Ók á vegfarendur og stakk í Tel Aviv Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 14:50 Ísraelskir sjúkraflutningamenn flytja mann af vettvangi árásar ungs Palestínumanns í Tel Aviv í dag. AP/Oded Balilty Ungur Palestínumaður ók bíl inn í hóp fólks á strætisvagnabiðstöð og stakk fólk með eggvopni í Tel Aviv í Ísrael í dag. Herskáir hópar Palestínumanna líta á hryðjuverkið sem svar við umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraela á Vesturbakkanum. Átta eru sagðir særðir eftir árásina í Tel Aviv, þar af þrír lífshættulega. Kobi Shabtai, lögreglustjóri, sagði fréttamönnum að óbreyttur borgari hafi skotið árásarmanninn til bana. Árásarmaðurinn var tvítugur íbúa Vesturbakkans sem hafði ekki leyfi til að koma til Ísraels, að sögn ísraelsku leyniþjónustunnar. Hann hafi ekki verið á sakaskrá. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra Ísraels sem kemur yst af hægri væng ísraelskra stjórnmála, flýtti sér á vettvang árásarinnar og lofaði hugrakkan borgara sem skaut árásarmanninn. Kallaði hann eftir því að fleiri almennir borgarar gengu um vopnaðir. Hamas-samtökin lofuðu árásarmanninn og sögðu hann hafa dáið píslavættisdauða. Árásin væri „hetjuleg“ hefnd fyrir aðgerðir Ísraelshers í Jenín á Vesturbakkanum sem hófust í fyrrinótt. Ekki er ljóst hvort að árásarmaðurinn hafi verið á vegum samtakanna eða staðið einn að verki, að sögn AP-fréttastofunnar. Íslamskt jíhad, önnur samtök palestínskra íslamista, lofuðu einnig árásina. Ungmenni eða saklaust fólk á meðal tíu látinna Tíu Palestínumenn eru nú sagðir fallnir í aðgerðum Ísraela í Jenín sem eru þær umfangsmestu tæp tuttugu ár. Ísraelar segja að flestir þeirra látnu séu vígamenn en einhver ungmenni sem mótmæltu aðgerðunum með grjótkasti og saklaust fólk hafi einnig fallið. Aðgerðirnar héldu áfram í dag. Þúsundir íbúar í borginni hafa lagt á flótta. Ísraelskir hermenn hafa meðal annars rutt sér leið með jarðýtum og skemmt íbúðarhús. Ísraelsher segist hafa lagt hald á sprengiefni og vopn í aðgerðunum í dag. Þá hafi hann eyðilagt göng undir mosku í flóttamannabúðunum. Ísraelskir fjölmiðlar segja herinn hafa tekið að minnsta kosti 120 meinta vígamenn höndum frá því í gær. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Tíu látnir í Jenín og þúsundir flýja búðirnar Þúsundir Palestínumanna hafa nú flúið flóttamannabúðirnar í borginni Jenín eftir að Ísraelsher gerði árásir á búðirnar úr lofti og af jörðu niðri. Herinn segist vera í aðgerðum gegn palestínskum vígamönnum sem hafi aðsetur í búðunum. 4. júlí 2023 07:22 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Átta eru sagðir særðir eftir árásina í Tel Aviv, þar af þrír lífshættulega. Kobi Shabtai, lögreglustjóri, sagði fréttamönnum að óbreyttur borgari hafi skotið árásarmanninn til bana. Árásarmaðurinn var tvítugur íbúa Vesturbakkans sem hafði ekki leyfi til að koma til Ísraels, að sögn ísraelsku leyniþjónustunnar. Hann hafi ekki verið á sakaskrá. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra Ísraels sem kemur yst af hægri væng ísraelskra stjórnmála, flýtti sér á vettvang árásarinnar og lofaði hugrakkan borgara sem skaut árásarmanninn. Kallaði hann eftir því að fleiri almennir borgarar gengu um vopnaðir. Hamas-samtökin lofuðu árásarmanninn og sögðu hann hafa dáið píslavættisdauða. Árásin væri „hetjuleg“ hefnd fyrir aðgerðir Ísraelshers í Jenín á Vesturbakkanum sem hófust í fyrrinótt. Ekki er ljóst hvort að árásarmaðurinn hafi verið á vegum samtakanna eða staðið einn að verki, að sögn AP-fréttastofunnar. Íslamskt jíhad, önnur samtök palestínskra íslamista, lofuðu einnig árásina. Ungmenni eða saklaust fólk á meðal tíu látinna Tíu Palestínumenn eru nú sagðir fallnir í aðgerðum Ísraela í Jenín sem eru þær umfangsmestu tæp tuttugu ár. Ísraelar segja að flestir þeirra látnu séu vígamenn en einhver ungmenni sem mótmæltu aðgerðunum með grjótkasti og saklaust fólk hafi einnig fallið. Aðgerðirnar héldu áfram í dag. Þúsundir íbúar í borginni hafa lagt á flótta. Ísraelskir hermenn hafa meðal annars rutt sér leið með jarðýtum og skemmt íbúðarhús. Ísraelsher segist hafa lagt hald á sprengiefni og vopn í aðgerðunum í dag. Þá hafi hann eyðilagt göng undir mosku í flóttamannabúðunum. Ísraelskir fjölmiðlar segja herinn hafa tekið að minnsta kosti 120 meinta vígamenn höndum frá því í gær.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Tíu látnir í Jenín og þúsundir flýja búðirnar Þúsundir Palestínumanna hafa nú flúið flóttamannabúðirnar í borginni Jenín eftir að Ísraelsher gerði árásir á búðirnar úr lofti og af jörðu niðri. Herinn segist vera í aðgerðum gegn palestínskum vígamönnum sem hafi aðsetur í búðunum. 4. júlí 2023 07:22 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Tíu látnir í Jenín og þúsundir flýja búðirnar Þúsundir Palestínumanna hafa nú flúið flóttamannabúðirnar í borginni Jenín eftir að Ísraelsher gerði árásir á búðirnar úr lofti og af jörðu niðri. Herinn segist vera í aðgerðum gegn palestínskum vígamönnum sem hafi aðsetur í búðunum. 4. júlí 2023 07:22
Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30