Langt síðan lögreglan hefur lagt hald á viðlíka magn af hassi Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2023 14:52 Sérðagerðarsveit Landhelgisgæslunnar tók þátt í aðgerðum lögreglu í skútumálinu á varðbátnum Óðni. Hér er mynd af bátnum í Sundahöfn frá 2018. Vísir/Vilhelm Lögreglan hefur staðfest að fíkniefnin sem lagt var hald á í skútu undan Suðurnesjum á laugardag voru hass. Grímur Grímsson segir langt síðan lögreglan hefur lagt hald á slíkt magn af hassi. Tugir manns komu að umfangsmiklum aðgerðum snemma morguns á laugardag þegar lögreglan stöðvaði skútuna, handtók þrjá og lagði hald á mikið magn fíkniefna. Rúv greindi frá því í gærkvöldi að fíkniefnin sem um væri að ræða væru tugir kílóa af hassi. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, staðfesti í samtali við Vísi að um væri að ræða hass. Er það ekki heldur óvenjulegt? „Jú, það er óvenjulegt,“ sagði Grímur. „Það er mjög langt síðan við höfum verið að leggja hald á í eitthvað í líkingu við þetta magn af hassi. Það er langt síðan.“ Erum við að fara sjá aukið hass í umferð eða er þetta tilfallandi? „Við erum bara að rannsaka þetta. En maður getur velt vöngum, er þetta fyrir íslenskan markað eða einhvern annan markað. Þetta er eitthvað sem við erum að skoða og getum ekki tjáð okkur um á þessum tímapunkti,“ sagði hann. Ekki enn ljóst á hvaða ferðalagi skútan væri Ferðalag skútunnar er enn til rannsóknar og segir Grímur verið að skoða hvaðan hún kom og hvert hún var að fara. „Við erum með það til rannsóknar á hvaða ferðalagi skútan var, hvort þetta var að koma hingað, hvort þetta var að fara annað eða hvernig það var, það er til skoðunar. Á þessu stigi í svona málum er allt til skoðunar.“ Þetta var ansi fjölmenn aðgerð, þið voruð með fjölmennan hóp og landhelgisgæslan var líka viðstödd, var mikill aðdragandi að þessu? „Það er auðvitað alltaf aðdragandi að svona málum en ekki þannig að ég vilji fara út í einhver efnisatriði á þessu stigi,“ sagði Grímur. Aðspurður út í tímasetningar handtakanna sagði Grímur mennina tvo sem voru um borð í skipinu og þann sem var á landi hafa verið handtekna á svipuðum tíma. Hann gæti þó ekki farið nánar út í það hvernig handtakan fór fram á þessu stigi málsins. „Skútan var á siglingu þegar við handtókum þá og síðan var hún færð til hafnar og áfram til höfuðborgarinnar,“ sagði hann. Skýrslutökur og gagnasöfnun Skýrslutökur á mönnunum sem eru allir erlendir standa enn yfir og er verið að safna gögnum í málinu. Þá er lögreglan hérlendis í samskiptum við kollega sína erlendis vegna málsins. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 10. júlí og sagði Grímur að það lægi ekki enn fyrir hvort varðhaldið yrði framlengt. „Við sjáum bara hvernig þessi rannsókn gengur og svo tökum við ákvörðun,“ sagði hann. Er búið að taka skýrslur af mönnunum? „Það er verið að taka skýrslur og við erum að safna alls konar gögnum til að fylla upp í myndina,“ sagði Grímur. Mennirnir þrír væru allir erlendir en það væri ekki tímabært að staðfesta hvaðan þeir væru. Aðspurður hvort lögreglan væri í samskiptum við erlenda kollega sína svaraði Grímur játandi og sagði „í svona málum erum við það alltaf.“ Þau samskipti væru þegar hafin en Grímur gat þó ekki staðfest hvar hún væri. Þá sagði hann líklegt að það yrði ekki meira að frétta af málinu fyrr en nær dragi 10. júlí þegar gæsluvarðhald mannanna rennur út. Smygl Fíkniefnabrot Lögreglumál Landhelgisgæslan Skútumálið 2023 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Tugir manns komu að umfangsmiklum aðgerðum snemma morguns á laugardag þegar lögreglan stöðvaði skútuna, handtók þrjá og lagði hald á mikið magn fíkniefna. Rúv greindi frá því í gærkvöldi að fíkniefnin sem um væri að ræða væru tugir kílóa af hassi. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, staðfesti í samtali við Vísi að um væri að ræða hass. Er það ekki heldur óvenjulegt? „Jú, það er óvenjulegt,“ sagði Grímur. „Það er mjög langt síðan við höfum verið að leggja hald á í eitthvað í líkingu við þetta magn af hassi. Það er langt síðan.“ Erum við að fara sjá aukið hass í umferð eða er þetta tilfallandi? „Við erum bara að rannsaka þetta. En maður getur velt vöngum, er þetta fyrir íslenskan markað eða einhvern annan markað. Þetta er eitthvað sem við erum að skoða og getum ekki tjáð okkur um á þessum tímapunkti,“ sagði hann. Ekki enn ljóst á hvaða ferðalagi skútan væri Ferðalag skútunnar er enn til rannsóknar og segir Grímur verið að skoða hvaðan hún kom og hvert hún var að fara. „Við erum með það til rannsóknar á hvaða ferðalagi skútan var, hvort þetta var að koma hingað, hvort þetta var að fara annað eða hvernig það var, það er til skoðunar. Á þessu stigi í svona málum er allt til skoðunar.“ Þetta var ansi fjölmenn aðgerð, þið voruð með fjölmennan hóp og landhelgisgæslan var líka viðstödd, var mikill aðdragandi að þessu? „Það er auðvitað alltaf aðdragandi að svona málum en ekki þannig að ég vilji fara út í einhver efnisatriði á þessu stigi,“ sagði Grímur. Aðspurður út í tímasetningar handtakanna sagði Grímur mennina tvo sem voru um borð í skipinu og þann sem var á landi hafa verið handtekna á svipuðum tíma. Hann gæti þó ekki farið nánar út í það hvernig handtakan fór fram á þessu stigi málsins. „Skútan var á siglingu þegar við handtókum þá og síðan var hún færð til hafnar og áfram til höfuðborgarinnar,“ sagði hann. Skýrslutökur og gagnasöfnun Skýrslutökur á mönnunum sem eru allir erlendir standa enn yfir og er verið að safna gögnum í málinu. Þá er lögreglan hérlendis í samskiptum við kollega sína erlendis vegna málsins. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 10. júlí og sagði Grímur að það lægi ekki enn fyrir hvort varðhaldið yrði framlengt. „Við sjáum bara hvernig þessi rannsókn gengur og svo tökum við ákvörðun,“ sagði hann. Er búið að taka skýrslur af mönnunum? „Það er verið að taka skýrslur og við erum að safna alls konar gögnum til að fylla upp í myndina,“ sagði Grímur. Mennirnir þrír væru allir erlendir en það væri ekki tímabært að staðfesta hvaðan þeir væru. Aðspurður hvort lögreglan væri í samskiptum við erlenda kollega sína svaraði Grímur játandi og sagði „í svona málum erum við það alltaf.“ Þau samskipti væru þegar hafin en Grímur gat þó ekki staðfest hvar hún væri. Þá sagði hann líklegt að það yrði ekki meira að frétta af málinu fyrr en nær dragi 10. júlí þegar gæsluvarðhald mannanna rennur út.
Smygl Fíkniefnabrot Lögreglumál Landhelgisgæslan Skútumálið 2023 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira