Hreindýraveiðimenn á síðustu stundu að taka skotprófið Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2023 11:38 Veiðimenn á hreindýraslóð. Að þessu sinni skiluðu 130 þeirra sem dregnir voru úr pottinum leyfum sínum inn. vísir/atli geir Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða á starfstöð Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum er orðinn órólegur; honum þykir menn heldur seinir að taka tilskilið skotpróf. Það stefnir í óefni. „Enn eru um 140 sem eiga eftir að fara í próf nú að morgni þess 28. júní,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hvað veldur þessu seinlæti er liggur ekki fyrir en ekki er ósennilegt að lokun skotsvæðis á Álfsnesi hafi hér áhrif en þar hafa veiðimenn tekið skotpróf. Nú þurfa þeir að leita lengra. Veiðitímabilið er að hefjast. Veiðitími tarfa er frá 15. júlí til og með 15. september. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til og með 20. september. Í ár er heimilt að veiða 901 hreindýr; 475 kýr og 426 tarfa. Skylt er að taka sérstakt skotpróf áður en haldið er til veiða hverju sinni. Þessi veiðimaður var með allt sitt á hreinu. Hreindýraveiðitímabilið er að hefjast og svo virðist sem veiðimenn sumir hverjir séu með sofandahátt varðandi eitt og annað sem þarf að vera á hreinu áður en haldið er til veiða.vísir/jakob „Menn eiga að taka prófið fyrir 1. júlí samkvæmt reglugerð. Menn hafa getað fengið smá aukafrest ef menn eru í vandræðum út af til dæmis veikindum, slysum eða upp koma riffilvandamál en þá verða menn að hafa samband,“ segir Jóhann. Þeir sem ekki taka skotpróf missa leyfið og fá þá 75 prósent leyfisins endurgreitt ef tekst að úthluta leyfinu öðrum. Veiðigjaldið er 180 þúsund krónur fyrir tarf en 103 þúsund krónur fyrir kú. Peningar sem eru ekki teknir upp af götunni. Veiðileyfið þurfti að greiða eigi síðar en 15. apríl. „Best er að vita sem fyrst ef menn eru ákveðnir í að skila inn leyfum,“ segir Jóhann. 130 manns þáðu ekki leyfi sem þeir fengu úthlutað Úthlutun veiðileyfa fer þannig fram að dregið úr umsóknum. Talsvert færri fá en vilja samkvæmt umsóknum og raðast þá á biðlista eftir kúnstarinnar reglum. Þrátt fyrir þess eftirspurn er það svo að eftir úthlutun er nokkuð um það að menn skili inn leyfunum sem þeir þó fengu. Þar getur vitaskuld ýmislegt komið til en ein ástæðan fyrir því að menn sæki um leyfi sem þeir svo ekki ætla að nýta er svokölluð fimmskipta regla sem gengur út á að fái menn ekki leyfi fimm ár í röð fara þeir í sérstaka forgangsröð. Til þess þurfa þeir að hafa sótt um reglulega. Hafni þeir leyfinu fara þeir á byrjunarreit. „Það voru ríflega 130 sem ekki tóku leyfi sem fegnu úthlutað í útdrættinum. Ég var búinn að úthluta þeim öllum á biðlistana núna í byrjun júní,“ segir Jóhann. Hann segir þetta ívið meira en verið hefur undanfarin ár, að menn tóku ekki leyfin sem þeir fengu. „Þetta er um 20 prósent af þeim sem fá úthlutað. Yfirleitt kemur ekki mikið til baka við skotprófin en menn eru margir að taka próf seinustu dagana og sennilega eitthvað eftir að skrá líka. Jóhann G. Gunnarsson til vinstri og Elí Þór eftirlitsmaður UST á veiðislóð. Myndin var tekin þegar veiðitímabilinu lauk 2021.Þorgerður Sigurðardóttir Við erum búnir að minna á þetta tvisvar í tölvupósti og senda sms þannig að þá ranka menn við sér,“ segir Jóhann. En þó ekki sé algengt að menn falli á skotprófunum eru það alltaf einhver prósenta. Menn eru þannig að tefla á tvær hættur með að draga það í lengstu lög að taka skotprófið. Tarfarnir horfnir úr byggð Að sögn Jóhanns eru aðstæður á veiðislóð með ágætum, mjög þurrt víða eftir mikinn góðviðriskafla fyrir austan. „Dýrin hafa örugglega elt nýgræðing hærra til fjalla fyrr en oft áður og ættu að vera væn vegna mjög góðs vors og gróanda hér fyrir austan. Tarfar eru að mestu horfnir úr byggð vegna þessa. Nú er komin kærkomin rigning,“ segir Jóhann sem vill nota tækifærið og brýna fyrir veiðimönnum að vera með sitt á hreinu. „Veiðileyfi tarfa verða send út í byrjun júlí og leyfi kúa seinna í mánuðinum. Fínt að minna menn á tékka á skotvopnaleyfum sínum hvort þau séu ekki örugglega í gildi. Það getur runnið út milli þess sem þeir taka skotprófið og svo halda til veiða. Einnig eiga einhverjir eftir að fá útgefið veiðikort 2023 og þurfa að ganga frá því þar sem gamla veiðikortið rennur út fyrir veiðitíma og menn fá ekki hreindýraleyfið sitt ef það er ekki veiðikort í gildi. Veiðikort rennur út síðasta dag marsmánaðar ár hvert.“ Skotveiði Skotvopn Múlaþing Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
„Enn eru um 140 sem eiga eftir að fara í próf nú að morgni þess 28. júní,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hvað veldur þessu seinlæti er liggur ekki fyrir en ekki er ósennilegt að lokun skotsvæðis á Álfsnesi hafi hér áhrif en þar hafa veiðimenn tekið skotpróf. Nú þurfa þeir að leita lengra. Veiðitímabilið er að hefjast. Veiðitími tarfa er frá 15. júlí til og með 15. september. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til og með 20. september. Í ár er heimilt að veiða 901 hreindýr; 475 kýr og 426 tarfa. Skylt er að taka sérstakt skotpróf áður en haldið er til veiða hverju sinni. Þessi veiðimaður var með allt sitt á hreinu. Hreindýraveiðitímabilið er að hefjast og svo virðist sem veiðimenn sumir hverjir séu með sofandahátt varðandi eitt og annað sem þarf að vera á hreinu áður en haldið er til veiða.vísir/jakob „Menn eiga að taka prófið fyrir 1. júlí samkvæmt reglugerð. Menn hafa getað fengið smá aukafrest ef menn eru í vandræðum út af til dæmis veikindum, slysum eða upp koma riffilvandamál en þá verða menn að hafa samband,“ segir Jóhann. Þeir sem ekki taka skotpróf missa leyfið og fá þá 75 prósent leyfisins endurgreitt ef tekst að úthluta leyfinu öðrum. Veiðigjaldið er 180 þúsund krónur fyrir tarf en 103 þúsund krónur fyrir kú. Peningar sem eru ekki teknir upp af götunni. Veiðileyfið þurfti að greiða eigi síðar en 15. apríl. „Best er að vita sem fyrst ef menn eru ákveðnir í að skila inn leyfum,“ segir Jóhann. 130 manns þáðu ekki leyfi sem þeir fengu úthlutað Úthlutun veiðileyfa fer þannig fram að dregið úr umsóknum. Talsvert færri fá en vilja samkvæmt umsóknum og raðast þá á biðlista eftir kúnstarinnar reglum. Þrátt fyrir þess eftirspurn er það svo að eftir úthlutun er nokkuð um það að menn skili inn leyfunum sem þeir þó fengu. Þar getur vitaskuld ýmislegt komið til en ein ástæðan fyrir því að menn sæki um leyfi sem þeir svo ekki ætla að nýta er svokölluð fimmskipta regla sem gengur út á að fái menn ekki leyfi fimm ár í röð fara þeir í sérstaka forgangsröð. Til þess þurfa þeir að hafa sótt um reglulega. Hafni þeir leyfinu fara þeir á byrjunarreit. „Það voru ríflega 130 sem ekki tóku leyfi sem fegnu úthlutað í útdrættinum. Ég var búinn að úthluta þeim öllum á biðlistana núna í byrjun júní,“ segir Jóhann. Hann segir þetta ívið meira en verið hefur undanfarin ár, að menn tóku ekki leyfin sem þeir fengu. „Þetta er um 20 prósent af þeim sem fá úthlutað. Yfirleitt kemur ekki mikið til baka við skotprófin en menn eru margir að taka próf seinustu dagana og sennilega eitthvað eftir að skrá líka. Jóhann G. Gunnarsson til vinstri og Elí Þór eftirlitsmaður UST á veiðislóð. Myndin var tekin þegar veiðitímabilinu lauk 2021.Þorgerður Sigurðardóttir Við erum búnir að minna á þetta tvisvar í tölvupósti og senda sms þannig að þá ranka menn við sér,“ segir Jóhann. En þó ekki sé algengt að menn falli á skotprófunum eru það alltaf einhver prósenta. Menn eru þannig að tefla á tvær hættur með að draga það í lengstu lög að taka skotprófið. Tarfarnir horfnir úr byggð Að sögn Jóhanns eru aðstæður á veiðislóð með ágætum, mjög þurrt víða eftir mikinn góðviðriskafla fyrir austan. „Dýrin hafa örugglega elt nýgræðing hærra til fjalla fyrr en oft áður og ættu að vera væn vegna mjög góðs vors og gróanda hér fyrir austan. Tarfar eru að mestu horfnir úr byggð vegna þessa. Nú er komin kærkomin rigning,“ segir Jóhann sem vill nota tækifærið og brýna fyrir veiðimönnum að vera með sitt á hreinu. „Veiðileyfi tarfa verða send út í byrjun júlí og leyfi kúa seinna í mánuðinum. Fínt að minna menn á tékka á skotvopnaleyfum sínum hvort þau séu ekki örugglega í gildi. Það getur runnið út milli þess sem þeir taka skotprófið og svo halda til veiða. Einnig eiga einhverjir eftir að fá útgefið veiðikort 2023 og þurfa að ganga frá því þar sem gamla veiðikortið rennur út fyrir veiðitíma og menn fá ekki hreindýraleyfið sitt ef það er ekki veiðikort í gildi. Veiðikort rennur út síðasta dag marsmánaðar ár hvert.“
Skotveiði Skotvopn Múlaþing Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira