Hvalveiðar við Íslandsstrendur Sigurður Þórðarson skrifar 3. júlí 2023 14:53 Eitt lítið dæmi, eða kannski ekki, um afleiðingu ákvörðunar matvælaráðherra um frestun hvalveiða. Er nú svo komið, að ríkjandi stjórnvöld geti ekki unað því, að enn búi hér í landi Íslendingar sem hafi alist upp við það, að einn megintilgangur hins daglega lífs sé að sjá sjálfum sér og sínu fólki fyrir lífsviðurværi með því að ganga til vinnu og afla fjárɁ Það hefur fólk gert um aldir, m.a. með því að sækja sjóinn og starfa til sveita. Þótt tæknin, hugvitið og almenn þjónusta á sviði heilbrigðis-, félags= og menntamála taki stærri hluta af vinnandi fólki til sín frá því sem áður var, má ekki gleyma því hvað skiptir meginmáli við að viðhalda því samfélagi sem við höfum búið til og er grundvöllur þeirra lífsgæða sem til staðar eru hér á eylandinu norður í höfum. Svo háttar til, að afabarn mitt hefur stundað nám erlendis síðustu þrjú árin. Komið heim hvert sumar til að vinna og afla fjár til að geta haldið áfram námi án þess að steypa sér í skuldir. Í sjálfu sér ekkert merkilegt við það, það hafa margir gert alla tíð. Á síðasta ári var unnið hjá Hvali hf. í Hvalfirði og var gert ráð fyrir að vinna þetta sumar líka í Hvalfirðinum. Flogið heim, tveimur dögum áður enn vertíðin átti að hefjast og gert ráð fyrir að starfa fram í septembermánuð. Á þessum tíma var að öllu óbreyttu séð fram á, að búið væri að afla fjár að mestu leyti fyrir uppihaldi og námskostnaði erlendis næsta skólaár og horfur nokkuð bjartar. Þegar lent var á Keflavíkurflugvelli, í sólarleysi en hressandi hreinu lofti, voru afabarninu sagðar þær fréttir, að vonir, sem bundnar hefðu verið við vinnu hér heima, væru að engu orðnar og ekki séð á þeirri stund hvað yrði um lokaár námsins erlendis. Svo væri talsmanni dýranna, matvælaráðherranum, fyrir að þakka. Nú væru það dýrin en ekki maðurinn sem réðu ferðinni. Nú er afabarnið að leita sér að vinnu út sumarið en ljóst er, að afrakstur sumarvinnunnar verður helmingi minni en búist var við með því að vinna í hvalstöðinni. Síðan matvælaráðherra tók ákvörðun um að stöðva hvalveiðar til septembermánaðar í ár, hafa formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins lýst sig mótfallna þeirri ákvörðun. Þeir lögðu áherslu á, að ákvörðun um stöðvun hvalveiða yrði endurskoðuð. Það þarf sennilega ekki að gera sér vonir um, að nokkur breyting verði á afstöðu matvælaráðherra í þessu máli en hvað svo? Ég skora á þá Vílhjálm Birgisson verkalýðsforingja og Kristján Loftsson, forstjóra Hvals, að snúa bökum saman og láta stjórnmálin og æðstu stjórnsýslu landsins standa frammi fyrir dómsvaldinu og réttlæta gerðir sínar í þessu máli. Einnig að sækja fébætur til ríkisins fyrir þá einstaklinga og fyrirtækið Hval sem urðu af miklum fjármunum vegna ákvörðunar matvælaráðherrans, sem skattgreiðendur landsins þurfa að endingu að inna af hendi þ.m.t. ég. Höfundur er afi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eitt lítið dæmi, eða kannski ekki, um afleiðingu ákvörðunar matvælaráðherra um frestun hvalveiða. Er nú svo komið, að ríkjandi stjórnvöld geti ekki unað því, að enn búi hér í landi Íslendingar sem hafi alist upp við það, að einn megintilgangur hins daglega lífs sé að sjá sjálfum sér og sínu fólki fyrir lífsviðurværi með því að ganga til vinnu og afla fjárɁ Það hefur fólk gert um aldir, m.a. með því að sækja sjóinn og starfa til sveita. Þótt tæknin, hugvitið og almenn þjónusta á sviði heilbrigðis-, félags= og menntamála taki stærri hluta af vinnandi fólki til sín frá því sem áður var, má ekki gleyma því hvað skiptir meginmáli við að viðhalda því samfélagi sem við höfum búið til og er grundvöllur þeirra lífsgæða sem til staðar eru hér á eylandinu norður í höfum. Svo háttar til, að afabarn mitt hefur stundað nám erlendis síðustu þrjú árin. Komið heim hvert sumar til að vinna og afla fjár til að geta haldið áfram námi án þess að steypa sér í skuldir. Í sjálfu sér ekkert merkilegt við það, það hafa margir gert alla tíð. Á síðasta ári var unnið hjá Hvali hf. í Hvalfirði og var gert ráð fyrir að vinna þetta sumar líka í Hvalfirðinum. Flogið heim, tveimur dögum áður enn vertíðin átti að hefjast og gert ráð fyrir að starfa fram í septembermánuð. Á þessum tíma var að öllu óbreyttu séð fram á, að búið væri að afla fjár að mestu leyti fyrir uppihaldi og námskostnaði erlendis næsta skólaár og horfur nokkuð bjartar. Þegar lent var á Keflavíkurflugvelli, í sólarleysi en hressandi hreinu lofti, voru afabarninu sagðar þær fréttir, að vonir, sem bundnar hefðu verið við vinnu hér heima, væru að engu orðnar og ekki séð á þeirri stund hvað yrði um lokaár námsins erlendis. Svo væri talsmanni dýranna, matvælaráðherranum, fyrir að þakka. Nú væru það dýrin en ekki maðurinn sem réðu ferðinni. Nú er afabarnið að leita sér að vinnu út sumarið en ljóst er, að afrakstur sumarvinnunnar verður helmingi minni en búist var við með því að vinna í hvalstöðinni. Síðan matvælaráðherra tók ákvörðun um að stöðva hvalveiðar til septembermánaðar í ár, hafa formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins lýst sig mótfallna þeirri ákvörðun. Þeir lögðu áherslu á, að ákvörðun um stöðvun hvalveiða yrði endurskoðuð. Það þarf sennilega ekki að gera sér vonir um, að nokkur breyting verði á afstöðu matvælaráðherra í þessu máli en hvað svo? Ég skora á þá Vílhjálm Birgisson verkalýðsforingja og Kristján Loftsson, forstjóra Hvals, að snúa bökum saman og láta stjórnmálin og æðstu stjórnsýslu landsins standa frammi fyrir dómsvaldinu og réttlæta gerðir sínar í þessu máli. Einnig að sækja fébætur til ríkisins fyrir þá einstaklinga og fyrirtækið Hval sem urðu af miklum fjármunum vegna ákvörðunar matvælaráðherrans, sem skattgreiðendur landsins þurfa að endingu að inna af hendi þ.m.t. ég. Höfundur er afi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun