Verðbólga loksins á undanhaldi og gæti hjaðnað hratt Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2023 13:31 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur boðað að vextir verði hækkaðir eins og þurfa þyki til að ná verðbólgu niður. Vaxtahækkanir og aðrar aðgerðir bankans virðast nú loksins vera að skila árangri. Vísir/Vilhelm Verðbólga virðist vera í rénun og hefur ekki verið minni frá því í júní í fyrra og er nú 8,9 prósent. Hagfræðingur greiningardeildar Íslandsbanka segir þetta góðar fréttir og ef allt gangi að óskum gæti verðbólga verið komin niður í 8 prósent um áramótin. Undanfarin misseri hafa verið stöðugar fréttir af aukinni verðbólgu sem leitt hefur til endurtekinna hækkana á meginvöxtum Seðlabanka Íslands. Síðustu tvær vaxtahækkanir voru mjög skarpar, um eitt prósentustig í mars þegar vextirnir fóru í 7,5 prósent og 1,25 prósentustig í maí þegar megninvextirnir fóru í 8,75 prósent. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir minnkun verðbólgunnar nú í júní því vera gleðiefni. Bergþóra Baldursdóttir segir verðbólgu loksins farna að hjaðna eins og Seðlabankinn vildi að gerðist með vaxtahækkunum og öðrum aðgerðum.Vísir/Vilhelm „Loksins er verðbólgan að hjaðna og hjaðnar nokkuð hratt eins og við höfum verið að spá fyrir um. Verðbólga er komin undir níu present í fyrsta sinn í heilt ár. Þetta eru auðvitað jákvæðar fréttir og eitthvað sem Seðlabankinn er örugglega mjög ánægður með," segir Bergþóra. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er ekki fyrr 23. ágúst sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði eina af skýringum þess að peningastefnunefnd hefði ákveðið að fara í skarpa hækkun meginvaxtanna í maí. Bankinn vildi sýna að honum væri alvara með að hækka vexti eins og þyrfti til að ná verðbólgunni niður. Hér má sjá þróun verðbólgunnar frá árinu 2019. Hún mældist 8,9 prósent í þessum mánuði miðað við síðustu tólf mánuði.Hagstofan Bergþóra segir hins vegar jákvæð teikn í hagkerfinu. „Það hefur aðeins dregið úr umsvifum í hagkerfinu. Við erum að sjá minni kortaveltu og það er svolítið að draga úr eftirspurninni. Þetta er nákvæmlega það sem Seðlabankinn er að reyna að ná fram.“ Kortavelta Íslendinga hafi dregist saman að raunvirði í síðasta mánuði og útlit fyrir að það héldi áfram eftir blússandi siglingu síðustu misseri. „Það eru merki um að vaxtahækkanirnar séu farnar að bíta talsvert,” segir Bergþóra.Bæði einstaklingar og fyrirtæki hafi tekið við sér og töluvert hafi dregið úr eftirspurn í hagkerfinu, sem væri einmitt tilgangur Seðlabankans með vaxtahækkunum," segir Bergþóra. Greiningardeild Íslandsbanka geri ráð fyrir að verðbólga hafi náð hámarki í 10,2 prósentum í febrúar síðast liðnum og muni hjaðna hratt á næstunni og verða í kringum 8 prósentin um áramótin. Það væri þó langur vegur í 2,5 prósenta markmið Seðlabankans. „Vonandi getum við séð verðbólguna í kringum 5 prósent um mitt næsta ár. En það verður margt að ganga upp til að það gerist,“ segir Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur greiningardeildar Íslandsbanka. Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Verðbólgan undir níu prósent í fyrsta sinn í heilt ár Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,85 prósent milli mánaða og mældist 595,6 stig í júní. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 491,1 stig og hefur hækkað um 0,68 prósent frá því í maí. 28. júní 2023 09:17 Hægt að ná verðbólgu hratt niður með miklum fórnarkostnaði Fyrrverandi seðlabankastjóri segir fólk þurfa hætta að leita af sökudólgum eða einföldum skýringum í umræðu um verðbólguna. Hægt sé að keyra hana niður með miklum hraða ef vilji sé fyrir hendi en ekki án mikils fórnarkostnaðar. 26. júní 2023 13:30 Neysla og verðlag á yfirsnúningi á Íslandi Verð á mat og drykk var 42 prósentum hærra á Íslandi en að jafnaði hjá ríkjum Evrópusambandsins og töluvert hærra en á hinum Norðurlöndunum að Noregi undanskyldum. 22. júní 2023 11:58 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Undanfarin misseri hafa verið stöðugar fréttir af aukinni verðbólgu sem leitt hefur til endurtekinna hækkana á meginvöxtum Seðlabanka Íslands. Síðustu tvær vaxtahækkanir voru mjög skarpar, um eitt prósentustig í mars þegar vextirnir fóru í 7,5 prósent og 1,25 prósentustig í maí þegar megninvextirnir fóru í 8,75 prósent. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir minnkun verðbólgunnar nú í júní því vera gleðiefni. Bergþóra Baldursdóttir segir verðbólgu loksins farna að hjaðna eins og Seðlabankinn vildi að gerðist með vaxtahækkunum og öðrum aðgerðum.Vísir/Vilhelm „Loksins er verðbólgan að hjaðna og hjaðnar nokkuð hratt eins og við höfum verið að spá fyrir um. Verðbólga er komin undir níu present í fyrsta sinn í heilt ár. Þetta eru auðvitað jákvæðar fréttir og eitthvað sem Seðlabankinn er örugglega mjög ánægður með," segir Bergþóra. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er ekki fyrr 23. ágúst sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði eina af skýringum þess að peningastefnunefnd hefði ákveðið að fara í skarpa hækkun meginvaxtanna í maí. Bankinn vildi sýna að honum væri alvara með að hækka vexti eins og þyrfti til að ná verðbólgunni niður. Hér má sjá þróun verðbólgunnar frá árinu 2019. Hún mældist 8,9 prósent í þessum mánuði miðað við síðustu tólf mánuði.Hagstofan Bergþóra segir hins vegar jákvæð teikn í hagkerfinu. „Það hefur aðeins dregið úr umsvifum í hagkerfinu. Við erum að sjá minni kortaveltu og það er svolítið að draga úr eftirspurninni. Þetta er nákvæmlega það sem Seðlabankinn er að reyna að ná fram.“ Kortavelta Íslendinga hafi dregist saman að raunvirði í síðasta mánuði og útlit fyrir að það héldi áfram eftir blússandi siglingu síðustu misseri. „Það eru merki um að vaxtahækkanirnar séu farnar að bíta talsvert,” segir Bergþóra.Bæði einstaklingar og fyrirtæki hafi tekið við sér og töluvert hafi dregið úr eftirspurn í hagkerfinu, sem væri einmitt tilgangur Seðlabankans með vaxtahækkunum," segir Bergþóra. Greiningardeild Íslandsbanka geri ráð fyrir að verðbólga hafi náð hámarki í 10,2 prósentum í febrúar síðast liðnum og muni hjaðna hratt á næstunni og verða í kringum 8 prósentin um áramótin. Það væri þó langur vegur í 2,5 prósenta markmið Seðlabankans. „Vonandi getum við séð verðbólguna í kringum 5 prósent um mitt næsta ár. En það verður margt að ganga upp til að það gerist,“ segir Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur greiningardeildar Íslandsbanka.
Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Verðbólgan undir níu prósent í fyrsta sinn í heilt ár Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,85 prósent milli mánaða og mældist 595,6 stig í júní. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 491,1 stig og hefur hækkað um 0,68 prósent frá því í maí. 28. júní 2023 09:17 Hægt að ná verðbólgu hratt niður með miklum fórnarkostnaði Fyrrverandi seðlabankastjóri segir fólk þurfa hætta að leita af sökudólgum eða einföldum skýringum í umræðu um verðbólguna. Hægt sé að keyra hana niður með miklum hraða ef vilji sé fyrir hendi en ekki án mikils fórnarkostnaðar. 26. júní 2023 13:30 Neysla og verðlag á yfirsnúningi á Íslandi Verð á mat og drykk var 42 prósentum hærra á Íslandi en að jafnaði hjá ríkjum Evrópusambandsins og töluvert hærra en á hinum Norðurlöndunum að Noregi undanskyldum. 22. júní 2023 11:58 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Verðbólgan undir níu prósent í fyrsta sinn í heilt ár Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,85 prósent milli mánaða og mældist 595,6 stig í júní. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 491,1 stig og hefur hækkað um 0,68 prósent frá því í maí. 28. júní 2023 09:17
Hægt að ná verðbólgu hratt niður með miklum fórnarkostnaði Fyrrverandi seðlabankastjóri segir fólk þurfa hætta að leita af sökudólgum eða einföldum skýringum í umræðu um verðbólguna. Hægt sé að keyra hana niður með miklum hraða ef vilji sé fyrir hendi en ekki án mikils fórnarkostnaðar. 26. júní 2023 13:30
Neysla og verðlag á yfirsnúningi á Íslandi Verð á mat og drykk var 42 prósentum hærra á Íslandi en að jafnaði hjá ríkjum Evrópusambandsins og töluvert hærra en á hinum Norðurlöndunum að Noregi undanskyldum. 22. júní 2023 11:58