Hóta að færa milljarða viðskipti frá Íslandsbanka Eiður Þór Árnason og Heimir Már Pétursson skrifa 29. júní 2023 12:36 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill Stjórn VR fordæmir viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn bankans hafi framið við útboð á um fjórðungs hlut ríksins í bankanum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins segir VR vera með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Í niðurstöðu stjórnar VR felist hótun um að hætta viðskiptum við bankann bregðist hann ekki betur við stöðu mála. „Við teljum að viðbrögð stjórnarformanns og fráfarandi bankastjóra séu bara þess eðlis að það virðist ekki vera nokkur iðrun á þeim alvarlegu lögbrotum sem framin hafa verið. Frekar heldur en hitt er verið að kvarta undan óvæginni umræðu og svo framvegis frekar en að biðja þjóðina afsökunar.“ Ragnar gerir athugasemd við að stjórn Íslandsbanka hafi ekki boðað til hluthafafundar fyrr en mánuði eftir að upp komst um alvarleg lögbrot. Stjórn VR muni fylgjast náið með framgangi þess fundar og hvort stjórn bankans og þeir starfsmenn sem hafi framið lögbrotin ætli að axla ábyrgð á málinu. „Ef þetta verður niðurstaðan að það sé bara nóg að fórna bankastjóranum og viðhorf stjórnar sé með þeim hætti að hún telji bara hinn eðlilegasta hlut að brjóta af sér, þá náttúrlega getum við ekki stundað viðskipti við bankann.“ Ef svo fari muni VR einnig beina því til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að slíta viðskiptum sínum við Íslandsbanka. „Þetta eru miklar fjárhæðir. Við erum langstærsta stéttarfélag landsins og við erum með mjög umfangsmikla starfsemi og mjög stóra sjóði í stýringu,“ segir Ragnar. Salan sé áfellisdómur Í yfirlýsingu sem stjórn VR sendi frá sér í dag segir að hún telji söluna vera „áfellisdóm yfir öllum sem að henni komu“ og stjórnvöld beri ábyrgð á niðurstöðunni sem hafi ákveðið að einkavæða bankann „í trássi við þjóðarvilja.“ Kallar stjórn VR eftir því að gerðar verði breytingar á bankakerfinu og skora á stjórnvöld að falla frá frekari áformum um sölu á eignarhlut í Íslandsbanka. Íslandsbanki hefur fallist á að greiða 1,2 milljarð króna í sekt eftir að Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmd stjórnenda á útboði á hlutum í bankanum hafi brotið lög. Þetta er langhæsta sekt sem lögð hefur verið á fjármálafyrirtæki hérlendis. „Stjórn VR mótmælir því að einstaklingar geti gerst brotlegir við lög og reglur en þurfi ekki að bera af því kostnaðinn heldur séu himinháir reikningar sendir í formi sekta á fyrirtæki, sem neytendur greiða á endanum.“ Ríma þessi orð VR við ummæli formanns Neytendasamtakanna sem hefur sömuleiðis talað fyrir því að stjórnendur fyrirtækja verði gerðir persónulega ábyrgir fyrir slíkum sektum. Vilja að þjóðin sé beðin afsökunar Kallar stjórn VR eftir því að stjórn Íslandsbanka og það starfsfólk sem ábyrgð beri á lögbrotum axli sína ábyrgð og biðji þjóðina afsökunar á háttsemi sinni. „Skeytingarleysi stjórnenda Íslandsbanka gagnvart lögum og reglum gefur innsýn í menningu íslenska fjármálakerfisins, sem virðist fáa lærdóma hafa dregið af hruninu. Yfirlýsingar fráfarandi bankastjóra og stjórnarformanns gefa litla von um að breytingar séu í vændum á vinnubrögðum bankans, þvert á móti virðast stjórnendur telja að gagnrýni á þeirra störf sé óvægin og ósanngjörn. […] Hér þarf bæði kerfis- og kúltúrbreytingar. Fyrsta skrefið er að bankinn sýni vilja til að takast á við þessa þætti.“ Yfirlýsing stjórnar VR vegna einkavæðingar Íslandsbanka í heild sinni: Stjórn VR telur yfirstandandi einkavæðingu Íslandsbanka vera áfellisdóm yfir öllum sem að henni komu. Stjórnvöld ákváðu að einkavæða bankann í trássi við þjóðarvilja og þau bera ábyrgð á niðurstöðunni. Skeytingarleysi stjórnenda Íslandsbanka gagnvart lögum og reglum gefur innsýn í menningu íslenska fjármálakerfisins, sem virðist fáa lærdóma hafa dregið af hruninu. Yfirlýsingar fráfarandi bankastjóra og stjórnarformanns gefa litla von um að breytingar séu í vændum á vinnubrögðum bankans, þvert á móti virðast stjórnendur telja að gagnrýni á þeirra störf sé óvægin og ósanngjörn.Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að gera breytingar á bankakerfinu. Bankar eiga að þjóna samfélaginu og vera bakhjarl fyrir heimili, einstaklinga og fyrirtæki. Stjórn VR skorar á stjórnvöld að falla frá frekari áformum um sölu á eignarhlut í Íslandsbanka. Samhliða beiti stjórnvöld eignarhaldi sínu í Landsbankanum til að byggja upp banka sem þjónar fólkinu í landinu, býður ásættanleg lánakjör og skjól frá spillingu fjármálakerfisins og hárri arðsemiskröfu. Landsbankanum er þannig hægt að breyta í samfélagsbanka.Brot Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í bankanum eru með öllu óásættanleg. Orð eru ekki nóg og það dugar ekki að fórna bankastjóranum og halda svo áfram á sömu braut. Stjórn VR mótmælir því að einstaklingar geti gerst brotlegir við lög og reglur en þurfi ekki að bera af því kostnaðinn heldur séu himinháir reikningar sendir í formi sekta á fyrirtæki, sem neytendur greiða á endanum. Stjórn bankans telur málið það lítilvægt að nóg sé að boða til hluthafafundar rúmum mánuði eftir að upplýst var um alvarleg lögbrot. Við köllum eftir því að stjórn bankans og það starfsfólk sem ábyrgð ber á lögbrotum axli þá ábyrgð og biðji þjóðina afsökunar á háttsemi sinni. Hér þarf bæði kerfis- og kúltúrbreytingar. Fyrsta skrefið er að bankinn sýni vilja til að takast á við þessa þætti.VR hefur átt í miklum viðskiptum við Íslandsbanka og forvera hans síðustu ár. Ef haldið verður áfram á sömu braut og stjórn bankans axlar ekki sína ábyrgð mun stjórn VR taka til ítarlegrar skoðunar að slíta viðskiptum við Íslandsbanka.Stjórn VR29. júní 2023 Salan á Íslandsbanka Vinnumarkaður Íslenskir bankar Tengdar fréttir Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. 28. júní 2023 15:58 Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Sjá meira
„Við teljum að viðbrögð stjórnarformanns og fráfarandi bankastjóra séu bara þess eðlis að það virðist ekki vera nokkur iðrun á þeim alvarlegu lögbrotum sem framin hafa verið. Frekar heldur en hitt er verið að kvarta undan óvæginni umræðu og svo framvegis frekar en að biðja þjóðina afsökunar.“ Ragnar gerir athugasemd við að stjórn Íslandsbanka hafi ekki boðað til hluthafafundar fyrr en mánuði eftir að upp komst um alvarleg lögbrot. Stjórn VR muni fylgjast náið með framgangi þess fundar og hvort stjórn bankans og þeir starfsmenn sem hafi framið lögbrotin ætli að axla ábyrgð á málinu. „Ef þetta verður niðurstaðan að það sé bara nóg að fórna bankastjóranum og viðhorf stjórnar sé með þeim hætti að hún telji bara hinn eðlilegasta hlut að brjóta af sér, þá náttúrlega getum við ekki stundað viðskipti við bankann.“ Ef svo fari muni VR einnig beina því til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að slíta viðskiptum sínum við Íslandsbanka. „Þetta eru miklar fjárhæðir. Við erum langstærsta stéttarfélag landsins og við erum með mjög umfangsmikla starfsemi og mjög stóra sjóði í stýringu,“ segir Ragnar. Salan sé áfellisdómur Í yfirlýsingu sem stjórn VR sendi frá sér í dag segir að hún telji söluna vera „áfellisdóm yfir öllum sem að henni komu“ og stjórnvöld beri ábyrgð á niðurstöðunni sem hafi ákveðið að einkavæða bankann „í trássi við þjóðarvilja.“ Kallar stjórn VR eftir því að gerðar verði breytingar á bankakerfinu og skora á stjórnvöld að falla frá frekari áformum um sölu á eignarhlut í Íslandsbanka. Íslandsbanki hefur fallist á að greiða 1,2 milljarð króna í sekt eftir að Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmd stjórnenda á útboði á hlutum í bankanum hafi brotið lög. Þetta er langhæsta sekt sem lögð hefur verið á fjármálafyrirtæki hérlendis. „Stjórn VR mótmælir því að einstaklingar geti gerst brotlegir við lög og reglur en þurfi ekki að bera af því kostnaðinn heldur séu himinháir reikningar sendir í formi sekta á fyrirtæki, sem neytendur greiða á endanum.“ Ríma þessi orð VR við ummæli formanns Neytendasamtakanna sem hefur sömuleiðis talað fyrir því að stjórnendur fyrirtækja verði gerðir persónulega ábyrgir fyrir slíkum sektum. Vilja að þjóðin sé beðin afsökunar Kallar stjórn VR eftir því að stjórn Íslandsbanka og það starfsfólk sem ábyrgð beri á lögbrotum axli sína ábyrgð og biðji þjóðina afsökunar á háttsemi sinni. „Skeytingarleysi stjórnenda Íslandsbanka gagnvart lögum og reglum gefur innsýn í menningu íslenska fjármálakerfisins, sem virðist fáa lærdóma hafa dregið af hruninu. Yfirlýsingar fráfarandi bankastjóra og stjórnarformanns gefa litla von um að breytingar séu í vændum á vinnubrögðum bankans, þvert á móti virðast stjórnendur telja að gagnrýni á þeirra störf sé óvægin og ósanngjörn. […] Hér þarf bæði kerfis- og kúltúrbreytingar. Fyrsta skrefið er að bankinn sýni vilja til að takast á við þessa þætti.“ Yfirlýsing stjórnar VR vegna einkavæðingar Íslandsbanka í heild sinni: Stjórn VR telur yfirstandandi einkavæðingu Íslandsbanka vera áfellisdóm yfir öllum sem að henni komu. Stjórnvöld ákváðu að einkavæða bankann í trássi við þjóðarvilja og þau bera ábyrgð á niðurstöðunni. Skeytingarleysi stjórnenda Íslandsbanka gagnvart lögum og reglum gefur innsýn í menningu íslenska fjármálakerfisins, sem virðist fáa lærdóma hafa dregið af hruninu. Yfirlýsingar fráfarandi bankastjóra og stjórnarformanns gefa litla von um að breytingar séu í vændum á vinnubrögðum bankans, þvert á móti virðast stjórnendur telja að gagnrýni á þeirra störf sé óvægin og ósanngjörn.Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að gera breytingar á bankakerfinu. Bankar eiga að þjóna samfélaginu og vera bakhjarl fyrir heimili, einstaklinga og fyrirtæki. Stjórn VR skorar á stjórnvöld að falla frá frekari áformum um sölu á eignarhlut í Íslandsbanka. Samhliða beiti stjórnvöld eignarhaldi sínu í Landsbankanum til að byggja upp banka sem þjónar fólkinu í landinu, býður ásættanleg lánakjör og skjól frá spillingu fjármálakerfisins og hárri arðsemiskröfu. Landsbankanum er þannig hægt að breyta í samfélagsbanka.Brot Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í bankanum eru með öllu óásættanleg. Orð eru ekki nóg og það dugar ekki að fórna bankastjóranum og halda svo áfram á sömu braut. Stjórn VR mótmælir því að einstaklingar geti gerst brotlegir við lög og reglur en þurfi ekki að bera af því kostnaðinn heldur séu himinháir reikningar sendir í formi sekta á fyrirtæki, sem neytendur greiða á endanum. Stjórn bankans telur málið það lítilvægt að nóg sé að boða til hluthafafundar rúmum mánuði eftir að upplýst var um alvarleg lögbrot. Við köllum eftir því að stjórn bankans og það starfsfólk sem ábyrgð ber á lögbrotum axli þá ábyrgð og biðji þjóðina afsökunar á háttsemi sinni. Hér þarf bæði kerfis- og kúltúrbreytingar. Fyrsta skrefið er að bankinn sýni vilja til að takast á við þessa þætti.VR hefur átt í miklum viðskiptum við Íslandsbanka og forvera hans síðustu ár. Ef haldið verður áfram á sömu braut og stjórn bankans axlar ekki sína ábyrgð mun stjórn VR taka til ítarlegrar skoðunar að slíta viðskiptum við Íslandsbanka.Stjórn VR29. júní 2023
Stjórn VR telur yfirstandandi einkavæðingu Íslandsbanka vera áfellisdóm yfir öllum sem að henni komu. Stjórnvöld ákváðu að einkavæða bankann í trássi við þjóðarvilja og þau bera ábyrgð á niðurstöðunni. Skeytingarleysi stjórnenda Íslandsbanka gagnvart lögum og reglum gefur innsýn í menningu íslenska fjármálakerfisins, sem virðist fáa lærdóma hafa dregið af hruninu. Yfirlýsingar fráfarandi bankastjóra og stjórnarformanns gefa litla von um að breytingar séu í vændum á vinnubrögðum bankans, þvert á móti virðast stjórnendur telja að gagnrýni á þeirra störf sé óvægin og ósanngjörn.Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að gera breytingar á bankakerfinu. Bankar eiga að þjóna samfélaginu og vera bakhjarl fyrir heimili, einstaklinga og fyrirtæki. Stjórn VR skorar á stjórnvöld að falla frá frekari áformum um sölu á eignarhlut í Íslandsbanka. Samhliða beiti stjórnvöld eignarhaldi sínu í Landsbankanum til að byggja upp banka sem þjónar fólkinu í landinu, býður ásættanleg lánakjör og skjól frá spillingu fjármálakerfisins og hárri arðsemiskröfu. Landsbankanum er þannig hægt að breyta í samfélagsbanka.Brot Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í bankanum eru með öllu óásættanleg. Orð eru ekki nóg og það dugar ekki að fórna bankastjóranum og halda svo áfram á sömu braut. Stjórn VR mótmælir því að einstaklingar geti gerst brotlegir við lög og reglur en þurfi ekki að bera af því kostnaðinn heldur séu himinháir reikningar sendir í formi sekta á fyrirtæki, sem neytendur greiða á endanum. Stjórn bankans telur málið það lítilvægt að nóg sé að boða til hluthafafundar rúmum mánuði eftir að upplýst var um alvarleg lögbrot. Við köllum eftir því að stjórn bankans og það starfsfólk sem ábyrgð ber á lögbrotum axli þá ábyrgð og biðji þjóðina afsökunar á háttsemi sinni. Hér þarf bæði kerfis- og kúltúrbreytingar. Fyrsta skrefið er að bankinn sýni vilja til að takast á við þessa þætti.VR hefur átt í miklum viðskiptum við Íslandsbanka og forvera hans síðustu ár. Ef haldið verður áfram á sömu braut og stjórn bankans axlar ekki sína ábyrgð mun stjórn VR taka til ítarlegrar skoðunar að slíta viðskiptum við Íslandsbanka.Stjórn VR29. júní 2023
Salan á Íslandsbanka Vinnumarkaður Íslenskir bankar Tengdar fréttir Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. 28. júní 2023 15:58 Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Sjá meira
Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00
Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. 28. júní 2023 15:58
Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19