Nokkrir boðið fram milljónir til að færa fjölskyldunni húsið aftur Eiður Þór Árnason skrifar 5. júlí 2023 14:01 Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar Reykjanesbæ. vísir/vilhelm Einstaklingar hafa sett sig í samband við bæjarráð Reykjanesbæjar og boðist til að leggja fram fjármuni til kaupa á húsi ungs öryrkja sem missti heimili sitt á nauðungaruppboði. Nýr eigandi hefur ekki sýnt boðinu áhuga. Mál hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti húsið eftir að skuldir af fasteignatengdum gjöldum höfðu safnast upp hefur vakið mikla athygli. Jakub er öryrki og keypti húsið fyrir bætur sem hann fékk í kjölfar alvarlegra læknamistaka. Einbýlið var selt á þrjár milljónir króna en er metið á 57 milljónir króna. Upphaflega stóð til að Jakub og fjölskylda hans yrði borin út úr húsinu þann 30. júní en þeim aðgerðum var nýlega frestað um rúman mánuð í samráði við nýjan eigenda. „Það hafa nokkrir haft samband við mig og óskað eftir að borga þessar þrjár milljónir,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs en RÚV greindi fyrst frá. Þrír til fjórir einstaklingar hafi persónulega haft samband og hugsanlega fleiri lofað fjármagni í yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Þá hafi aðrir einnig boðist til að aðstoða fjölskylduna með öðrum hætti. „Það er ótrúlegt hvað fólk getur verið gott við fólk sem það þekkir ekki.“ Heildarkostnaður allt að sjö milljónir Friðjón segir að hann hafi sett sig í samband við lögmann kaupanda hússins vegna þessa en lítið hafi verið um viðbrögð. „Við höfum ekki fengið nein svör. Við höfum komið þeim upplýsingum á framfæri að við viljum skoða málin með kaupendunum en það er bara þar enn þá.“ Hann telur að heildarkostnaður kaupandans liggi á bilinu sex til sjö milljónir þar sem hann hafi til að mynda einnig greitt skuldir vegna fasteignagjalda, trygginga, vatnsveitu. Í ljósi þess að fleiri en einn einstaklingur hefur boðið fram þrjár milljónir króna telur Friðjón að hægt yrði að ná saman heildarupphæðinni ef málið nær einhverjum farvegi. „Við viljum bara ná sambandi og sjá hvort það sé einhver möguleiki að fá húsið aftur.“ Vildi ekki draga söluna til baka Fram hefur komið að kaupandinn sé útgerðarstjóri í Sandgerði en þegar fréttastofa ræddi við hann fyrir viku hygðist hann ekki draga kaupin til baka þrátt fyrir mikla umræðu og gagnrýni. Framganga sýslumanns í málinu hefur verið gagnrýnd og kallað eftir því að bæjaryfirvöldum sé gert viðvart þegar erfið mál af þessu tagi komi upp svo hægt sé að bregðast fyrr við. Friðjón segir bæjarráð nú vera í góðu samtali við sýslumannsembættið. „Við munum vinna saman þegar svona mál koma upp aftur. Það er alveg skýrt og ég hrósa sýslumanninum fyrir að sýna þann samstarfsvilja. Við munum gæta þess að svona geti ekki gerst aftur á okkar vakt.“ Friðjón segist þó engu geta svarað til um það hvað verður um hús Jakubs að svo komnu máli. „Það er bara eitthvað sem við höldum áfram að vinna í og það verður bara að koma í ljós hvað muni gerast.“ Að óbreyttu verður fjölskyldan borin út í fyrstu vikunni í ágúst. Reykjanesbær Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Málefni fatlaðs fólks Stjórnsýsla Húsnæðismál Tengdar fréttir Útburði fjölskyldunnar frestað þar til í ágúst Útburði pólskrar fjölskyldu sem missti heimili sitt á nauðungaruppboði hefur verið frestað um rúman mánuð. Til stóð að útburðurinn færi fram í fyrramálið en frestunin er í samráði við nýjan eiganda. Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir þetta mjög jákvætt þar sem tími gefist nú til að finna mögulegar lausnir á málinu. 29. júní 2023 10:13 Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. 28. júní 2023 22:10 Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin. 28. júní 2023 20:12 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Mál hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti húsið eftir að skuldir af fasteignatengdum gjöldum höfðu safnast upp hefur vakið mikla athygli. Jakub er öryrki og keypti húsið fyrir bætur sem hann fékk í kjölfar alvarlegra læknamistaka. Einbýlið var selt á þrjár milljónir króna en er metið á 57 milljónir króna. Upphaflega stóð til að Jakub og fjölskylda hans yrði borin út úr húsinu þann 30. júní en þeim aðgerðum var nýlega frestað um rúman mánuð í samráði við nýjan eigenda. „Það hafa nokkrir haft samband við mig og óskað eftir að borga þessar þrjár milljónir,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs en RÚV greindi fyrst frá. Þrír til fjórir einstaklingar hafi persónulega haft samband og hugsanlega fleiri lofað fjármagni í yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Þá hafi aðrir einnig boðist til að aðstoða fjölskylduna með öðrum hætti. „Það er ótrúlegt hvað fólk getur verið gott við fólk sem það þekkir ekki.“ Heildarkostnaður allt að sjö milljónir Friðjón segir að hann hafi sett sig í samband við lögmann kaupanda hússins vegna þessa en lítið hafi verið um viðbrögð. „Við höfum ekki fengið nein svör. Við höfum komið þeim upplýsingum á framfæri að við viljum skoða málin með kaupendunum en það er bara þar enn þá.“ Hann telur að heildarkostnaður kaupandans liggi á bilinu sex til sjö milljónir þar sem hann hafi til að mynda einnig greitt skuldir vegna fasteignagjalda, trygginga, vatnsveitu. Í ljósi þess að fleiri en einn einstaklingur hefur boðið fram þrjár milljónir króna telur Friðjón að hægt yrði að ná saman heildarupphæðinni ef málið nær einhverjum farvegi. „Við viljum bara ná sambandi og sjá hvort það sé einhver möguleiki að fá húsið aftur.“ Vildi ekki draga söluna til baka Fram hefur komið að kaupandinn sé útgerðarstjóri í Sandgerði en þegar fréttastofa ræddi við hann fyrir viku hygðist hann ekki draga kaupin til baka þrátt fyrir mikla umræðu og gagnrýni. Framganga sýslumanns í málinu hefur verið gagnrýnd og kallað eftir því að bæjaryfirvöldum sé gert viðvart þegar erfið mál af þessu tagi komi upp svo hægt sé að bregðast fyrr við. Friðjón segir bæjarráð nú vera í góðu samtali við sýslumannsembættið. „Við munum vinna saman þegar svona mál koma upp aftur. Það er alveg skýrt og ég hrósa sýslumanninum fyrir að sýna þann samstarfsvilja. Við munum gæta þess að svona geti ekki gerst aftur á okkar vakt.“ Friðjón segist þó engu geta svarað til um það hvað verður um hús Jakubs að svo komnu máli. „Það er bara eitthvað sem við höldum áfram að vinna í og það verður bara að koma í ljós hvað muni gerast.“ Að óbreyttu verður fjölskyldan borin út í fyrstu vikunni í ágúst.
Reykjanesbær Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Málefni fatlaðs fólks Stjórnsýsla Húsnæðismál Tengdar fréttir Útburði fjölskyldunnar frestað þar til í ágúst Útburði pólskrar fjölskyldu sem missti heimili sitt á nauðungaruppboði hefur verið frestað um rúman mánuð. Til stóð að útburðurinn færi fram í fyrramálið en frestunin er í samráði við nýjan eiganda. Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir þetta mjög jákvætt þar sem tími gefist nú til að finna mögulegar lausnir á málinu. 29. júní 2023 10:13 Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. 28. júní 2023 22:10 Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin. 28. júní 2023 20:12 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Útburði fjölskyldunnar frestað þar til í ágúst Útburði pólskrar fjölskyldu sem missti heimili sitt á nauðungaruppboði hefur verið frestað um rúman mánuð. Til stóð að útburðurinn færi fram í fyrramálið en frestunin er í samráði við nýjan eiganda. Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir þetta mjög jákvætt þar sem tími gefist nú til að finna mögulegar lausnir á málinu. 29. júní 2023 10:13
Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. 28. júní 2023 22:10
Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin. 28. júní 2023 20:12