Ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 3. júlí 2023 10:31 Í janúar sl. tóku í gildi lög um hringrásarhagkerfi og þannig varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka undir húsvegg. Um er að ræða umfangsmikið verkefni bæði fyrir Reykjavíkurborg en líka fyrir okkur neytendur að breyta venjum okkar og vinnulagi. Um er ræða viðamikið umhverfismál en með réttri flokkun er ekki bara hægt að minnka sóun heldur líka að endurnýta verðmæti í stað þess að henda þeim og á sama tíma skapa ný verðmæti. Nýjar flokkunartunnur heim að dyrum Næstu vikurnar munu reykvísk heimili fá nýja sorptunnu heim til sín en fyrstu borgarhlutarnir til að fá nýjar tunnur eru Kjalarnes, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur. Árbær og Breiðholt fengu nýjar tunnur í júní, Háaleiti, Bústaðir og Laugardalur fá nýjar tunnur núna í júlí. Íbúar í Miðborg og Hlíðumar fá nýjar tunnur í ágúst og að lokum fær Vesturbær tunnur í september. Hvað og hvernig á að flokka? Við hvert heimili þarf að flokka ruslið í fjóra flokka. Sá fyrsti er pappír og pappi, annar eru plastumbúðir, sá þriðji eru matarleifar og að lokum er blandaður úrgangur. Grendargámum verður fjölgað og þeir munu áfram taka á móti gleri, málum og textíil þannig má ekki setja gler, málma og textíl í blandað úrgang. Hvernig er fyrirkomulagið fyrir mig? Það er munur á tunnum sem sérbýli fá og þær sem enda í fjölbýlum en flokkunarkerfið er það sama. Þar sem eru þrír íbúar eða færri verða tvær tvískiptar tunnu en önnur verður fyrir blandaðan úrgang og matarleifar og hin fyrir pappír og plast. Á þeim heimilum þar sem íbúar eru fjórir eða fleiri verða þrjár tunnur, ein fyrir blandaðan úrgang og matarleifar, blá tunna fyrir pappír og græn fyrir plast. Fyrir stærri fjölbýli verða ekki notaðar tvískiptar tunnur heldur heilar tunnur og verður gráu tunnunum skipt út fyrir endurvinnsluefni í stað blandaðs úrgangs. Í minni fjölbýlum þar sem eru þrjár eða færri íbúðir verða notaðar tvískiptar tunnur fyrir blandaðan úrgang og matarleifar og bláar og grænar tunnur fyrir plast og pappír. Ekki hræðast matarafganga í bréfpokanum Margir Reykvíkingar hafa moltað matarafganga lengi og þekkja ferlið vel en núna þurfa allir, líka þeir sem ekki hafa safnað matarafgöngum áður að gera það. Allir íbúar fá körfur og sérstaka bréfpoka undir matarleifar þegar nýju tunnurnar koma en sérstakt hólf er í tunnunum til að taka við pokunum. Þannig er okkur ekkert að vanbúnaði þegar nýju tunnurnar koma, að safna matarleifum saman en karfan er nett og ætti að passa í langflestar eldhúsinnréttingar. Bréfpokarnir hafa reynst vel á Norðurlöndunum og hlökkum við í fjölskyldunni til að færa okkur úr grænu maíspokunum yfir í bréfpokana þar sem maíspokarnir hafa leyst upp í okkar moltugerð. Hringrásargarður á Álfsnesi Einn ávinningurinn af markvissari flokkun er ný verðmætasköpun. Nú kunna sumir að hrista hausinn og spyrja sig hvernig rusl geti umbreyst í verðmæti.Í pípunum er hringrásargarður á Álfsnesi en þar munu fyrirtæki skiptast á gæðum og þannig verður rusl eins annars auðlind. Þessi skipti hafa fengið það fallega nafn Auðlindastraumur. Starfsemi Sorpu hefur einmitt dregið að sér fyrirtæki eins Atmonia, Björgun og Malbikstöðina sem vinna eða eru að þróa afurðir sem falla til við vinnsluna hjá Sorpu. Árið 2024 er stefnt að því að deiliskipulag svæðisins verði uppfært og verður hringrásargarðurinn hér eftir gerður byggingarhæfur í áföngum. Tækifærin eru óþrjótandi bæði í hvernig hægt er að þróa hringrásargarðinn, efla í takt við þarfir og framtíðaráform þeirra nýsköpunar fyrirtækja sem sjá sér hag í því að búa til ný verðmæti úr hráefni eða orku sem annars færi aflögu. Ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík Þetta verður áskorun um ný vinnubrögð í hversdagsleikanum fyrir þá sem ekki hafa tileinkað sér flokkun fyrr. Ekki láta deigan síga, þetta venst fljótt, gott að æfa sig í sumarfríinu, fá ungviðið með sér í lið en þau eru einstaklega lipur við að tileinka sér ný vinnubrögð. Það er ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Sorphirða Sorpa Mest lesið Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í janúar sl. tóku í gildi lög um hringrásarhagkerfi og þannig varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka undir húsvegg. Um er að ræða umfangsmikið verkefni bæði fyrir Reykjavíkurborg en líka fyrir okkur neytendur að breyta venjum okkar og vinnulagi. Um er ræða viðamikið umhverfismál en með réttri flokkun er ekki bara hægt að minnka sóun heldur líka að endurnýta verðmæti í stað þess að henda þeim og á sama tíma skapa ný verðmæti. Nýjar flokkunartunnur heim að dyrum Næstu vikurnar munu reykvísk heimili fá nýja sorptunnu heim til sín en fyrstu borgarhlutarnir til að fá nýjar tunnur eru Kjalarnes, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur. Árbær og Breiðholt fengu nýjar tunnur í júní, Háaleiti, Bústaðir og Laugardalur fá nýjar tunnur núna í júlí. Íbúar í Miðborg og Hlíðumar fá nýjar tunnur í ágúst og að lokum fær Vesturbær tunnur í september. Hvað og hvernig á að flokka? Við hvert heimili þarf að flokka ruslið í fjóra flokka. Sá fyrsti er pappír og pappi, annar eru plastumbúðir, sá þriðji eru matarleifar og að lokum er blandaður úrgangur. Grendargámum verður fjölgað og þeir munu áfram taka á móti gleri, málum og textíil þannig má ekki setja gler, málma og textíl í blandað úrgang. Hvernig er fyrirkomulagið fyrir mig? Það er munur á tunnum sem sérbýli fá og þær sem enda í fjölbýlum en flokkunarkerfið er það sama. Þar sem eru þrír íbúar eða færri verða tvær tvískiptar tunnu en önnur verður fyrir blandaðan úrgang og matarleifar og hin fyrir pappír og plast. Á þeim heimilum þar sem íbúar eru fjórir eða fleiri verða þrjár tunnur, ein fyrir blandaðan úrgang og matarleifar, blá tunna fyrir pappír og græn fyrir plast. Fyrir stærri fjölbýli verða ekki notaðar tvískiptar tunnur heldur heilar tunnur og verður gráu tunnunum skipt út fyrir endurvinnsluefni í stað blandaðs úrgangs. Í minni fjölbýlum þar sem eru þrjár eða færri íbúðir verða notaðar tvískiptar tunnur fyrir blandaðan úrgang og matarleifar og bláar og grænar tunnur fyrir plast og pappír. Ekki hræðast matarafganga í bréfpokanum Margir Reykvíkingar hafa moltað matarafganga lengi og þekkja ferlið vel en núna þurfa allir, líka þeir sem ekki hafa safnað matarafgöngum áður að gera það. Allir íbúar fá körfur og sérstaka bréfpoka undir matarleifar þegar nýju tunnurnar koma en sérstakt hólf er í tunnunum til að taka við pokunum. Þannig er okkur ekkert að vanbúnaði þegar nýju tunnurnar koma, að safna matarleifum saman en karfan er nett og ætti að passa í langflestar eldhúsinnréttingar. Bréfpokarnir hafa reynst vel á Norðurlöndunum og hlökkum við í fjölskyldunni til að færa okkur úr grænu maíspokunum yfir í bréfpokana þar sem maíspokarnir hafa leyst upp í okkar moltugerð. Hringrásargarður á Álfsnesi Einn ávinningurinn af markvissari flokkun er ný verðmætasköpun. Nú kunna sumir að hrista hausinn og spyrja sig hvernig rusl geti umbreyst í verðmæti.Í pípunum er hringrásargarður á Álfsnesi en þar munu fyrirtæki skiptast á gæðum og þannig verður rusl eins annars auðlind. Þessi skipti hafa fengið það fallega nafn Auðlindastraumur. Starfsemi Sorpu hefur einmitt dregið að sér fyrirtæki eins Atmonia, Björgun og Malbikstöðina sem vinna eða eru að þróa afurðir sem falla til við vinnsluna hjá Sorpu. Árið 2024 er stefnt að því að deiliskipulag svæðisins verði uppfært og verður hringrásargarðurinn hér eftir gerður byggingarhæfur í áföngum. Tækifærin eru óþrjótandi bæði í hvernig hægt er að þróa hringrásargarðinn, efla í takt við þarfir og framtíðaráform þeirra nýsköpunar fyrirtækja sem sjá sér hag í því að búa til ný verðmæti úr hráefni eða orku sem annars færi aflögu. Ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík Þetta verður áskorun um ný vinnubrögð í hversdagsleikanum fyrir þá sem ekki hafa tileinkað sér flokkun fyrr. Ekki láta deigan síga, þetta venst fljótt, gott að æfa sig í sumarfríinu, fá ungviðið með sér í lið en þau eru einstaklega lipur við að tileinka sér ný vinnubrögð. Það er ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingarinnar.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun