„Á mörkum mennskunnar“: Má ráðherra samþykkja, að dýr séu kvalin til dauða? Birgir Dýrfjörð skrifar 5. júlí 2023 15:01 Ég horfði á Akranesfundinn um frestun ráðherra á heimild til hvalveiða. Fundurinn var á vegum Verkalýðsfélags Akraness og firnavel sóttur. Að áliti fundarboðanda sátu hann hátt í fimmhundruð manns. Frummælendur voru Svandís Svavarsdóttir, ráðherra, og fulltrúar þingflokka VG, Pírata, Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Stefán Vagn Stefánsson formaður þingnefndar. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi setti fundinn, og tilnefndi fundarstjóra. Fyrst á mælendaskrá var Svandís Svavarsdóttir, ráðherra. Það er mitt álit og margra margra annarra, að allan fundinn hafði málfluttningur hennar algjöra yfirburði í viti, orðavali og framsögn. Svandís bar af öðrum ræðumönnum eins og ljón af geitum. Í ræðu sinni vísaði hún til þess að í fyrirliggjandi gögnum kemur fram í máli og myndböndum, aðhvaladrápið brjóti í bága við ákvæði laga nr.55/2013 um velferð dýra. Myndbönd sýna, að þrátt fyrir, að skotin hittu oftast á það skotsvæði sem ráðlagt er að miða á til að drepa dýrið á sem skemstum tíma, þá var reyndin sú, að þriðjungur þeirra hvala, sem drepnir voru á vertíð 2022 háðu langt dauðastríð. Tjóður dauðans. Sem sagt, þriðji hver skutull sem hittir þó á þau svæði dýranna, sem viðkvæmust eru, og sem ráðlagt er að miða á til að skutullinn geti tætt sig djúpt í blóðríkt hold þeirra. Hann nægir samt ekki til að stytta kvalastríð þeirra. Veiðimenn verða þá að vinna það átakanlega verk, að murka lífið úr tjóðruðu 60 tonna dýri. Í þeim aðförum örlar hvergi á samúð, mannúð og mennsku. Þær hljóta að valda minningum, sem spilla ellidögum þeirra, sem þar eru að verki. Píratinn Gísli Rafn benti á að þessar veiðar væru brot á íslenskum lögum um velferð dýra. Hann spurði. Hver getur svo ætlast til, að ráðherra veiti leyfi til að brjóta íslensk lög. Gísli Rafn var sá eini, sem ræddi tilefni fundarins. Að virða lög um velferð dýra. Tilefni fundarins. Tilefni Svandísar til að fresta hvalveiðum var það eitt að virða Íslensk lög. Það er áhyggjuefni, - sem því miður kemur ekki á óvart, - að talsmenn þingflokka veitast að ráðherra og gera það að sök, að vilja fara að lögum. Þeir kunna ekki að gæta sóma alþingis. Þeir eru smánarblettur, og flokkum sínum til skammar. Hrokinn er yfirgengilegur. Þeir telja sig eiga lögin og lýðræðið. Þeir eru orðnir eins og frekur fíkill sem grípur í þekkta hótun. Fái þeir ekki að ráða, þá hóta þeir sjálfsmorði, - ríkisstjórnarinnar. Ég segi nú bara eins og meirihluti þjóðarinnar: Farið hefur fé betra. Drífið í málinu. Höfundur er rafvirki. Es; Fyrirsögnin er heiti á bók Jóns Jónssonar fræðimanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Hvalveiðar Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ég horfði á Akranesfundinn um frestun ráðherra á heimild til hvalveiða. Fundurinn var á vegum Verkalýðsfélags Akraness og firnavel sóttur. Að áliti fundarboðanda sátu hann hátt í fimmhundruð manns. Frummælendur voru Svandís Svavarsdóttir, ráðherra, og fulltrúar þingflokka VG, Pírata, Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Stefán Vagn Stefánsson formaður þingnefndar. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi setti fundinn, og tilnefndi fundarstjóra. Fyrst á mælendaskrá var Svandís Svavarsdóttir, ráðherra. Það er mitt álit og margra margra annarra, að allan fundinn hafði málfluttningur hennar algjöra yfirburði í viti, orðavali og framsögn. Svandís bar af öðrum ræðumönnum eins og ljón af geitum. Í ræðu sinni vísaði hún til þess að í fyrirliggjandi gögnum kemur fram í máli og myndböndum, aðhvaladrápið brjóti í bága við ákvæði laga nr.55/2013 um velferð dýra. Myndbönd sýna, að þrátt fyrir, að skotin hittu oftast á það skotsvæði sem ráðlagt er að miða á til að drepa dýrið á sem skemstum tíma, þá var reyndin sú, að þriðjungur þeirra hvala, sem drepnir voru á vertíð 2022 háðu langt dauðastríð. Tjóður dauðans. Sem sagt, þriðji hver skutull sem hittir þó á þau svæði dýranna, sem viðkvæmust eru, og sem ráðlagt er að miða á til að skutullinn geti tætt sig djúpt í blóðríkt hold þeirra. Hann nægir samt ekki til að stytta kvalastríð þeirra. Veiðimenn verða þá að vinna það átakanlega verk, að murka lífið úr tjóðruðu 60 tonna dýri. Í þeim aðförum örlar hvergi á samúð, mannúð og mennsku. Þær hljóta að valda minningum, sem spilla ellidögum þeirra, sem þar eru að verki. Píratinn Gísli Rafn benti á að þessar veiðar væru brot á íslenskum lögum um velferð dýra. Hann spurði. Hver getur svo ætlast til, að ráðherra veiti leyfi til að brjóta íslensk lög. Gísli Rafn var sá eini, sem ræddi tilefni fundarins. Að virða lög um velferð dýra. Tilefni fundarins. Tilefni Svandísar til að fresta hvalveiðum var það eitt að virða Íslensk lög. Það er áhyggjuefni, - sem því miður kemur ekki á óvart, - að talsmenn þingflokka veitast að ráðherra og gera það að sök, að vilja fara að lögum. Þeir kunna ekki að gæta sóma alþingis. Þeir eru smánarblettur, og flokkum sínum til skammar. Hrokinn er yfirgengilegur. Þeir telja sig eiga lögin og lýðræðið. Þeir eru orðnir eins og frekur fíkill sem grípur í þekkta hótun. Fái þeir ekki að ráða, þá hóta þeir sjálfsmorði, - ríkisstjórnarinnar. Ég segi nú bara eins og meirihluti þjóðarinnar: Farið hefur fé betra. Drífið í málinu. Höfundur er rafvirki. Es; Fyrirsögnin er heiti á bók Jóns Jónssonar fræðimanns.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun