Meðal meintra brota Spacey er nauðgun, kynferðisleg áreitni og tælingar. Hann neitar sök í öllum ákæruliðum.
Réttarhöldin hófust í gær og er búist við því að þau standi yfir næstu fjórar vikurnar í Lundúnum, nánar tiltekið Southwark dómshúsinu.
Á fyrsta degi réttarhalda var fjórtán manna kviðdómur valinn. Dómari í málinu beindi því strax til kviðdómenda að láta fjölmiðlaumfjöllun ekki hafa áhrif á ákvörðun þeirra, né frægð og frama Spacey.
Kviðdómur í New York sýknaði í október á síðasta ári Spacey af ásökunum um að hann hefði reynt að nauðga leikaranum Anthony Rapp þegar sá síðarnefndi var táningur á tíunda áratug síðustu aldar.
Í kjölfar #MeToo byltingar steig mikill fjöldi karlmanna fram og sakaði leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega. Saksóknari í Bretklandi gaf út ákærurnar á hendur honum, sem nú eru til meðferðar, í maí á síðasta ári.