýjar íbúðabyggðir geti orðið að veruleika eru ýmsir innviðir sem hið opinbera þarf að fjárfesta í, fyrir og á meðan á uppbyggingunni stendur. Í upphafi þarf að fjárfesta í landi, skipulagsvinnu, veitum, götum og gangstígum og skólum auk þess sem stækka þarf ýmsa innviði sem fyrir eru s.s. afþreyingarmiðstöðvar (íþróttir, félagsmiðstöðvar, söfn osfrv..) heilsu- og löggæslubyggingar. Það er ekki úr auðugum garði að gresja þegar leitað er að upplýsingum um það hver heildarkostnaður og afleiddur kostnaður innviðafjárfestinga nýrra íbúahverfa er hér á Íslandi. Engin viðmið eru að finna og hvergi er að finna kostnaðar- eða rekstraráætlanir innviðafjárfestinga með aðal- eða deiliskipulögum sveitarfélaga. Helst er að finna slíkar áætlanir erlendis frá s.s. frá Alþjóðabankanum eða áætlunum stórborga s.s. Calgary í Kanada. Til að geta varpað einhverju ljósi á það hvað innviðirnir gætu kostað að þá verður hér byggt á reynslutölum sem fengnar eru úr Stekkahverfi á Selfossi í Svf. Árborg sem að er í byggingu. Hverfið er dæmigerð blönduð íbúðabyggð með verslun og þjónustu sem inniheldur fjölbýli, rað-, par- og einbýlishús og tekur yfir 50,6 ha. lands. Í hverfinu er skólabygging sem stendur á 2,9 ha. lóð. Fjöldi íbúða í hverfinu eru 656 eða 13 íbúðir á ha.. Miðað við fjölda íbúða í hverfinu að þá má gera ráð fyrir því að hverfið muni hýsa 1.700 íbúa þar sem að fjöldi íbúa í íbúð í Svf. Árborg eru að meðaltali 2,6, á Íslandi er meðaltalið 2,5. Aðrar forsendur eru fengnar úr gagnasafni HMS, Hagstofunnar og úr kostnaðaráætlunum ýmissa fyrirhugaðra opinberra framkvæmda sem uppfærðar eru mv. byggingarvísitölu s.s. úr frumathugunarskýrslu vegna byggingar legudeilda við Sjúkrahúsið á Akureyri auk ýmissa hönnunarviðmiða fyrir opinberar framkvæmdir (sjá töflu). Með framangreindum forsendum má sjá að fyrir hverja íbúð sem byggð verður á næstu 10 árum að þá þarf hið opinbera, ríki og sveitarfélög að leggja út a.m.k. 20 milljónir króna í stofnkostnað eða um 800 milljarða króna fyrir 39.080 íbúðir. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun