„Ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júní 2023 15:21 Kristrún Frostadóttir segir að mikilvægt sé að skipa rannsóknarnefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir skýrslu um sátt Íslandsbanka, sýna að bráðnauðsynlegt sé að sérstök rannsóknarnefnd Alþingis verði skipuð. „Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa auðvitað borið fyrir sig að hvergi hafi lögbrot af hálfu ráðherra átt sér stað, þó það hafi verið vitað að ríkisendurskoðandi hafi ekki haft heimildir til að rannsaka slíkt,“ segir Kristrún. Stjórnarandstaðan kallaði alveg frá upphafi eftir að rannsóknarnefnd yrði skipuð en hún hefur víðtækar rannsóknarheimildir. „Okkur vantar heildarmyndina. Okkur vantar gögn sem aðeins rannsóknarnefnd getur veitt, ábyrgðaraðilinn að sölunni hefur hvergi verið rannsakaður og þetta snýst ekki um persónur og leikendur. Þetta snýst um traust, gagnsæi og yfirsýn. Það er ekki í lagi að almenningi berist upplýsingar um sölu á ríkiseign með svona brotakenndum hætti þannig að við þurfum auðvitað að fá fram í dagsljósið hvernig svona getur gerst og til þess þarf að skipa rannsóknarnefnd og ég bara ýti við ríkisstjórninni að sýna forystu í þessu máli.“ Kristrún bendir á að þetta sé önnur skýrslan á undanförnum mánuðum um söluna. „Sem sýnir að söluferlið var í engu samhengi við yfirlýsingar fjármálaráðherra að vel hafi gengið og við vitum auðvitað úr fyrri skýrslu ríkisendurskoðanda að jafnræði var ekki tryggt og að hæsta verð hafi ekki fengist, samt var þetta í lögum um söluna.“ Skýrsla Fjármálaeftirlits Seðlabankans sé kolsvört. „Það var verulega illa staðið að sölunni og við þurfum auðvitað að fá nánari skýringar á því hvernig stendur á því að keðjan brotnar eða í raun hrynur með þessum hætti fyrir neðan ríkisstjórnina, fjármálaráðherra og ráðuneytið. Fyrst leiðir þetta að lokun á Bankasýslunni og síðan núna þessi kolsvarta skýrsla um Íslandsbanka.“ Og hvað þarf að gerast núna í framhaldinu að þínu mati? „Okkur vantar heildarmyndina. Okkur vantar gögn sem aðeins rannsóknarnefnd getur veitt, ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður og þetta snýst ekki um persónur og leikendur. Þetta snýst um traust, gagnsæi og yfirsýn. Það er ekki í lagi að almenningi berist upplýsingar um sölu á ríkiseign með svona brotakenndum hætti þannig að við þurfum auðvitað að fá fram í dagsljósið hvernig svona getur gerst og til þess þarf að skipa rannsóknarnefnd og ég bara ýti við ríkisstjórninni að sýna forystu í þessu máli.“ Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Seðlabankinn Tengdar fréttir Sögðu minnst níu almennum fjárfestum að lágmarksupphæð væri tuttugu milljónir Starfsmenn Íslandsbanka beindu útboði á hlut ríkisins að 99 almennum fjárfestum, þrátt fyrir að um útboð fyrir fjárfesta hafi verið að ræða. Í níu tilfellum, þar sem hljóðrituð símtöl liggja fyrir, kemur fram í símtölum starfsmanna bankans við almenna fjárfesta að lágmarksfjárhæð í útboðinu væri 20 milljónir króna. Þær fullyrðingar voru rangar. 26. júní 2023 15:03 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33 „Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“ Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun. 26. júní 2023 12:22 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Sjá meira
„Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa auðvitað borið fyrir sig að hvergi hafi lögbrot af hálfu ráðherra átt sér stað, þó það hafi verið vitað að ríkisendurskoðandi hafi ekki haft heimildir til að rannsaka slíkt,“ segir Kristrún. Stjórnarandstaðan kallaði alveg frá upphafi eftir að rannsóknarnefnd yrði skipuð en hún hefur víðtækar rannsóknarheimildir. „Okkur vantar heildarmyndina. Okkur vantar gögn sem aðeins rannsóknarnefnd getur veitt, ábyrgðaraðilinn að sölunni hefur hvergi verið rannsakaður og þetta snýst ekki um persónur og leikendur. Þetta snýst um traust, gagnsæi og yfirsýn. Það er ekki í lagi að almenningi berist upplýsingar um sölu á ríkiseign með svona brotakenndum hætti þannig að við þurfum auðvitað að fá fram í dagsljósið hvernig svona getur gerst og til þess þarf að skipa rannsóknarnefnd og ég bara ýti við ríkisstjórninni að sýna forystu í þessu máli.“ Kristrún bendir á að þetta sé önnur skýrslan á undanförnum mánuðum um söluna. „Sem sýnir að söluferlið var í engu samhengi við yfirlýsingar fjármálaráðherra að vel hafi gengið og við vitum auðvitað úr fyrri skýrslu ríkisendurskoðanda að jafnræði var ekki tryggt og að hæsta verð hafi ekki fengist, samt var þetta í lögum um söluna.“ Skýrsla Fjármálaeftirlits Seðlabankans sé kolsvört. „Það var verulega illa staðið að sölunni og við þurfum auðvitað að fá nánari skýringar á því hvernig stendur á því að keðjan brotnar eða í raun hrynur með þessum hætti fyrir neðan ríkisstjórnina, fjármálaráðherra og ráðuneytið. Fyrst leiðir þetta að lokun á Bankasýslunni og síðan núna þessi kolsvarta skýrsla um Íslandsbanka.“ Og hvað þarf að gerast núna í framhaldinu að þínu mati? „Okkur vantar heildarmyndina. Okkur vantar gögn sem aðeins rannsóknarnefnd getur veitt, ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður og þetta snýst ekki um persónur og leikendur. Þetta snýst um traust, gagnsæi og yfirsýn. Það er ekki í lagi að almenningi berist upplýsingar um sölu á ríkiseign með svona brotakenndum hætti þannig að við þurfum auðvitað að fá fram í dagsljósið hvernig svona getur gerst og til þess þarf að skipa rannsóknarnefnd og ég bara ýti við ríkisstjórninni að sýna forystu í þessu máli.“
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Seðlabankinn Tengdar fréttir Sögðu minnst níu almennum fjárfestum að lágmarksupphæð væri tuttugu milljónir Starfsmenn Íslandsbanka beindu útboði á hlut ríkisins að 99 almennum fjárfestum, þrátt fyrir að um útboð fyrir fjárfesta hafi verið að ræða. Í níu tilfellum, þar sem hljóðrituð símtöl liggja fyrir, kemur fram í símtölum starfsmanna bankans við almenna fjárfesta að lágmarksfjárhæð í útboðinu væri 20 milljónir króna. Þær fullyrðingar voru rangar. 26. júní 2023 15:03 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33 „Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“ Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun. 26. júní 2023 12:22 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Sjá meira
Sögðu minnst níu almennum fjárfestum að lágmarksupphæð væri tuttugu milljónir Starfsmenn Íslandsbanka beindu útboði á hlut ríkisins að 99 almennum fjárfestum, þrátt fyrir að um útboð fyrir fjárfesta hafi verið að ræða. Í níu tilfellum, þar sem hljóðrituð símtöl liggja fyrir, kemur fram í símtölum starfsmanna bankans við almenna fjárfesta að lágmarksfjárhæð í útboðinu væri 20 milljónir króna. Þær fullyrðingar voru rangar. 26. júní 2023 15:03
Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33
„Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“ Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun. 26. júní 2023 12:22